Erlent

Lögreglumenn til rannsóknar vegna barsmíða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Í myndbandinu sést greinilega hvernig lögreglumaður lemur konuna með krepptum hnefa í höfuðið.
Í myndbandinu sést greinilega hvernig lögreglumaður lemur konuna með krepptum hnefa í höfuðið. Skjáskot
Lögreglan í New Jersey í Bandaríkjunum rannsakar nú hvers vegna lögreglumaður lamdi konu í höfuðið er hann reyndi að handtaka hana.

Myndband af handtökunni rataði á samfélagsmiðla um helgina. Þar sjást hvernig lögreglumenn yfirbuga tvítuga konu áður en annar þeirra lætur höggin dynja á höfði hennar. Því næst nær hann konunni í hengingartak.

Í myndbandinu sést þó ekki hvað leiddi til handtökunnar. Konan var síðar kærð fyrir að hafa verið með áfengi á ströndinni, sem og að hafa streist á móti handtökunni. Í frétt á vef CBS Philly er hún jafnframt sögð hafa sparkað í klof annars lögreglumannsins. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að lögreglumennirnir sem framkvæmdu handtökuna hafa verið sendir í leyfi meðan mál þeirra er rannsakað. 

Hér að neðan má sjá myndband Guardian af handtökunni. Rétt er að taka fram að það kann að vekja óhug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×