Ferðatöskur til Parísar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 5. október 2018 07:00 Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Með staðfestingu á loftslagssamningi þjóða heims, sem fullgildur var af Alþingi árið 2016, var í raun ákveðið að fara með þjóðina í sameiginlega ferð til Parísar árið 2030. Grunnur samningsins er að vera ekki með yfirvigt á farangri þegar lagt verður af stað eftir tólf ár. Töskurnar hafa nú þegar verið vigtaðar og mælingar sýna að þær eru um milljón tonnum þyngri en leyfilegt er. Það má svo sem taka þær með svona en þá þurfum við í fyrsta lagi að borga slatta í yfirvigt og í öðru lagi þurfum við þá að treysta á að einhverjir aðrir farþegar (þjóðir) verði með enn léttari töskur þannig að flugvélin komist yfirleitt af stað eða hrapi ekki vegna ofhleðslu. Málið er að það er alveg hægt að raða öðruvísi í töskurnar og ná þessum skuldbindingum án þess að tapa einhverjum lífsgæðum. Getur verið að við séum t.d. að pakka niður einhverjum óþarfa í líkingu við landakort, símaskrá, bækur, myndavél og filmur? Öll þessi þjónusta rúmast auðveldlega í einni nútíma spjaldtölvu eða síma sem er auðvitað miklu léttari farangur.Samgöngutaskan Ef við skoðum t.d. samgöngutöskuna þá er staðan þannig að meðallíftími fólksbíla er um tólf ár. Þetta þýðir að bílar sem nú eru nýskráðir hér á Íslandi verða enn í töskunni sem vigtuð verður árið 2030. Líkt og í tilfelli spjaldtölvunnar, þá er komin miklu umhverfisléttari tækni sem getur boðið upp á sömu þjónustu og bensín- og dísilbílar gera í dag. Reiðhjól, metan- og rafbílar koma okkur auðveldlega á milli A og B og eru miklu léttari á kolefnisvigtinni en ökutæki sem ganga eingöngu fyrir jarðefnaeldsneyti. Margir reyna að benda á aðra stærri notendur sem afsökun fyrir eigin yfirþyngd. Málið er auðvitað ekki einfalt. Stóriðjan er t.d. vissulega að fara í sömu flugvél og við en hún er hins vegar með annan farangur. Stóriðjan hefur nefnilega samþykkt að fara í hópferð með öðrum stórnotendum í Evrópu og er því með sameiginlegan farangur með þeim. Hún er ekkert að svindla heldur þvert á móti þarf stóriðjan að þola meiri þyngdartakmarkanir en við. Ekki er víst að íslenski stóriðjufarangurinn minnki nokkuð en ljóst er að evrópska ferðataskan þeirra, sem heild, fær engan afslátt af yfirvigt. Fyrir samgöngutösku almennings er málið tiltölulega einfalt. Þegar tekið hefur verið tillit til möguleika í öðrum töskum sem snúa beint að skuldbindingum Íslands (landbúnaður, úrgangur og iðnaður) þá er ljóst að aðeins er rými fyrir um 500 þúsund tonna farangur frá vegasamgöngum árið 2030. Farangurinn (losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum) er hins vegar um milljón tonn í dag. Því þarf einfaldlega að helminga samgöngufarangurinn fyrir ferðalagið 2030. Það er alveg mögulegt ef við bara byrjum að nýskrá meira af mun kolefnisléttari bílum næsta áratuginn.Sameiginlegur farangur Ótrúlega margir virðast hins vegar heimta að fá óáreittir að setja áfram níðþunga bensín- og dísilbíla í töskuna á næstu árum. Vandamálið er hins vegar að þegar þú kaupir bíl þá ertu ekki bara að pakka í tösku fyrir þig persónulega. Þjóðin er nefnilega með sameiginlegan farangur og kostnaður og vandræðagangur við mögulega yfirvigt mun lenda á öllum, líka nýorkubílaeigendum, göngufólki, hjólreiðamönnum og notendum almenningssamgangna. Er það sanngjarnt?
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar