Eva Pandora sagði óvart ósatt: Fékk tæpar 1,2 milljónir endurgreiddar vegna aksturs Þórdís Valsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 22:00 Eva Pandora Baldursdóttir hlaut tíundu hæstu endurgreiðsluna vegna aksturs á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Eva Pandora Baldursdóttir fyrrum þingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi var í 10. sæti listans yfir þá þingmenn sem óku mest árið 2017 en áður hafði hún sagt að hún væri ekki á topp tíu listanum. Hún greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Eins og áður hefur komið fram var Ásmundur Friðriksson efstur á listanum og hlaut hæstu endurgreiðsluna.Sjá meira: Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Blaðamaður Vísis sendi öllum þingmönnum fyrirspurn á dögunum varðandi endurgreiðslur vegna aksturs. Svar Evu Pandoru var stutt og laggott, en hún sagði einfaldlega „ég er ekki ein af þessum tíu“. Svo virðist vera sem Eva Pandora hafi óvart sagt ósatt um greiðslurnar en hún ók samtals 10.608 kílómetra á síðasta ári og fékk því 1.136.663 krónur endurgreiddar vegna aksturs á síðasta ári. Hér fyrir neðan má sjá uppfærðan topp tíu lista. „Um daginn fékk ég símtal frá blaðamanni sem spurði hvort ég væri á þessum lista og í góðri trú svaraði ég því til að svo væri ekki enda taldi ég mig alls ekki vera ofarlega á listanum. Nú veit ég betur og þetta leiðréttist hér með,“ segir Eva Pandora.Var tvisvar neitað um bílaleigubíl Á Facebook birti hún akstursdagbók sína og segir frá því að þrisvar á þingferli sínum hafi hún óskað eftir því við skrifstofu Alþingis að fá bílaleigubíl og að henni hafi verið neitað tvisvar sinnum. „Í annað skiptið vegna þess að ég þurfti ekki að aka daglega frá heimili mínu á Sauðárkróki til Alþingishússins í vinnu heldur hélt ég annað heimili í Reykjavík.“ Eva Pandora segir að opinber birting upplýsinga um þingfararkostnað þingmanna minnst tíu ár aftur í tímann séu mikil tímamót í sögu gagnsæis á Alþingi. Hún segir einnig að samkvæmt akstursdagbók sinni hafi enginn akstur verið vegna prófkjörsbaráttu. „Aksturserindin voru beint vegna starfs míns sem þingmaður, nema seinustu fjórar færslurnar þar sem allir þingmenn sem duttu út af þingi fengu greiddar tvær ferðir fram og til baka frá heimili/Reykjavík. Þær ferðir nýtti ég í flutninga á búslóð minni frá heimilinu í Reykjavík til heimilisins á Sauðárkróki,“ segir Eva Pandora og tekur að lokum fram að hún sé vel undir 15.000 kílómetra mörkunum.Færslu hennar í heild sinni og akstursdagbókina má sjá hér að neðan.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Sigmundur Davíð birtir upplýsingar um akstur sinn Telur að hann hafi að jafnaði ekið rúmlega 21.000 kílómetra á ári vegna vinnuferða. 26. febrúar 2018 21:40
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
Bjarni um aksturgreiðslur þingmanna: „Menn verða að svara fyrir þá reikninga sem þeir senda þinginu“ Fjármálaráðherra sagði það skiljanlegt að fólki þyki akstur þingmanna upp á tugþúsundir kílómetra einkennilegt. 24. febrúar 2018 13:31