Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 18:49 Margir hafa kveikt á kertum fyrir Ján Kuciak í Slóvakíu. EPA/Vísir Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“ Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Blaðamaður í Slóvakíu var myrtur ásamt unnustu sinni og er talið að morðin tengist starfi hans. Ján Kuciak var 27 ára gamalll og var að rannsaka ásakanir um skattsvik viðskiptamanna tengdum stærsta stjórnmálaflokknum í Slóvakíu. Lík Kuciak og unnustu hans Martinu Kušnírová fundust á heimili sínu á sunnudag eftir að áhyggjufullir ættingjar höfðu samband við lögreglu. Hafði þá ekki heyrst frá þeim í viku. Samkvæmt frétt Guardian voru þau skotin og er haft eftir lögreglumanninum Tibor Gašpar að þetta tengist líklega rannsóknarblaðamennsku. Kuciak skrifaði fyrir fréttavefinn Aktuality.sk og skrifaði þar aðallega um skattamál. Í frétt Guardian kemur fram að síðasta fréttin hans hafi birst þann 9. febrúar og hafi verið um hugsanleg skattsvik í kringum lúxusíbúðirnar Five Star Residence. Hafði hann rannsakað þetta mál í einhvern tíma. Í október skrifaði hann á Facebook um símtal með hótunum frá viðskiptamanni sem tengdist málinu. „Það eru 44 dagar síðan ég lagði fram kæru... vegna hótana.“ Lögregla veit ekki hvenær parið var skotið en telur að það hafi verið einhvern tíman á milli fimmtudags og sunnudags. Það voru merki um að unnustan hefði reynt að fela sig fyrir morðingja sínum. Ríkisstjórn Slóvakíu hefur lofað háum fundarlaunum fyrir þann sem getur gefið upplýsingar um þá sem frömdu ódæðið. Robert Fico forsætisráðherra sagði í tilkynningu að ef það sannaðist að málið tengdist starfi blaðamannsins væri það „árás á frelsi fjölmiðla og lýðræðið í Slóvakíu.“
Fjölmiðlar Slóvakía Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira