Hydro gerir kauptilboð í álverið í Straumsvík Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 09:39 Álverið í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hydro. „Tilboðið endurspeglar sterka trú okkar á áli, sem er sá málmur sem er í hvað sterkastri sókn á heimsvísu. Að taka þátt á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði í að skapa verðmæti í þessari sókn og ýta undir sjálfbærar aðferðir í rekstri okkar á heimsvísu“ er haft eftir Svein Richard Brandtzæg, forstjóra Hydro. Hydro gerir ráð fyrir samlegðaráhrifum að því er varðar tækniframþróun, hámarksnýtingu á skautasafni, flutningum og meðhöndlun. Verksmiðja ISAL nýtir sömu tækni og verksmiðja Hydro í Husnes í Noregi, þar sem Hydro tilkynnti fyrir skömmu um enduropnun og tækniuppfærslu á annarri rafgreiningarlínu þeirrar verksmiðju. „Við sjáum mikla mögulega í því að samnýta hæfni og tækni í álverksmiðjum okkar. Við rekum nú tilraunaverksmiðju í Noregi sem stefnir á að verða sú álframleiðsla í heiminum sem nýtir orkuna best og hefur minnst áhrif á loftslagið. Þessi nýsköpun mun dreifast til annarra verksmiðja Hydro og ISAL mun, sem hluti af samsteypu Hydro, njóta góðs af slíkri tækni og þekkingu“ er haft eftir Hilde Merete Aasheim, yfirmanni hrámálmaviðskiptasviðs Hydro.Alls 345 milljónir Bandaríkjadala ISAL framleiðir um það bil 210.000 tonn af fljótandi hrááli á ári og samtals 230.000 mt af þrýstimótunar hleifum. Norsk Hydro er álfyrirtæki með 35.000 starfsmenn í 40 löndum í öllum heimsálfum og með aðsetur í Noregi. Um er að ræða skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf., 53% hlut Rio Tinto í hollensku skautverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V., og 50% hlut í sænsku álflúoríð verksmiðjunni Alufluor AB fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna. Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi 2018. Við það verða ISAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu. Tengdar fréttir Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro ASA hefur gert skuldbindandi tilboð um kaup á öllu útgefnu hlutafé í álverksmiðjunni ISAL af Rio Tinto. Tilboðið nær einnig til hollensku skautverksmiðjunnar Aluchemie og sænsku ál-flúoríð verksmiðjunnar Alufluor. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hydro. „Tilboðið endurspeglar sterka trú okkar á áli, sem er sá málmur sem er í hvað sterkastri sókn á heimsvísu. Að taka þátt á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði í að skapa verðmæti í þessari sókn og ýta undir sjálfbærar aðferðir í rekstri okkar á heimsvísu“ er haft eftir Svein Richard Brandtzæg, forstjóra Hydro. Hydro gerir ráð fyrir samlegðaráhrifum að því er varðar tækniframþróun, hámarksnýtingu á skautasafni, flutningum og meðhöndlun. Verksmiðja ISAL nýtir sömu tækni og verksmiðja Hydro í Husnes í Noregi, þar sem Hydro tilkynnti fyrir skömmu um enduropnun og tækniuppfærslu á annarri rafgreiningarlínu þeirrar verksmiðju. „Við sjáum mikla mögulega í því að samnýta hæfni og tækni í álverksmiðjum okkar. Við rekum nú tilraunaverksmiðju í Noregi sem stefnir á að verða sú álframleiðsla í heiminum sem nýtir orkuna best og hefur minnst áhrif á loftslagið. Þessi nýsköpun mun dreifast til annarra verksmiðja Hydro og ISAL mun, sem hluti af samsteypu Hydro, njóta góðs af slíkri tækni og þekkingu“ er haft eftir Hilde Merete Aasheim, yfirmanni hrámálmaviðskiptasviðs Hydro.Alls 345 milljónir Bandaríkjadala ISAL framleiðir um það bil 210.000 tonn af fljótandi hrááli á ári og samtals 230.000 mt af þrýstimótunar hleifum. Norsk Hydro er álfyrirtæki með 35.000 starfsmenn í 40 löndum í öllum heimsálfum og með aðsetur í Noregi. Um er að ræða skuldbindandi tilboð um að kaupa álverksmiðju Rio Tinto, Rio Tinto á Íslandi hf., 53% hlut Rio Tinto í hollensku skautverksmiðjunni Aluminium & Chemie Rotterdam B.V., og 50% hlut í sænsku álflúoríð verksmiðjunni Alufluor AB fyrir 345 milljónir Bandaríkjadali, með fyrirvara um aðlögun kaupverðs eftir lúkningu viðskiptanna. Í samræmi við ákvæði hollenskra og franskra laga virkjar tilboð Hydro lögboðið samráðsferli við starfsmenn Rio Tinto og aðra hagsmunaaðila. Að því gefnu að samráðsferli verði árangursríkt, og samþykki samkeppnisyfirvalda Evrópusambandsins fáist, er gert ráð fyrir að viðskiptunum verði lokið á öðrum ársfjórðungi 2018. Við það verða ISAL, Aluchemie og Alufluor hluti af starfsemi Hydro á heimsvísu.
Tengdar fréttir Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Ræða við mögulega kaupendur um álverið í Straumsvík Rio Tinto, móðurfélag Rio Tinto á Íslandi, á í viðræðum um sölu álversins við nokkra mögulega kaupendur í kjölfar heimsókna þeirra í Straumsvík. Hvar þær viðræður standa geta stjórnendur álversins ekki sagt til um né hverjir hafa sýnt fyrirtækinu áhuga. 26. október 2017 06:00