Erlent

Átök magnast á ný í Kinshasa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Auglýsingaskilti fyrir framboð Josephs Kabila í höfuðborginni Kinshasha.
Auglýsingaskilti fyrir framboð Josephs Kabila í höfuðborginni Kinshasha. Vísir/Getty
Öryggissveitir í Kinshasa, höfuðborg Demókratíska lýðveldisins Kongó, skutu í gær á fólk sem safnast hafði saman til að mótmæla setu Josephs Kabila á forsetastóli. Minnst einn féll og fjöldi særðist. Átök brutust út á fleiri stöðum samkvæmt mótmælendum.

Téður Kabila hefur verið forseti landsins frá árinu 2001. Kjörtímabil hans rann sitt skeið árið 2016 en þrátt fyrir það hefur ekki verið boðað til kosninga. Talsverðrar óánægju með störf hans gætir í landinu.

Mest gremst fólki að forsetinn hafi ekki staðið við efni samkomulags við stjórnarandstöðuna og boðað til kosninga. Forsetinn hefur boðist til að gera það í árslok en mörgum finnst það of seint.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×