Erlent

Öll indversk þorp með aðgang að rafmagni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Indversk kona nýtur nýtilkonu birtunnar
Indversk kona nýtur nýtilkonu birtunnar Vísir/Epa
Allir 597,463 bæir á Indlandi hafa nú aðgang að rafmagni, 70 árum eftir að landið fékk sjálfstæði frá Bretum.

Rafmagn var leitt í bæinn Leisang nú á laugardag og er það talið marka fyrrnefnd tímamót. Indversk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á rafvæðingu landsins síðastliðin 3 ár. Upphaf átaksins er rakið til ræðu sem forsætisráðherra landsins, Narendra Modi, flutti þann 15. ágúst árið 2015.

Á þeim tímapunkti var talið að um 18500 bæir á Indlandi hefðu ekki aðgang að rafmagni. Í ræðu sinni lofaði Modi að rafmagn yrði leitt á alla þessa bæi innan 1000 daga. Ljóstýran sem kviknaði í Leisang nú á laugardag staðfesti þannig að indverskum stjórnvöldum tókst ætlunarverk sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×