Allt undir á Ásvöllum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2018 10:30 Haukar, Valur, Dominosdeildin, Domino's deild kvenna, karfa, körfubolti, 2018, úrslit Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Haukar eða Valur verður Íslandsmeistari í körfubolta kvenna. Staðan í einvígi liðanna er jöfn, 2-2, en allir leikirnir hafa unnist á heimavelli. Haukar eru deildarmeistarar og því fer oddaleikurinn fram á heimavelli þeirra á Ásvöllum. „Það er geggjað að fá oddaleik. Þetta er það sem stelpurnar eiga skilið, að fá að njóta sín í sviðsljósinu. Það er frábært fyrir kvennakörfuna,“ segir Ágúst Björgvinsson, þjálfari karlaliðs Vals, sem hefur lýst leikjum í Domino’s-deild kvenna á Stöð 2 Sport undanfarin ár og þjálfaði lengi í deildinni, þ. á m. bæði Hauka og Val. Valskonur eru í fyrsta skipti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Ágúst segir frammistöðu liðsins þó ekki hafa komið sér á óvart. „Valsliðið er rosalega öflugt og vel mannað. Þær eru með mestu breiddina að mínu mati. Þær eru vel þjálfaðar og þekkja sín hlutverk vel,“ segir Ágúst sem hrósar Guðbjörgu Sverrisdóttur, fyrirliða Vals, fyrir hennar framgöngu. „Hún hefur spilað mjög vel og kannski betur í þessu einvígi en áður. Hún hefur sýnt leiðtogahæfileika og tekið af skarið,“ segir Ágúst. „Ég hef þekkt Guðbjörgu lengi og það lá alltaf fyrir að hún yrði góð í körfubolta. Að mínu mati er hún besti leikmaðurinn í deildinni, á eftir systur sinni [Helenu Sverrisdóttur], eins og hún er að spila í dag.“ Í úrslitaeinvíginu er Guðbjörg með 17 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar að meðaltali í leik. Helena er hins vegar með þrefalda tvennu að meðaltali í leik fyrir Hauka; 20 stig, 10,5 fráköst og 11 stoðsendingar. Aalyah Whiteside, bandarískur leikmaður Vals, hefur verið nokkuð stöðug í úrslitaeinvíginu á meðan landa hennar í liði Hauka, Whitney Frazier, hefur verið upp og ofan. „Hún hefur verið góð í sigurleikjunum, sérstaklega í síðasta leiknum á Ásvöllum þar sem hún var frábær. En hún hefur alls ekki verið góð á Hlíðarenda. Hún virðist vera stressuð og illa stillt í þessum leikjum á Hlíðarenda,“ segir Ágúst. Í leikjunum á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu er Frazier með 27 stig að meðaltali en aðeins 15,5 stig í leikjunum á Hlíðarenda. Hún getur þó huggað sig við það að hún þarf ekki að spila þar aftur. Ágúst hrósar varnarleik Vals sem var mjög sterkur í fjórða leiknum á fimmtudaginn. „Haukar hittu mjög illa en þær tóku kannski skot sem Valur þvingaði þær í að taka. Valskonur stjórnuðu síðasta leik út frá vörninni. Þær lokuðu betur á Helenu án þess að gefa leikmönnum eins og Þóru Kristínu [Jónsdóttur], sem er besta skytta Hauka fyrir utan Helenu, opin skot,“ segir Ágúst. Aðspurður segir hann að Haukar séu aðeins líklegri í oddaleiknum í kvöld. „Haukarnir hafa Helenu, þær eru deildarmeistarar og með heimavöllinn. Þær hafa svarað þegar Valur hefur unnið. En þetta er bara einn leikur og þetta er galopið. Þótt ég telji Haukana aðeins sigurstranglegri myndi ég ekki þora að leggja mikið undir,“ segir Ágúst að endingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira