Erlent

Mögulega þúsundir svarthola í miðju Vetrarbrautarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Áður höfðu stjarnfræðingar einungis fundið fimm svarhol í Vetrarbrautinni.
Áður höfðu stjarnfræðingar einungis fundið fimm svarhol í Vetrarbrautinni. Vísir/getty
Stjarnfræðingar hafa greint tólf svarthol í miðju Vetrarbrautarinnar og telja mögulegt að svartholin séu allt að tíu þúsund. Það þykir til marks um gildi kenningar um að þúsundir svarthola umkringi stærðarinnar svarthol sem finna má í miðju hverrar stjörnuþoku.

Svartholið í miðju Vetrarbrautarinnar heitir Sagittarius A og umræddir vísindamenn segja þennan tug svarthola sem þeir hafi séð einungis vera toppinn á ísjakanum. Mjög erfitt sé að greina svarthol og þurftu þeir að beita frumlegum leiðum til þess að finna þessi tólf, samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar.



Áður höfðu stjarnfræðingar einungis fundið fimm svarhol í Vetrarbrautinni en þau voru langt frá Sagittarius A.

Leiðin sem umræddir vísindamenn beittu gekk út á að finna svarthol sem höfðu dregið stjörnur að sér. Slík svarthol senda frá sér sérstaka geislun. Þeir greindu þá geislun með Chandra sjónauka Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna.



„Mér finnst svarthol mjög töff,“ sagði Chuck Hailey, einn af stærðfræðingunum sem komu að rannsókninni við NPR. „Að finna svo mörg svarthol er frábært því það gefur okkur fleiri til að rannsaka. Þetta eru mjög framandi fyrirbæri. Því fleiri sem við vitum af því meira getum við skemmt okkur við að rannsaka þau.“

Hailey segir að uppgötvunin muni gera vísindamönnum auðveldara að spá fyrir um myndun þyngdarkrafta sem Albert Einstein spáði fyrir um fyrir um hundrað árum síðan. Vísindamenn hafa þó einungis nýlega geta greint þá krafta.



Frekari upplýsingar má finna í grein vísindamannanna á vef Nature.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×