Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Ríkisstjórnin kynnti fjármálaáætlun til fimm ára nú seinnipartinn og fjallað verður ítarlega um hana í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar höldum við líka áfram umfjöllun um vímuefnavandann, en úrræðaleysi í málaflokknum er gagnrýnt harðlega og voru tvær unglingsstúlkur vistaðar í fangageymslum í gær þar sem neyðarvistun Stuðla var yfirfull.

Í fréttatímanum lítum við líka á undirbúning Snjóbretta- og tónlistarhátíðarinnar AK Extreme sem fram fer á Akureyri næstu daga og minnumst mannréttindafrömuðarins Martins Luthers King, en fimmtíu ár eru í dag frá því að hann var myrtur.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×