Innlent

Læknavaktin flytur í Austurver

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Fleiri læknastofu, bjartari biðstofur og betri aðstaða í nýju húsnæði Læknavaktarinnar.
Fleiri læknastofu, bjartari biðstofur og betri aðstaða í nýju húsnæði Læknavaktarinnar. Ernir Eyjólfsson
Læknavaktin flytur úr Smáratorgi í Austurver á Háaleitisbraut í byrjun sumars.

Í nokkurn tíma hefur það legið fyrir að nauðsynlega hefur þurft að bæta aðstöðu Læknavaktarinnar að Smáratorgi 1 í Kópavogi eftir að hafa verið í sama húsnæði í tuttugu ár. Kjarninn greindi fyrst frá þessu.

Aðsókn á Læknavaktina hefur farið úr 30 þúsund komum í rúmlega 80 þúsund komum á tuttugu ára tímabili að því er fram kemur á vefsíðu Læknavaktarinnar.

Nýja húsnæðið í Austurveri veitir möguleika á mun rýmri og bjartari biðstofum. Aðstaða skjólstæðinga er í fyrirrúmi við hönnun nýja húsnæðisins. Í Austurveri verða fleiri læknastofur og aðstaða fyrir starfsfólk er mun betri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×