Byssumaðurinn hafði horn í síðu Youtube Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. apríl 2018 06:50 Nasim Aghdam sagði myndbandavefsíðuna hafa ritskoðað sig. NASIM AGHDAM Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018 Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Lögreglan í Kaliforníu hefur nú staðfest að konan sem særði þrjá í og við höfuðstöðvar Youtube í gærkvöldi hafi framið sjálfsvíg. Konan er sögð hafa heitið Nasim Aghdam og á að hafa verið 39 ára gömul. Lögreglan rannsakar enn hvað vakti fyrir henni en ekkert bendir til þess á þessari stundu að hún hafi þekkt fórnarlömb sín. Karlmaður á fertugsaldri er sagður vera alvarlega slasaður en tvær konur um þrítugt eru taldar hafa sloppið með smávægileg meiðsl. Á vefsíðu sinni hafði Aghdam gagnrýnt Youtube nokkuð harðlega fyrir ritskoðunartilburði. Þannig hafi hún reynt að hlaða upp myndböndum sem ýmist voru tekin út eða lokað fyrir þau með einhverjum hætti. Að hennar sögn gerði Youtube upp á milli notenda sinna sem hefðu ekki allir jafna möguleika á frægð og frama á myndbandavefsíðunni. Youtube hefur nú eytt aðgangi hennar á síðunni. Öðrum samfélagsmiðlareikningum hennar hefur einnig verið lokað.Sjá einnig: Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Upphaflega var greint frá því að Aghdam hafi skotið kærastann sinn í gærkvöldi en þær fregnir voru fljótt dregnar til baka. Árásin átti sér stað um hádegisbil að staðartíma og voru fjölmargir starfsmenn Youtube að snæða hádegisverð þegar Aghdam hóf skothríðina. Sérstaka athygli vekur að árásarmaður gærdagsins hafi verið kvenkyns. Rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar á 160 skotárásum sem þessum á árunum 2000 til 2013 bendir til þess að aðeins 6 byssumannanna hafi verið konur. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkaði lögreglumönnum fyrir vel unnin störf á Twitter-síðu sinni eftir árásina.Was just briefed on the shooting at YouTube's HQ in San Bruno, California. Our thoughts and prayers are with everybody involved. Thank you to our phenomenal Law Enforcement Officers and First Responders that are currently on the scene.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 3, 2018
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Skotum hleypt af við höfuðstöðvar Youtube Fjórir eru særðir og kona sem hóf skothríð virðist hafa framið sjálfsmorð. 3. apríl 2018 20:23