Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2018 10:22 Trump var á leið heim með forsetaflugvélinni frá fundi í Vestur-Virginíu þegar hann svaraði nokkrum spurningum fréttamanns um mál klámmyndaleikkonunnar. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í gær að hafi vitað af 130.000 dollara greiðslu til klámleikkonunnar Stephanie Clifford sem er þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Þetta er í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um málið opinberlega. Fréttamenn um borð í forsetaflugvélinni spurðu forsetann út í greiðslu sem Clifford fékk gegn því að hún þegði um ástarsamband sem hún segist hafa átt í við Trump fyrir tólf árum. Lögmaður Trump segist hafa greitt Clifford úr eigin vasa rétt fyrir kosningarnar árið 2016. Trump neitaði því að hafa vitað af greiðslunni og vísaði á lögmanninn, Michael Cohen, um hvers vegna hann hefði greitt Clifford. Clifford stendur nú í málaferlum til þess að losna undan þagmælskusamningnum sem hún gerði við Cohen, meðal annars á þeim forsendum að Trump hafi aldrei skrifað undir hann. Michael Avenatti, lögmaður Clifford, þakkaði Trump fyrir ummæli sín á Twitter í gær því þau styrktu málatilbúnað skjólstæðings hans. Forsetinn sagðist jafnframt ekki vita hvaðan féð til að greiða Clifford kom. Þá hunsaði hann spurningu um hvort hann hefði einhvern tímann komið á fót sjóði til að Cohen gæti tekið á málum sem þessum, að því er segir í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40 „Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45 Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Fleiri fréttir Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Stormy Daniels verður í viðtali í Sextíu mínútum í kvöld. Þar er búist við að hún tjái sig um sambandið við Donald Trump og tilraunir til að þagga niður í henni. 25. mars 2018 14:40
„Þetta er falleg stelpa. Það væri leitt ef eitthvað kæmi fyrir móður hennar“ Klámleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, eða Stephanie Clifford, segir að sér og dóttur sinni hafi verið hótað ofbeldi árið 2011 þegar hún var að reyna að selja sögu sína af meintu framhjáhaldi hennar og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 25. mars 2018 23:45
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Vilja að Bandaríkjaforseti beri vitni í máli klámmyndaleikkonunnar Lögmaður hennar vill fá á hreint hvort Trump hafi lagt blessun sína yfir umdeilt þagmælskusamkomulag. 28. mars 2018 15:06