Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kom færandi hendi á ársfund Seðlabanka Íslands. Hún færði Seðlabankanum sparibauk úr baukasafni sem hún á.
„Þetta er lítið baukasafn, eða það sem ég kýs að kalla bankaminjasafn,“ segir Katrín. Til útskýringar segir hún að í gegnum tíðina hafi loðað við hana sparibaukar, seðlaveski og jafnvel bankabækur úr bönkum sem eru ekki lengur til.
Baukurinn sem Katrín gaf Seðlabankanum er flóðhestur úr Útvegsbankanum sem var fullur af smámynt, því lykillinn að bauknum er löngu týndur. Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun hafa tekið bauknum fegins hendi, en í bankanum er líka baukasafn.
Katrín kom færandi hendi

Tengdar fréttir

Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta
Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu Seðlabanka Íslands. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi bankans í dag.