Kærasti Kim Wall lýsir síðustu stundum þeirra saman áður en hún sigldi á brott með Madsen Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2018 12:50 Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Danskur kærasti sænsku blaðakonunnar Kim Wall hefur lýst síðustu stundum þeirra saman fyrir fréttamönnum dansks sjónvarpsþáttar sem sýndur verður á TV2 í kvöld. Þar segir frá því hvernig hann kvaddi Wall á bakkanum áður en hún sigldi á brott í kafbátnum með danska uppfinningamanninum Peter Madsen á ágústkvöldi síðasta sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem kærasti Wall segir sína sögu. Hann vill þó ekki koma fram undir nafni þar sem hann sé enn að glíma við afleiðingar málsins. Í viðtalinu kemur fram að Wall hafi spurt kærasta sinn hvort hann vildi koma með í kafbátssiglinguna með Madsen, en að hann hafi valið að verða eftir í kveðjuboði þeirra á veitingastað á Refshaleøen í Kaupmannahöfn. Wall og kærasti hennar hugðust flytja saman til Kína tæpri viku eftir að hún hvarf þar sem hann hugðist stunda nám í höfuðborginni Peking og hún starfa sem blaðakona.Fékk óvænt skilaboð frá Madsen Sama kvöld og kveðjuboðið var haldið, að kvöldi 10. ágúst, hafði Wall óvænt fengið skilaboð frá Madsen þar sem hann samþykkti viðtal og að bjóða henni í siglingu frá bakkanum á Refshaleøen þar sem heimasmíðaður kafbátur hans lá við bryggju. Wall hafi þá rætt málið við kærasta sinn og úr varð að hún yfirgaf kveðjuboðið. Sagðist hún gera ráð fyrir að vera tvo tíma í burtu og myndi hún svo snúa aftur í boðið.Tilkynnti málið til lögreglu um nóttina Wall hafði áður verið í tölvupóstsamskiptum við Madsen varðandi beiðni um viðtal og töldu Wall og kærasti hennar boð Madsen um viðtal þá stundina of gott til að hafna en hún ætlaði sér að reyna að fá viðtalið birt í bandarísku blaði. Kærastinn veifaði Wall þar sem hún sigldi á brott með Madsen um klukkan 18:45, tón af henni mynd, en þau áttu ekki eftir að sjást framar. Kærasti Wall hafði svo samband við lögreglu klukkan 1:43 um nóttina þegar hún hafði enn ekki skilað sér og um hálftíma síðar tilkynnti hann málið til danska sjóhersins.Höfðu verið saman í ellefu mánuði Í frétt TV2 kemur fram að Wall og kærasti hennar hafi þá þekkst í um átján mánuði og verið saman síðustu ellefu mánuði áður en hún lést. Madsen hefur verið ákærður um morð, kynferðisbrot og vanvirðingu við lík. Peter Madsen situr nú í gæsluvarðhaldi en aðalmeðferð í málinu hefst þann 8. mars og er búist er við að dómsuppkvaðning verði þann 25. apríl.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Sjá meira
Ákæra á hendur Madsen birt: Batt Kim Wall fasta og drap Saksóknarar segja að Madsen hafi skipulagt morðið fyrirfram þar sem hann hafi tekið með sér sög, hníf, skrúfjárn, reipi, plastbensli og járnrör um borð í kafbátinn. 23. janúar 2018 13:19