Erlent

Kyrkislanga varð breskum manni að bana

Atli Ísleifsson skrifar
Gæludýraeigandinn Daniel Brandon fannst látinn á heimili sínu í ágúst.
Gæludýraeigandinn Daniel Brandon fannst látinn á heimili sínu í ágúst. Vísir/Justgiving/Getty
Breskur gæludýraeigandi lét lífið þegar kyrkislangan hans herti svo að honum að hann kafnaði. Atvikið átti sér stað á heimili mannsins í Basingstoke í Hamphire í ágúst en breskir miðlar greina frá því núna eftir að rannsókn fór fram á láti mannsins.

Maðurinn, Daniel Brandon, var rétt liðlega þrítugur og hafði átt fjölda gæludýra. Þegar hann fannst látinn var kyrkislangan hans við hlið hans, og ekki í búri sínu.

Rannsóknin leiddi í ljós að slangan, sem hét Tiny, og var tveir og hálfur metri á lengd, hafði kyrkt hann.

Brandon hafði átt slöngur í sextán ár og á heimili hans þegar hann lést voru tíu slöngur og tólf risaköngulær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×