Erlent

Máli gegn Jim Carrey vegna dauða kærustu vísað frá

Kjartan Kjartansson skrifar
Carrey var einn kistubera þegar Cathriona White var borin til grafar.
Carrey var einn kistubera þegar Cathriona White var borin til grafar. vísir/getty
Einkamáli sem móðir og fyrrverandi eiginmaður Cathrona White höfðuðu gegn leikaranum Jim Carrey vegna dauða hennar hefur verið vísað frá. Þau sökuðu Carrey um að bera ábyrgð á sjálfsvígi hennar árið 2015.

White lést af völdum ofskammts lyfja en móðir hennar og fyrrverandi eiginmaður sökuðu Carrey um að hafa útvegað henni lyfseðilsskyld lyf með ólöglegum hætti. Réttarlæknir úrskurðaði að White hefði stytt sér aldur.

Carrey og White, sem var þrítug þegar hún lést, áttu í sambandi sem stóð yfir með hléum frá 2012. Leikarinn hefur lýst stefnunni gegn sér sem tilraun til að hagnast á dauða White, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×