Erlent

40 ár á geðsjúkrahúsi vegna árásar fyrir „Granna manninn“

Kjartan Kjartansson skrifar
Morgan Geyser játaði tilraun til morðs í október. Refsing hennar var ákvörðuð í gær.
Morgan Geyser játaði tilraun til morðs í október. Refsing hennar var ákvörðuð í gær. Vísir/Getty
Unglingsstúlka sem stakk bekkjarsystur sína ítrekað til að þóknast hryllingspersónununni „Granna manninum“ árið 2014 þarf að verja næstu fjörutíu árunum á geðsjúkrahúsi. Dómari í Wisconsin varð við ítrustu kröfum saksóknara um refsingu yfir stúlkunni sem var úrskurðuð ósakhæf.

Morgan Geyser, sem nú er fimmtán ára gömul, játaði að hafa reynt að myrða bekkjarsystur sína í október. Hún hélt því hins vegar fram að hún væri ekki sakhæf og féllst kviðdómur á það. Dómari ákvað refsingu hennar í dag. Taldi hann að Geyser væri hættuleg sér og öðrum.

Bað Geyser Payton Leutner, stúlkuna sem hún réðst á, og aðstandendur hennar afsökunar á gjörðum sínum, að því er segir í frétt Washington Post. Leutner lifði árásina naumlega af.

Önnur stúlka tók þátt í árásinni en hún var einnig dæmd til geðsjúkrahússvistar í haust. Stúlkurnar þrjár voru allar tólf ára þegar árásin átti sér stað. Geyser stakk Leutner nítján sinnum á meðan Anissa Weier hvatti hana áfram.

Stúlkurnar báru að þær hafi reynt að myrða Leutner til að þóknast „Granna manninum“. Hann er er skáldsagnarpersóna af netinu sem birtist fyrst árið 2009. Hann er mjóslegin, hávaxin og andlitslaus vera með ónáttúrulega langa útlimi. Á myndum sést hann yfirleitt klæddur svörtum jakkafötum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×