Systkini opna mexíkóskan stað í Vesturbænum Bergþór Másson skrifar 18. júní 2018 13:45 Hér verður Chido staðsettur. Mynd/Já.is Mexíkóski veitingastaðurinn Chido opnar í Vesturbænum í lok sumars. Boðið verður upp á „háklassa skyndibita“ að sögn Guðmundar Óskars Pálssonar, eiganda Chido. Hann og Helgi Kristinn Halldórsson reka nú þegar þrjá staði í Danmörku en sá fyrsti á Íslandi mun nú opna á Ægisíðunni. Fyrsti staður Chido opnaði í Árósum fyrir um það bil þremur árum. Guðmundur og Helgi kynntust í handboltahópi Íslendinga í Árósum, þar þróaðist vinskapur sem leiddi síðan til viðskiptasambands. Fyrsti staðurinn opnaði fyrir um það bil þremur árum. „Og síðan gekk fyrsti staðurinn bara svona líka ágætlega þannig við opnuðum annnan stað hérna úti ári seinna og svo fljótlega eftir það þriðja staðinn í Álaborg,“ segir Guðmundur.Stefnt er að því að mexíkóski staðurinn Chido opni í lok ágúst.Æskusjoppan endurlífguð Guðmundur og Helgi munu ekki sjá um rekstur Chido á Íslandi, heldur mun systir hans Guðmundar, Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir reka staðinn. Guðmundur segist hafa fengið tilfinningu fyrir því að það væri gat á markaðnum fyrir aðeins hærri gæða mexíkóskan skyndibita en þekkist hérlendis og þess vegna slegið til að opna Chido á Íslandi. Chido opnar á Ægisíðunni, þar sem veitingastaðurinn Borðið var áður, og sjoppan 107 þar á undan. Aðspurður að því hvers vegna Vesturbærinn varð fyrir valinu segir Guðmundur: „Fyrir sjálfan mig var þetta heillandi þar sem þetta var sjoppan mín þegar ég var lítill, búinn að vera þarna ansi oft á yngri árum. Það er ekki mikið um high quality skyndibita á svæðinu, við þurfum ekki að rífa neitt út eða endurbyggja, það eru bílastæði þarna og þetta er á leiðinni milli Seltjarnessins og Vesturbæjar.“Þrír Chido-staðir eru í Árósum en staðurinn á Ægisíðu verðu sá fyrsti á Íslandi.Vesen á vínveitingaleyfi Veitingastaðurinn Borðið, sem opnaður var í húsnæðinu árið 2016, barðist fyrir vínveitingaleyfi í langan tíma. Ægisíða var ekki talin aðalgata í gildandi aðalskipulagi og átti Borðið þess vegna erfitt með að fá vínveitingaleyfi. Chido ætti hinsvegar ekki að lenda í vandamálum með það, þar sem Borðið fékk loksins vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Vigdís segir að Chido muni bjóða upp á áfengi og ætla þau að sækja um vínveitingaleyfi. Verðlag verður samkeppnishæft við aðra skyndibitastaði Reykjavíkur og mun matseðillinn vera að einhverju leyti tekin frá stöðunum í Danmörku, þar sem tacos, burritos og salöt leika aðalhlutverk. „Án þess að gefa upp of mikið, verður matseðillinn svipaður og í Danmörku en staðurinn heima er aðeins stærri, við erum með meira pláss og stærra eldhús þannig það verða nýjungar sem eru ekki í Danmörku. Ég get ekkert gefið upp um verð strax en Chido leggur upp með það í Danmörku að bjóða upp á value, gæðavöru á góðu verði.“ segir Vigdís. Vigdís segir stefnuna setta á opnun Chido í lok ágúst en nefnir þó að maður geti aldrei nákvæmlega fest fastan dag svona langt fram í tímann. Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Ballið búið á Borðinu Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. 1. júní 2018 10:11 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Mexíkóski veitingastaðurinn Chido opnar í Vesturbænum í lok sumars. Boðið verður upp á „háklassa skyndibita“ að sögn Guðmundar Óskars Pálssonar, eiganda Chido. Hann og Helgi Kristinn Halldórsson reka nú þegar þrjá staði í Danmörku en sá fyrsti á Íslandi mun nú opna á Ægisíðunni. Fyrsti staður Chido opnaði í Árósum fyrir um það bil þremur árum. Guðmundur og Helgi kynntust í handboltahópi Íslendinga í Árósum, þar þróaðist vinskapur sem leiddi síðan til viðskiptasambands. Fyrsti staðurinn opnaði fyrir um það bil þremur árum. „Og síðan gekk fyrsti staðurinn bara svona líka ágætlega þannig við opnuðum annnan stað hérna úti ári seinna og svo fljótlega eftir það þriðja staðinn í Álaborg,“ segir Guðmundur.Stefnt er að því að mexíkóski staðurinn Chido opni í lok ágúst.Æskusjoppan endurlífguð Guðmundur og Helgi munu ekki sjá um rekstur Chido á Íslandi, heldur mun systir hans Guðmundar, Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir reka staðinn. Guðmundur segist hafa fengið tilfinningu fyrir því að það væri gat á markaðnum fyrir aðeins hærri gæða mexíkóskan skyndibita en þekkist hérlendis og þess vegna slegið til að opna Chido á Íslandi. Chido opnar á Ægisíðunni, þar sem veitingastaðurinn Borðið var áður, og sjoppan 107 þar á undan. Aðspurður að því hvers vegna Vesturbærinn varð fyrir valinu segir Guðmundur: „Fyrir sjálfan mig var þetta heillandi þar sem þetta var sjoppan mín þegar ég var lítill, búinn að vera þarna ansi oft á yngri árum. Það er ekki mikið um high quality skyndibita á svæðinu, við þurfum ekki að rífa neitt út eða endurbyggja, það eru bílastæði þarna og þetta er á leiðinni milli Seltjarnessins og Vesturbæjar.“Þrír Chido-staðir eru í Árósum en staðurinn á Ægisíðu verðu sá fyrsti á Íslandi.Vesen á vínveitingaleyfi Veitingastaðurinn Borðið, sem opnaður var í húsnæðinu árið 2016, barðist fyrir vínveitingaleyfi í langan tíma. Ægisíða var ekki talin aðalgata í gildandi aðalskipulagi og átti Borðið þess vegna erfitt með að fá vínveitingaleyfi. Chido ætti hinsvegar ekki að lenda í vandamálum með það, þar sem Borðið fékk loksins vínveitingaleyfi eftir tveggja ára bið. Vigdís segir að Chido muni bjóða upp á áfengi og ætla þau að sækja um vínveitingaleyfi. Verðlag verður samkeppnishæft við aðra skyndibitastaði Reykjavíkur og mun matseðillinn vera að einhverju leyti tekin frá stöðunum í Danmörku, þar sem tacos, burritos og salöt leika aðalhlutverk. „Án þess að gefa upp of mikið, verður matseðillinn svipaður og í Danmörku en staðurinn heima er aðeins stærri, við erum með meira pláss og stærra eldhús þannig það verða nýjungar sem eru ekki í Danmörku. Ég get ekkert gefið upp um verð strax en Chido leggur upp með það í Danmörku að bjóða upp á value, gæðavöru á góðu verði.“ segir Vigdís. Vigdís segir stefnuna setta á opnun Chido í lok ágúst en nefnir þó að maður geti aldrei nákvæmlega fest fastan dag svona langt fram í tímann.
Matur Neytendur Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54 Ballið búið á Borðinu Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. 1. júní 2018 10:11 Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Viðmót borgarinnar dregur úr framkvæmdagleði og sköpun Einn eigenda veitingastaðarins Borðsins á Ægisíðu, segir synjun Reykjavíkurborgar á vínveitingarleyfi til staðarins einkennast af mismunun og skipulagsklúðri. 19. apríl 2017 11:54
Ballið búið á Borðinu Aðstandendur veitingastaðarins Borðsins sem stendur við Ægissíðu í Vesturbæ Reykjavíkur hafa ákveðið að loka staðnum. 1. júní 2018 10:11
Klaufaskapur borgarinnar og Borðið fær ekki að selja vín Þetta kemur fram í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfest hefur synjun byggingafulltrúa á leyfi til vínveitinga. 19. apríl 2017 10:45