Eigandi þriggja kílóa af kókaíni ófundinn Sveinn Arnarsson skrifar 18. júní 2018 08:00 Allir skipverjar hafa enn réttarstöðu sakbornings. Vísir/VIlhelm Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Þriggja kílóa kókaínsmygl í Skógafossi í lok júní fyrir þremur árum er enn óupplýst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Enn liggja allir skipverjar Skógafoss undir grun og hafa réttarstöðu sakbornings. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir málið enn til rannsóknar og að lögreglan hafi ekki gefið rannsóknina upp á bátinn þó að henni hafi ekkert miðað áfram. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fundust efnin í bakpoka í gámi í skipinu sem notaður er af áhöfninni. Starfsmaður Tollstjóra á að hafa fundið efnin og byrjað að spyrjast fyrir um í skipinu hver ætti téðan bakpoka. Tollvörðurinn fór því samkvæmt þessu ekki eftir settum verklagsreglum en þegar efni sem þessi finnast á að kalla lögreglu til og tryggja vettvang svo að rannsóknarhagsmunir spillist ekki. Í þessu tilfelli var það ekki gert og skipverjum gert kunnugt að efni hefðu fundist í skipinu.Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónnStöð 2Lögreglan sendi rannsóknargögn til Svíþjóðar til frekari greiningar sumarið 2016. Sú rannsókn hefur hingað til ekki skilað neinum árangri. „Við erum með málið opið og erum ekki búnir að leggja það upp. Við erum ekki að gefast alveg upp. Ég er ekki með það á hreinu hversu margir hafa verið yfirheyrðir eða hvað það er búið að tala við marga,“ segir Margeir. „Málið er enn á sama stað og árið 2016. Við erum bara að reyna að sjá hvort við fáum eitthvað inn sem gæti leitt okkur á sporið. Við ljúkum ekki svona málum einn, tveir og þrír,“ bætir Margeir við. Götuvirði efnanna er í kringum eitt hundrað milljónir króna. Styrkleiki efna á götunni er oft mun minni en þeirra sem finnast í innflutningi og er virði efnanna oft margfaldað með því að drýgja þau. Á meðan málið er enn opið til rannsóknar eru allir skipverjar, hvort sem þeir voru í umræddri ferð eða voru í landi í fríi, grunaðir í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira