Landsbjörg býður tré í stað flugelda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas. Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas.
Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36