Landsbjörg býður tré í stað flugelda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas. Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas.
Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36