Forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2018 17:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. VÍSIR/ANTON BRINK Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni. Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Það er mat Seðlabanka Íslands að nú séu efnahagslegar forsendur til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Forsendur eru þó ekki fyrir hendi til að hefja lækkun sérstakrar bindiskyldu. Þá verður gripið til aðgerða á næstunni til að bæta afkomu bankans en eiginfjárstaða hans hefur verið neikvæð undanfarin misseri. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, sem ávarpaði viðstadda á ársfundi Seðlabanka Íslands, en fundurinn hófst klukkan 16 í húsakynnum bankans í dag.Lokaskref í losun fjármagnshafta Í ræðu sinni sagði Már það vera mat Seðlabankans að þó að fjármagnshöft hafi að langmestu leyti verið losuð í mars 2017, séu enn í gildi ákveðnar takmarkanir. Þessar takmarkanir þurfi að afnema. Þá séu nú efnahagslegar forsendur til að taka lokaskref í losun fjármagnshafta. „Það er mat Seðlabankans að efnahagslegar forsendur séu til að taka lokaskrefið í losun fjármagnshafta. Það á líka við um aflandskrónur en þær nema nú um 3½% af landsframleiðslu en voru rúm 40% eftir að fjármagnshöft voru fyrst sett á undir árslok 2008. Það verður hins vegar ekki gert nema með lagabreytingu,“ sagði Már. Seðlabankinn telur þó að ekki séu enn forsendur til að hefja lækkun hinnar sérstöku bindiskyldu á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður. Gangi spár hins vegar eftir munu aðstæður til að lækka bindiskylduna batna á komandi misserum. Grípa til aðgerða til að bæta afkomu bankans Framreikningar sem gerðir voru á síðasta ári bentu jafnframt til þess að afkoma Seðlabankans yrði neikvæð um 18 milljarða króna á ári, en Már sagði tapið nú hafa minnkað í 15 milljarða. Neikvætt eigið fé þýði þó ekki að seðlabankar standi frammi fyrir gjaldþroti. „Seðlabankar verða ekki gjaldþrota, að minnsta kosti ekki í hefðbundinni merkingu, þótt þeir hafi neikvætt eigið fé enda hafa margir virtir seðlabankar búið við það yfir lengri eða skemmri tíma,“ sagði Már. Eigi að síður geti það verið óheppilegt að Seðlabankinn verði með verulega neikvætt eigið fé. „Á næstunni verður því gripið til margvíslegra aðgerða til að bæta afkomu bankans, þ.m.t. í gegnum óbeina þátttöku innlendra viðskiptabanka í kostnaði við forðann. Þá gæti komið til innköllunar hluta þess eigin fjár sem heimilt er að kalla inn frá ríkissjóði samkvæmt lögum,“ sagði Már í ræðu sinni.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45 Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Már segir bindiskylduna hafa þjónað hlutverki sínu vel Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ekki standi til að endurskoða bindiskyldu á innflæði gjaldeyris sem notaður er í fjárfestingar í skuldabréfum. Bindiskyldan var sett á til að draga úr ofrisi krónunnar og Már segir að hún hafi þjónað sínu hlutverki vel. 14. mars 2018 18:45
Bein útsending: Ársfundur Seðlabanka Íslands Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ársfund Seðlabanka Íslands sem fram fer í húsakynnum bankans í dag. 5. apríl 2018 15:22