Ætla að fá myndavélar til að fæla eggjaþjófa frá Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2018 06:00 Fálki á flugi. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir kaupum á myndavélum til að vakta fálkahreiður. Vísir/GETTY Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Náttúra Fálkasetur Íslands safnar fé til að geta sett upp eftirlitsmyndavélar fyrir fálkahreiður. Leitað hefur verið til umhverfisráðuneytisins um styrk fyrir verkefninu. „Við erum ekki búin að sækja um styrki annars staðar, svo sem til einstaklinga eða fyrirtækja eða annað,“ segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, formaður stjórnar Fálkaseturs. Ekkert svar hefur fengist frá umhverfisráðuneytinu, en samkvæmt reglugerð um friðun fálkans mun ráðuneytið jafnframt þurfa að veita samþykki fyrir uppsetningu á slíkum vélum.Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, sagði í Fréttablaðinu í gær að sterkar vísbendingar væru um að eggjaþjófar væru enn að spilla fyrir varpi fálka. Vitað sé að tilteknir Íslendingar sæki í þekkt fálkaóðöl á varptíma og stundum séu skilin eftir hænuegg í hreiðrunum.Sjá einnig: Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka „Við getum náttúrlega aldrei vaktað öll hreiður, en við erum að vonast til þess að þetta fæli frá ef einhver eru vöktuð. Við erum ekki að hugsa um venjulegar eftirlitsmyndavélar heldur erum við að ræða um myndavélar með hreyfiskynjurum sem smella af ef eitthvað rýfur geislann,“ segir Aðalsteinn. Vélin myndi síðan senda mynd í GSM síma og þannig væri hægt að fylgjast með mannaferðum. Vélarnar sem horft er til eru sömu gerðar og notaðar eru við refaveiðar og ganga fyrir rafhlöðum. Aðalsteinn segir að vélarnar sem horft er til kosti um 70 þúsund krónur hver. Vitað er um bónda í Aðaldal sem hefur komið upp myndavél á jörð sinni þar sem eitt fálkaóðalið er. Ólafur K. Nielsen segir að bóndinn hafi verið orðinn þreyttur á rápi manna á landareign sinni sem sóttu í fálkaegg. „Hann og nágranni hans lýstu því yfir í heyranda hljóð að þeir myndu setja upp öryggismyndavélar. Þeir gerðu það og þá komust upp ungar þarna í fyrsta skipti í tíu eða fimmtán ár. Þetta var 2015 og síðan komust upp ungar aftur 2016 á sama óðali,“ segir Ólafur. Hann segir að sú myndavél hafi ekki verið sett upp við hreiðrið sjálft heldur við gönguleið að hreiðrinu.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Grunar að enn sé herjað á hreiður fálka Vísbendingar eru um að eggjaþjófar séu enn að spilla fyrir varpi fálka. Skilja hænuegg eftir til að villa um fyrir fuglinum og fá hann til að liggja lengur á. „Eitthvað sem á ekki að líðast,“ segir fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. 4. apríl 2018 06:00