Læknir Hvíta hússins dregur sig í hlé í skugga ásakana um misferli 26. apríl 2018 12:50 Jackson vakti töluverða athygli þegar hann lofaði heilsu og gen Trump forseta í janúar. Vísir/AFP Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum. Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum.
Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58