Læknir Hvíta hússins dregur sig í hlé í skugga ásakana um misferli 26. apríl 2018 12:50 Jackson vakti töluverða athygli þegar hann lofaði heilsu og gen Trump forseta í janúar. Vísir/AFP Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum. Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum.
Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58