Læknir Hvíta hússins dregur sig í hlé í skugga ásakana um misferli 26. apríl 2018 12:50 Jackson vakti töluverða athygli þegar hann lofaði heilsu og gen Trump forseta í janúar. Vísir/AFP Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum. Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Uppljóstranir um fjölda ásakana á hendur lækni Hvíta hússins sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi sem ráðherra málefna uppgjafarhermanna urðu til þess að hann hætti við að gefa kost á sér í dag. Læknirinn hefur verið sakaður um áfengisdrykkju í vinnunni og óviðeigandi hegðun af ýmsu tagi. Ronny Jackson, sem hefur verið læknir Bandaríkjaforseta síðustu tólf árin, var óvænt tilnefndur til að stýra ráðuneyti málefna uppgjafarhermanna þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu af slíkum stjórnunarstörfum. Ráðuneytið er næststærsta alríkisstofnun Bandaríkjanna með fleiri en 360.000 starfsmenn. Tilnefning Jackson var því umdeild frá upphafi. Ekki bætti úr skák þegar fregnir bárust af meintu misferli hans í starfi. Hann var sakaður um að hafa verið drukkinn í vinnunni, misfarið með ópíóíði og borið ábyrgð á fjandsamlegu starfsumhverfi þar sem undirmenn hans óttuðust hefndaraðgerðir. Demókratar í þingnefnd sem fjallar um málefni uppgjafarhermanna birtu ásakanirnar opinberlega en þær byggja á viðtölum við núverandi og fyrrverandi starfsmenn læknaliðs Hvíta hússins.Skemmdi bíl þegar hann ók fullur Í yfirlýsingu í dag hafnaði Jackson ásökununum og sagði þær tóman uppspuna. Þær hafi hins vegar orðið að truflun fyrir forsetann og þau mikilvægu mál sem hann þyrfti að sinna. Því gæfi hann ekki lengur kost á sér til að gegn ráðherraembættinu, að því er segir í frétt New York Times. Í tveggja blaðsíðna skjali demókrata kom fram að Jackson hefði meðal annars ítrekað skrifað upp á lyfseðilsskyld lyf til fólks án þess að þekkja til sjúkrasögu þess, hann hefði skrifað upp á lyf fyrir sjálfan sig auk þess að gera samstarfsmönnum sínum lífið leitt. Jackson á meðal annars að hafa skemmt bíl í eigu alríkisstjórnarinnar þegar hann ók fullur eftir samkvæmi og þá er hann sakaður um að hafa verið drukkinn og barið á dyr hótelherbergis samstarfskonu síðla nætur í vinnuferð erlendis. Svo mikill var hávaðinn að leyniþjónustan er sögð hafa skorist í leikinn af ótta við að Jackson myndi vekja Barack Obama, þáverandi forseta, að sögn CNN. Hvíta húsið hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir að gera enga bakgrunnskönnun á Jackson áður en Trump tilnefndi hann. Þingnefndin sem fjallaði um tilnefningu hans stöðvaði ferlið til að rannsaka ásakanirnar gegn honum sem kom fljótt á daginn þegar byrjað var að skoða bakgrunn Jackson. Engu að síður brást Trump reiður við því að Jackson hafi þurft frá að hverfa. Spáði hann því að John Tester, oddviti demókrata í þingnefndinni, myndi greiða mótspyrnu sína dýru verði í kosningum.
Tengdar fréttir Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15 Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35 Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Donald Trump: Ekki vitsmunalega skertur, en á mörkum offitu Læknir Hvíta hússins gerði nákvæma vitsmuna-rannsókn á forseta Bandaríkjanna og segist ekki hafa áhyggjur af vitsmunalegri getu hans. 16. janúar 2018 23:15
Læknir Trump tekur við ráðherrastöðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, rak í dag enn einn ráðherra úr ríkisstjórn sinni. 28. mars 2018 22:35
Donald Trump við hestaheilsu Læknisskoðunin fór fram í Bethesda í Maryland-ríki á föstudag og stóð yfir í þrjár klukkustundir. 13. janúar 2018 22:58