Óður til óvæntu möguleikanna í lífinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 09:00 Melkorka Tekla segir mikilvægt að vera trúr kjarnanum þegar leikrit er unnið upp úr skáldsögu. Vísir/anton „Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri var á höttunum eftir áhugaverðum sögum úr reynsluheimi kvenna, verki sem byði upp á góð hlutverk fyrir konur og þá rak þessa skáldsögu, Svartalogn, á fjörur okkar. Okkur fannst báðum bókin mjög áhugaverð,“ segir Melkorka Tekla um tildrög þess að leikgerð hennar af skáldsögunni Svartalogni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur verður frumsýnd á morgun í Þjóðleikhúsinu. Þótt konur séu í helstu hlutverkum í Svartalogni er Melkorka þess fullviss að saga aðalpersónunnar Flóru höfði bæði til kvenna og karla. „Verkið fjallar í grunninn um það sem margir óttast – að eldast, missa vinnuna og detta út úr öllu. Karlmenn þekkja auðvitað slíkan ótta líka,“ útskýrir hún og lýsir aðstæðum Flóru í upphafi verksins. „Flóra hefur misst atvinnuna, hún er nýlega skilin, börnin eru uppkomin og henni finnst hún hafa tapað öllu sem áður gaf lífi hennar tilgang. Hún sekkur niður í þunglyndi. Þar að auki lendir hún í mjög dramatískum aðstæðum þegar hún er allt í einu komin til Vestfjarða í rosaleg snjóþyngsli og vetrarmyrkur og búin að fá það verkefni að mála gamalt hús að innan sem er alls ekki hennar starfsvettvangur, konu sem hefur unnið við bókhald og fjármál í Reykjavík.“Elva Ósk Ólafsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir Mynd/ÞjóðleikhúsiðÞað sem einkum heillaði Melkorku við söguna, að eigin sögn, var að þótt verkið fjalli um erfiðleika og hindranir er það í raun óður til óvæntu möguleikanna í lífinu og þess sem manneskjur geta gefið hver annarri þegar þær kynnast og vinátta skapast. Í hinu vestfirska sjávarþorpi kynnist Flóra fólki sem hefur góð áhrif á hana og hún endurgeldur því í sömu mynt. „Með því að kynnast Flóru uppgötva konur í bænum sem hafa mátt þola höfnun og ofbeldi styrkleika sína þannig að líf þeirra fer í nýjan farveg. Það finnst mér svo fagurt, því öll búum við yfir styrkleikum á einhverjum sviðum, það er bara spurningin um að finna þá og rækta. Flóra er á yfirborðinu ósköp venjuleg kona og það er svolítið óalgengt með aðalpersónur í skáldsögum, en fyrir vikið verður þetta verk svo nálægt okkur.“ Melkorka segir marga skemmtilega karaktera í þorpinu og lýsir nokkrum þeirra sem við sögu koma. „Þarna er kona sem er ástríðufullt tónskáld sem hefur ekki notið sannmælis sem listamaður, Flóru finnst nauðsynlegt að fleiri fái að kynnast tónlistinni hennar. Svo uppgötvar Flóra einstakar söngraddir tveggja ungra, pólskra verkakvenna sem báðar hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og sorg og önnur þeirra er föst í ofbeldissambandi. Ein eldri kona sem er gömul rauðsokka og kommúnisti setur líka svip á verkið og þar eru auðvitað líka skemmtilegir karlar.“ Melkorka segir mikilvægt að vera trúr kjarnanum þegar leikrit er unnið upp úr skáldsögu.„En það verður líka að þjappa efninu saman og finna ákveðnum þáttum bókarinnar nýtt form. Kristín Marja gaf mér frelsi svo efnið gæti notið sín á leiksviði.“ Tónlistin í verkinu er frumsamin af Óskarsverðlaunahafanum Markétu Irglová, sem er tékknesk en búsett hér á landi, og sambýlismanni hennar og barnsföður Sturlu Mio Þórissyni upptökustjóra. „Í leikritinu hefur tónskáldið Petra samið sönglagaflokk við ljóð skáldkvenna sem fæddust á 19. öldinni. Í sýningunni eru fjögur ný lög við ljóð íslenskra kvenna og einnig mikið af annarri áhrifamikilli tónlist. Verkið hverfist líka um það hvernig tónlist tengir fólk saman og verður til þess að allar þessar konur eflast og kynnast sjálfum sér upp á nýtt.“En heldur Melkorka að hún fái nokkurn einasta karlmann á þessa sýningu? „Sko. Margt af því sem kemur fram í Svartalogni eru hlutir sem karlmenn eru líka að glíma við og svo hef ég trú á því að í verkinu gefist karlmönnum spennandi tækifæri til að fá innsýn í aðstæður kvenna. Samskipti kvennanna í verkinu eru flókin og átakaþrungin og þar gengur á ýmsu. Karlpersónurnar í verkinu eru allar áhugaverðar, sumar þrælskemmtilegar, aðrar ógnvekjandi og slegnar óhugnanlegri blindu.“ Nú er komið að því að telja upp þá sem bera sýninguna uppi. Leikstjórinn er Hilmir Snær Guðnason og Flóru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Edda Arnljótsdóttir túlkar ástríðufulla tónskáldið Petru og Ragnheiður Steindórsdóttir skörunginn Guðrúnu. „Snæfríður Ingvarsdóttir og Ester Thalía Casey leika pólsku verkakonurnar og ég fékk pólska konu, Ewu Marcinek, sem er ljóðskáld og býr hér á Íslandi, til að hjálpa mér að móta texta þeirra og framburð. Svo syngja þær líka fallega. Pálmi Gestsson leikur Jóhannes verkstjóra, Pálmi er frá Bolungarvík og þekkir fyrirmyndirnar vel. Hallgrímur Ólafsson leikur ólánsmanninn Krumma og Baldur Trausti Hreinsson leikur Martein, Íslending sem býr í Þýskalandi en kemur við sögu með óvæntum hætti. Auk þess eru í leikgerðinni tvær persónur, holdgervingar hugsana Flóru, fyrrverandi vinnufélagar hennar, og þessar persónur leika Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson.“Hefur bókarhöfundurinn Kristín Marja fylgst með æfingum? „Eins og ég sagði áðan gaf hún mér mikið frelsi og það var mér mjög dýrmætt. Hún las handritið og leist vel á það. Svo var hún erlendis á æfingatímanum en hefur kíkt til okkar síðustu daga.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri var á höttunum eftir áhugaverðum sögum úr reynsluheimi kvenna, verki sem byði upp á góð hlutverk fyrir konur og þá rak þessa skáldsögu, Svartalogn, á fjörur okkar. Okkur fannst báðum bókin mjög áhugaverð,“ segir Melkorka Tekla um tildrög þess að leikgerð hennar af skáldsögunni Svartalogni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur verður frumsýnd á morgun í Þjóðleikhúsinu. Þótt konur séu í helstu hlutverkum í Svartalogni er Melkorka þess fullviss að saga aðalpersónunnar Flóru höfði bæði til kvenna og karla. „Verkið fjallar í grunninn um það sem margir óttast – að eldast, missa vinnuna og detta út úr öllu. Karlmenn þekkja auðvitað slíkan ótta líka,“ útskýrir hún og lýsir aðstæðum Flóru í upphafi verksins. „Flóra hefur misst atvinnuna, hún er nýlega skilin, börnin eru uppkomin og henni finnst hún hafa tapað öllu sem áður gaf lífi hennar tilgang. Hún sekkur niður í þunglyndi. Þar að auki lendir hún í mjög dramatískum aðstæðum þegar hún er allt í einu komin til Vestfjarða í rosaleg snjóþyngsli og vetrarmyrkur og búin að fá það verkefni að mála gamalt hús að innan sem er alls ekki hennar starfsvettvangur, konu sem hefur unnið við bókhald og fjármál í Reykjavík.“Elva Ósk Ólafsdóttir og Snæfríður Ingvarsdóttir Mynd/ÞjóðleikhúsiðÞað sem einkum heillaði Melkorku við söguna, að eigin sögn, var að þótt verkið fjalli um erfiðleika og hindranir er það í raun óður til óvæntu möguleikanna í lífinu og þess sem manneskjur geta gefið hver annarri þegar þær kynnast og vinátta skapast. Í hinu vestfirska sjávarþorpi kynnist Flóra fólki sem hefur góð áhrif á hana og hún endurgeldur því í sömu mynt. „Með því að kynnast Flóru uppgötva konur í bænum sem hafa mátt þola höfnun og ofbeldi styrkleika sína þannig að líf þeirra fer í nýjan farveg. Það finnst mér svo fagurt, því öll búum við yfir styrkleikum á einhverjum sviðum, það er bara spurningin um að finna þá og rækta. Flóra er á yfirborðinu ósköp venjuleg kona og það er svolítið óalgengt með aðalpersónur í skáldsögum, en fyrir vikið verður þetta verk svo nálægt okkur.“ Melkorka segir marga skemmtilega karaktera í þorpinu og lýsir nokkrum þeirra sem við sögu koma. „Þarna er kona sem er ástríðufullt tónskáld sem hefur ekki notið sannmælis sem listamaður, Flóru finnst nauðsynlegt að fleiri fái að kynnast tónlistinni hennar. Svo uppgötvar Flóra einstakar söngraddir tveggja ungra, pólskra verkakvenna sem báðar hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika og sorg og önnur þeirra er föst í ofbeldissambandi. Ein eldri kona sem er gömul rauðsokka og kommúnisti setur líka svip á verkið og þar eru auðvitað líka skemmtilegir karlar.“ Melkorka segir mikilvægt að vera trúr kjarnanum þegar leikrit er unnið upp úr skáldsögu.„En það verður líka að þjappa efninu saman og finna ákveðnum þáttum bókarinnar nýtt form. Kristín Marja gaf mér frelsi svo efnið gæti notið sín á leiksviði.“ Tónlistin í verkinu er frumsamin af Óskarsverðlaunahafanum Markétu Irglová, sem er tékknesk en búsett hér á landi, og sambýlismanni hennar og barnsföður Sturlu Mio Þórissyni upptökustjóra. „Í leikritinu hefur tónskáldið Petra samið sönglagaflokk við ljóð skáldkvenna sem fæddust á 19. öldinni. Í sýningunni eru fjögur ný lög við ljóð íslenskra kvenna og einnig mikið af annarri áhrifamikilli tónlist. Verkið hverfist líka um það hvernig tónlist tengir fólk saman og verður til þess að allar þessar konur eflast og kynnast sjálfum sér upp á nýtt.“En heldur Melkorka að hún fái nokkurn einasta karlmann á þessa sýningu? „Sko. Margt af því sem kemur fram í Svartalogni eru hlutir sem karlmenn eru líka að glíma við og svo hef ég trú á því að í verkinu gefist karlmönnum spennandi tækifæri til að fá innsýn í aðstæður kvenna. Samskipti kvennanna í verkinu eru flókin og átakaþrungin og þar gengur á ýmsu. Karlpersónurnar í verkinu eru allar áhugaverðar, sumar þrælskemmtilegar, aðrar ógnvekjandi og slegnar óhugnanlegri blindu.“ Nú er komið að því að telja upp þá sem bera sýninguna uppi. Leikstjórinn er Hilmir Snær Guðnason og Flóru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir. Edda Arnljótsdóttir túlkar ástríðufulla tónskáldið Petru og Ragnheiður Steindórsdóttir skörunginn Guðrúnu. „Snæfríður Ingvarsdóttir og Ester Thalía Casey leika pólsku verkakonurnar og ég fékk pólska konu, Ewu Marcinek, sem er ljóðskáld og býr hér á Íslandi, til að hjálpa mér að móta texta þeirra og framburð. Svo syngja þær líka fallega. Pálmi Gestsson leikur Jóhannes verkstjóra, Pálmi er frá Bolungarvík og þekkir fyrirmyndirnar vel. Hallgrímur Ólafsson leikur ólánsmanninn Krumma og Baldur Trausti Hreinsson leikur Martein, Íslending sem býr í Þýskalandi en kemur við sögu með óvæntum hætti. Auk þess eru í leikgerðinni tvær persónur, holdgervingar hugsana Flóru, fyrrverandi vinnufélagar hennar, og þessar persónur leika Birgitta Birgisdóttir og Snorri Engilbertsson.“Hefur bókarhöfundurinn Kristín Marja fylgst með æfingum? „Eins og ég sagði áðan gaf hún mér mikið frelsi og það var mér mjög dýrmætt. Hún las handritið og leist vel á það. Svo var hún erlendis á æfingatímanum en hefur kíkt til okkar síðustu daga.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira