Í vikunni valt bíll á Garðvegi á vestanverðu Reykjanesi þar sem bifreiðin fór eina og hálfa veltu áður en hún staðnæmdist á hliðinni. Umferðaróhapp varð einnig á sama vegi, þar sem að ökumaður virti ekki biðskyldumerki og ók á aðra bifreið sem ekið var eftir Garðvegi. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglu.
Einnig kom fram að ökumaður sem var á ferð við Skógarbraut í Reykjanesbæ endaði á hlið ofan í skurði við hlið vegarins eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni. Svipaða sögu er að segja af bifreið sem lenti utan vegar á Grindavíkurvegi. Að lokum varð árekstur við Stekk þar sem ökumaðurinn sem talinn er hafa valdið af honum ók á brott án þess að skeyta um hinn ökumanninn.
Ekki munu hafa orðið nein alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum.

