Dean Martin hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss í Inkasso deild karla. Félagið tilkynnti ráðningu hans á blaðamannafundi í hádeginu.
Gunnar Borgþórsson lét af störfum sem þjálfari Selfoss á föstudagskvöld eftir tap gegn ÍR í fallslag á fimmtudaginn.
Martin gerði samning við Selfyssinga út tímabilið. Hans síðasta þjálfarastarf var aðstoðarþjálfari hjá kínverska kvennalandsliðinu þegar Sigurður Ragnar Eyjólfsson var aðalþjálfari. Martin hætti hjá kínverska sambandinu þegar Sigurði var sagt upp störfum í vor.
Næsti leikur Selfyssinga er gegn toppliði HK á miðvikudag. HK hefur enn ekki tapað leik í deildinni.
Íslenski boltinn