Undrun og reiði vegna ávarps forseta danska þingsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. júlí 2018 10:44 Ávarp forseta danska þingsins á hátíðarfundi hefur vakið bæði undrun og reiði á meðal Íslendinga. Samsett mynd Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, flytur ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á hátíðarþingfundi, í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslands, sem haldinn verður á Þingvöllum í dag og hefst klukkan tvö. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Síðan Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, tilkynnti um ráðstöfunina í ræðustól á Alþingi hefur borið á mikilli óánægju. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, fjallaði um ræðumanninn umdeilda á bloggsíðu sinni og sagði Piu varpa skugga á hátíðina. Hún sé stjórnmálamaður af því tagi sem Íslendingar vilji sjá sem minnst af og bætir við að Danir geri okkur lítinn greiða með því að „magna upp þessa sendingu til okkar“.„Svona færast mörkin til“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, varar við þessari þróun. Á Facebooksíðu sinni spyr hún hvar mörkin séu hjá Íslendingum. „Svona færast mörkin til. Rasistar komast í þjóðþing, þeir komast í oddastöðu og þar af leiðandi í ríkisstjórn, þeir verða forsetar þingsins og íslenska þingið býður forseta danska þingsins að ávarpa hið íslenska. Rasisti ávarpar okkur á hátíðarfundi. Rasistar eru orðnir húsum hæfir og við erum samsek.“Segir Piu líkjast Trump Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, segir að það skjóti skökku við að íslenskir stjórnmálamenn fárist yfir framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna en finnist í lagi að bjóða Piu til landsins til að flytja ávarp á hátíðarfundi. Íslenskir stjórnmálamenn ætli þannig að „hlýða á einn fremsta verkefnastjóra úr framvarðasveit Evrópska rasisma-og mannhatursverkefnisins í tilefni fullveldisafmælisins en pólitísk meginstraums velgengni Piu hefur blásið innflytjendahöturum og múslimafóbum um alla veröld baráttuanda í brjóst.“Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags segir að það sé samhljómur í skoðunum Trumps og Piu.Fréttablaðið/Ernir eyjólfssonHún segir að það séu heilmikil líkindi með Trump og Piu. „Firringin er algjör. Og skorturinn á samhengi er algjör. Fær um að fyrirlíta einn vondan kall en algjörlega ófær um að taka upplýsta prinsip afstöðu gegn óvinum alþýðunnar […]“.Niðurlægjandi og út í hött að Pia skuli hafa verið valin Grímur Atlason, tónleikahaldari, var einnig í hópi þeirra sem lögðu orð í belg á samfélagsmiðlum vegna Piu. Í pistli á Facebook segir Grímur að það sé nöturlegt að hugsa til þess að Pia flytji hátíðarræðu vegna 100 ára afmælis fullveldisins. Það sé bæði niðurlægjandi og út í hött að hafa falið hana til verksins. „Hún stendur fyrir allt það sem ég fyrirlít mest í þessum heimi,“ segir Grímur.Segir Piu vera talskonu fordóma og mannhaturs Þórunn Ólafsdóttir, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkur, skrifaði nokkur tíst um Piu af þessu tilefni. „Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar?“ spyr Þórunn. „Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomna óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.“Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar? Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomlega óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) July 17, 2018 Viðar Þorsteinsson hefur áhyggjur af því hvaða skilaboð sé verið senda til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.Jóhannes GunnarssonÓskar eftir nánari upplýsingum Þá sendi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn um málið. Hann deildi síðan bréfinu með vinum sínum á Facebook. Í bréfinu óskar hann eftir upplýsingum um það hver hefði tekið þá ákvörðun að bjóða Piu hlutverkið og þá óskar hann jafnframt eftir upplýsingum um rökstuðning sem að baki ákvörðuninni liggur. „Til útskýringar á erindi mínu vil ég koma því á framfæri að Pia Kjærsgaard hefur um langt skeið verið í fararbroddi þeirra stjórnmálaafla sem hafa alið á hatri sundrungu og fordómum meðal borgara í Evrópuríkjum. Kjærsgaard hefur gert einstaklinga með brúnan húðlit og sem uppruna eiga utan Vestur-Evrópu að sérstökum skotspón sínum og hefur flokkur hennar, Danske folkeparti, beitt sér svo markvisst í þeim efnum að eftirtekt hefur vakið um allan heim.“ Viðar spyr hvaða skilaboðum sé verið að koma áfram, með þessu, til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra. Alþingi Tengdar fréttir Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, flytur ávarp fyrir hönd dönsku þjóðarinnar á hátíðarþingfundi, í tilefni af hundrað ára fullveldisafmæli Íslands, sem haldinn verður á Þingvöllum í dag og hefst klukkan tvö. Pia stofnaði danska þjóðarflokkinn árið 1995 auk þess sem hún var formaður flokksins frá stofnun til ársins 2012. Pia er umdeildur stjórnmálamaður og ekki síst vegna framgöngu sinnar í innflytjendamálum og baráttu gegn fjölmenningu og íslam. Síðan Steingrímur J. Sigfússon, forseti alþingis, tilkynnti um ráðstöfunina í ræðustól á Alþingi hefur borið á mikilli óánægju. Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, fjallaði um ræðumanninn umdeilda á bloggsíðu sinni og sagði Piu varpa skugga á hátíðina. Hún sé stjórnmálamaður af því tagi sem Íslendingar vilji sjá sem minnst af og bætir við að Danir geri okkur lítinn greiða með því að „magna upp þessa sendingu til okkar“.„Svona færast mörkin til“ Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, varar við þessari þróun. Á Facebooksíðu sinni spyr hún hvar mörkin séu hjá Íslendingum. „Svona færast mörkin til. Rasistar komast í þjóðþing, þeir komast í oddastöðu og þar af leiðandi í ríkisstjórn, þeir verða forsetar þingsins og íslenska þingið býður forseta danska þingsins að ávarpa hið íslenska. Rasisti ávarpar okkur á hátíðarfundi. Rasistar eru orðnir húsum hæfir og við erum samsek.“Segir Piu líkjast Trump Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, segir að það skjóti skökku við að íslenskir stjórnmálamenn fárist yfir framgöngu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna en finnist í lagi að bjóða Piu til landsins til að flytja ávarp á hátíðarfundi. Íslenskir stjórnmálamenn ætli þannig að „hlýða á einn fremsta verkefnastjóra úr framvarðasveit Evrópska rasisma-og mannhatursverkefnisins í tilefni fullveldisafmælisins en pólitísk meginstraums velgengni Piu hefur blásið innflytjendahöturum og múslimafóbum um alla veröld baráttuanda í brjóst.“Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar, stéttarfélags segir að það sé samhljómur í skoðunum Trumps og Piu.Fréttablaðið/Ernir eyjólfssonHún segir að það séu heilmikil líkindi með Trump og Piu. „Firringin er algjör. Og skorturinn á samhengi er algjör. Fær um að fyrirlíta einn vondan kall en algjörlega ófær um að taka upplýsta prinsip afstöðu gegn óvinum alþýðunnar […]“.Niðurlægjandi og út í hött að Pia skuli hafa verið valin Grímur Atlason, tónleikahaldari, var einnig í hópi þeirra sem lögðu orð í belg á samfélagsmiðlum vegna Piu. Í pistli á Facebook segir Grímur að það sé nöturlegt að hugsa til þess að Pia flytji hátíðarræðu vegna 100 ára afmælis fullveldisins. Það sé bæði niðurlægjandi og út í hött að hafa falið hana til verksins. „Hún stendur fyrir allt það sem ég fyrirlít mest í þessum heimi,“ segir Grímur.Segir Piu vera talskonu fordóma og mannhaturs Þórunn Ólafsdóttir, handhafi mannréttindaverðlauna Reykjavíkur, skrifaði nokkur tíst um Piu af þessu tilefni. „Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar?“ spyr Þórunn. „Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomna óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.“Á morgun flytur valdamikil talskona fordóma og mannhaturs hátíðarræðu á Þingvöllum. Hvers vegna er verið að gefa svona einstaklingum meira pláss en þeir hafa nú þegar? Nákvæmlega þannig normalíserum við fullkomlega óásættanleg viðhorf og hegðun sem við ættum að hafna með öllu.— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) July 17, 2018 Viðar Þorsteinsson hefur áhyggjur af því hvaða skilaboð sé verið senda til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.Jóhannes GunnarssonÓskar eftir nánari upplýsingum Þá sendi Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags, Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, fyrirspurn um málið. Hann deildi síðan bréfinu með vinum sínum á Facebook. Í bréfinu óskar hann eftir upplýsingum um það hver hefði tekið þá ákvörðun að bjóða Piu hlutverkið og þá óskar hann jafnframt eftir upplýsingum um rökstuðning sem að baki ákvörðuninni liggur. „Til útskýringar á erindi mínu vil ég koma því á framfæri að Pia Kjærsgaard hefur um langt skeið verið í fararbroddi þeirra stjórnmálaafla sem hafa alið á hatri sundrungu og fordómum meðal borgara í Evrópuríkjum. Kjærsgaard hefur gert einstaklinga með brúnan húðlit og sem uppruna eiga utan Vestur-Evrópu að sérstökum skotspón sínum og hefur flokkur hennar, Danske folkeparti, beitt sér svo markvisst í þeim efnum að eftirtekt hefur vakið um allan heim.“ Viðar spyr hvaða skilaboðum sé verið að koma áfram, með þessu, til Íslendinga af erlendum uppruna og barna þeirra.
Alþingi Tengdar fréttir Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02 Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Umferðarstjórnun á Þingvöllum vegna hátíðarfundar Vegna hátíðarfundar á Þingvöllum sem haldinn er til að marka 100 ára afmæli fullveldisins Íslands verður umferð stýrt á og við Þingvelli í dag. 18. júlí 2018 10:02
Hátíðarþingfundurinn einkennist af valdhroka og sýndarmennsku Stjórnarskrárfélagið segir hátíðarþingfund Alþingis, sem fram fer á Þingvöllum í dag, einkennast af valdhroka og sýndarmennsku. 18. júlí 2018 06:27
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30