Ferðaþjónustan er komin að þolmörkum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 18. júlí 2018 08:00 "Við höfum þurft að segja upp fólki, því miður, en miðað við fjölda starfsmanna Iceland Travel er það ekki stór hópur. Við höfum einnig ekki ráðið í staðinn fyrir þá starfsmenn sem hafa hætt hjá okkur að eigin frumkvæði,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Gengisstyrking krónu og hækkandi launakostnaður hefur knúið Iceland Travel til að hækka verð á ferðum á hverju ári en nú er komið að þolmörkum. Það er 20-30 prósenta samdráttur í bókunum í sumar,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Iceland Travel annast móttöku erlendra ferðamanna og er í eigu Icelandair Group. „Skýringin er einföld. Viðskiptavinir okkar, sem eru að mestu erlendar ferðaskrifstofur, segja að Ísland sé orðið of dýr áfangastaður. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er svona sterkt og senda ferðamenn þess í stað til Noregs, Norður-Svíþjóðar og Finnlands,“ segir hann. Iceland Travel er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis, að hans sögn, en það velti um 13 milljörðum króna í fyrra. „Við erum með markaðsstarf um allan heim. Við þjónustum fyrst og fremst erlendar ferðaskrifstofur en höfum verið að færa okkur á neytendamarkað og ætlum að gera okkur gildandi á því sviði. Við bjóðum einnig ráðstefnu- og hvataferðir og fyrir þremur árum stofnuðum við vörumerkið Nine Worlds sem þjónustar fágætisferðamenn [lúxusferðamennsku, innskot blm.]. Þessu til viðbótar erum við með öfluga þjónustu fyrir skemmtiferðaskip sem sigla til landsins,“ segir Hörður. Fram kom í afkomuviðvörun Icelandair Group fyrir skemmstu að töluverðar afbókanir hefðu verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem myndi valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. „Sennilega áttu um 80 prósent af okkar farþegum sem hafa afbókað að fljúga með Icelandair. Iceland Travel er hins vegar ekki stórt á mælikvarða Icelandair Group.“Afkoman verður í járnumHvernig verður afkoman á þessu ári? „Hún verður í járnum. Við gerum ráð fyrir að spýta í lófana á seinni hluta ársins. Við erum að leggja drög að okkar sóknarleik og munum snúa stöðunni við. Það er engan bilbug á okkur að finna. Það eru sóknarfæri víða, til dæmis í hvataferðum og fágætisferðamennsku, auk þess sem við verðum að laga aðrar ferðir betur að markaðnum.“ Aðalverkefnið í ferðaþjónustu um þessar mundir sé að hagræða og meðal annars nýta stafræna tækni í meira mæli til þess. „Við erum rétt að byrja á þessari stafrænu vegferð.“Hvernig hafið þið brugðist við breyttu landslagi? „Við vinnum stöðugt að því að finna samstarfsgrundvöll með birgjum og við erum í stöðugri vöruþróun. Samdrátturinn nú er fyrst og fremst vegna þess að ferðamenn stytta dvöl sína. Nú kjósa margir viðskiptavinir helst að ferðast um suðvesturhornið og Suðurlandið í styttri ferðum.Hörður telur ólíklegt að veðrið hafi haft áhrif á komur ferðamanna.Vísir/STEFánÞað þarf einnig að taka tillit til samsetningar ferðamanna. Það er aukinn áhugi á Íslandi á meðal ferðamanna frá Norður-Ameríku og Asíu og þetta fólk fær styttri frí en Evrópubúar. Þetta skiptir allt máli.“Hafið þið þurft að segja upp fólki til að bregðast við breyttum aðstæðum? „Við höfum þurft að segja upp fólki, því miður, en miðað við fjölda starfsmanna Iceland Travel er það ekki stór hópur. Við höfum einnig ekki ráðið í staðinn fyrir þá starfsmenn sem hafa hætt hjá okkur að eigin frumkvæði. Starfsmennirnir eru nú 170.“Segðu mér frá breyttu landslagi í ferðaþjónustu.„Vöxturinn hefur verið alltof hraður á undanförnum árum. Breytt landslag má fyrst og fremst rekja til þess að krónan hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Samhliða því hafa laun og tilkostnaður hækkað gríðarlega. Þegar krónan var veikari studdi hún við bætta samkeppnistöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Nú þegar krónan er sterkari hefur það þau áhrif að ferðamenn stytta dvöl sína. Iceland Travel hefur ávallt skipulagt ferðir hringinn í kringum landið.“„Áður fyrr fóru ferðamenn hringinn á 10-15 dögum. Þeir stoppuðu víða og skoðuðu landið gaumgæfilega. Nú ferðast þeir einkum um Suðurlandið á 4-6 dögum.“ „Landsbyggðin fer því einna verst út úr breyttu ferðamynstri. Verkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu er að mæta breyttri hegðun ferðamanna með breyttu vöruframboði sem er þá einkum styttri ferðir, sem eru á kostnað landsbyggðarinnar. Það munu áfram koma hópar til landsins og því eru mikil tækifæri fram undan fyrir okkur.“ Hvað finnst ferðamönnum um þetta vota og dapra sumar okkar? „Við fylgjumst grannt með ánægju okkar gesta og það er gaman að geta sagt frá því ferðamenn eru mjög ánægðir með Ísland og þá upplifun sem landið hefur upp á að bjóða. Við kynnum ekki Ísland sem sólarland heldur land með ægifagurri náttúru, heillandi menningu og stað sem hefur fjölmarga afþreyingarmöguleika.“Ferðamenn halda nú helst á Suðurland, þar sem meðal annars Reynifjöru er að finna.Vísir/vilhelmSkapast rými fyrir hvataferðir Talið berst að hvataferðum. „Þær hafa gengið ágætlega í ár og hafa staðist áætlanir. Við sjáum jafnvel vöxt á þeim vettvangi jafnvel þótt aðrir markaðir hafi gefið eftir. Það sem hefur háð þeim markaði á undan förnum árum er hve gistirými hefur verið takmarkað, sérstaklega yfir háönn fyrir stóra hópa. Það var flöskuhálsinn því hótelin hafa verið uppbókuð. Nú er hins vegar samdráttur í skipulögðum hópferðum og því hefur skapast rými fyrir stærri hvataferðahópa. Við getum loksins svarað kalli markaðarins. Það eru nokkur hótel sem eru með yfir 200 herbergi og geta tekið við þessum gestum. Almennt séð eru þetta fjögurra stjörnu hótel og þau eru allnokkur hérlendis. Sá hópur er ágætlega borgandi og kýs hátt þjónustustig.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að samkvæmt samantekt Iceland Luxury, sem er meðal annars í eigu Icelandair Group, Bláa lónsins og Landsbankans, eru tekjur af ferðamanni í lúxusferð hérlendis að meðaltali sexfalt meiri á gistinótt en af hefðbundnum ferðamönnum. Slíkir fágætisferðamenn eyði um 200 þúsund krónum á dag en hefðbundnir ferðamenn 34.500 krónum með flugi og gistingu. Þeir gista þó skemur hér á landi. Tíu starfsmenn Nine Worlds þjóna lúxusferðamönnum „Við stofnuðum Nine Worlds fyrir röskum þremur árum sem þjónustar fágætisferðamenn. Í upphafi vorum við með einn og hálfan starfsmann í vinnu en nú eru þeir orðnir tíu. Við byrjuðum á núlli og reksturinn hefur gengið prýðilega,“ segir Hörður. „Sá markaður er duttlungafullur og tekur ákvarðanir um komu með skömmum fyrirvara. Mögulega er beðið um tilboð í dag og þeir vilja koma í næstu viku.“Óttast þú launaskrið í ferðaþjónustu í komandi kjaraviðræðum? „Nei. Rekstrarskilyrði í ferðaþjónustu hafa verið erfið síðustu tvö ár með vaxtarverkjum og styrkingu krónunnar, það er því þörf á meiri hagræðingu í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Laun í ferðaþjónustu eru komin að þolmörkum. Það væri ekki nema aðrar atvinnugreinar geti boðið mun betur en við. Vinnuafl fer þangað sem best er boðið hverju sinni.“ Iceland Travel og rútufyrirtækið Gray Line skoðuðu sameiningu sem hætt var við. Hafið þið áhuga á að taka þátt í yfirvofandi samrunum í ferðaþjónustu?„Það kann vel að vera. Það er mikilvægt að vera opinn fyrir því ef tækifærið kemur. Núna er fókusinn fyrst og fremst á að gera betur í rekstrinum.“ Eru líkur á að ferðamönnum til Íslands muni fækka vegna dýrtíðar? „Það þarf ekki að vera en samsetning ferðamanna gæti breyst. Eins og áður hefur komið fram hefur dvalartími þeirra styst og þeir eyða minna. En ferðamenn hafa enn áhuga á að heimsækja landið. Vefurinn okkar er gríðarlega mikið notaður og 170 þúsund manns fylgja okkur á samfélagsmiðlinum Instagram. Rúmlega 40 þúsund manns fylgja okkur á Facebook. Það er því mikill áhugi á Íslandi og enn eru mikil tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu.“ Hvernig hefur rekstur Iceland Travel gengið? „Rekstur hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við höfum vaxið um 20-30 prósent á ári í takt við aukinn ferðamannstraum til landsins. Sá vöxtur var ekki nógu arðbær á árunum 2016 og 2017. Það má rekja til mikils álags og of mikils vaxtar. Það vantaði jafnvægi í reksturinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
„Gengisstyrking krónu og hækkandi launakostnaður hefur knúið Iceland Travel til að hækka verð á ferðum á hverju ári en nú er komið að þolmörkum. Það er 20-30 prósenta samdráttur í bókunum í sumar,“ segir Hörður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Iceland Travel annast móttöku erlendra ferðamanna og er í eigu Icelandair Group. „Skýringin er einföld. Viðskiptavinir okkar, sem eru að mestu erlendar ferðaskrifstofur, segja að Ísland sé orðið of dýr áfangastaður. Ferðaskipuleggjendur hafa margir hverjir ákveðið að hvíla Ísland á meðan gengið er svona sterkt og senda ferðamenn þess í stað til Noregs, Norður-Svíþjóðar og Finnlands,“ segir hann. Iceland Travel er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hérlendis, að hans sögn, en það velti um 13 milljörðum króna í fyrra. „Við erum með markaðsstarf um allan heim. Við þjónustum fyrst og fremst erlendar ferðaskrifstofur en höfum verið að færa okkur á neytendamarkað og ætlum að gera okkur gildandi á því sviði. Við bjóðum einnig ráðstefnu- og hvataferðir og fyrir þremur árum stofnuðum við vörumerkið Nine Worlds sem þjónustar fágætisferðamenn [lúxusferðamennsku, innskot blm.]. Þessu til viðbótar erum við með öfluga þjónustu fyrir skemmtiferðaskip sem sigla til landsins,“ segir Hörður. Fram kom í afkomuviðvörun Icelandair Group fyrir skemmstu að töluverðar afbókanir hefðu verið hjá hópum hjá Iceland Travel vegna minnkandi samkeppnishæfni Íslands sem myndi valda lakari afkomu í þeim rekstri á þessu ári. „Sennilega áttu um 80 prósent af okkar farþegum sem hafa afbókað að fljúga með Icelandair. Iceland Travel er hins vegar ekki stórt á mælikvarða Icelandair Group.“Afkoman verður í járnumHvernig verður afkoman á þessu ári? „Hún verður í járnum. Við gerum ráð fyrir að spýta í lófana á seinni hluta ársins. Við erum að leggja drög að okkar sóknarleik og munum snúa stöðunni við. Það er engan bilbug á okkur að finna. Það eru sóknarfæri víða, til dæmis í hvataferðum og fágætisferðamennsku, auk þess sem við verðum að laga aðrar ferðir betur að markaðnum.“ Aðalverkefnið í ferðaþjónustu um þessar mundir sé að hagræða og meðal annars nýta stafræna tækni í meira mæli til þess. „Við erum rétt að byrja á þessari stafrænu vegferð.“Hvernig hafið þið brugðist við breyttu landslagi? „Við vinnum stöðugt að því að finna samstarfsgrundvöll með birgjum og við erum í stöðugri vöruþróun. Samdrátturinn nú er fyrst og fremst vegna þess að ferðamenn stytta dvöl sína. Nú kjósa margir viðskiptavinir helst að ferðast um suðvesturhornið og Suðurlandið í styttri ferðum.Hörður telur ólíklegt að veðrið hafi haft áhrif á komur ferðamanna.Vísir/STEFánÞað þarf einnig að taka tillit til samsetningar ferðamanna. Það er aukinn áhugi á Íslandi á meðal ferðamanna frá Norður-Ameríku og Asíu og þetta fólk fær styttri frí en Evrópubúar. Þetta skiptir allt máli.“Hafið þið þurft að segja upp fólki til að bregðast við breyttum aðstæðum? „Við höfum þurft að segja upp fólki, því miður, en miðað við fjölda starfsmanna Iceland Travel er það ekki stór hópur. Við höfum einnig ekki ráðið í staðinn fyrir þá starfsmenn sem hafa hætt hjá okkur að eigin frumkvæði. Starfsmennirnir eru nú 170.“Segðu mér frá breyttu landslagi í ferðaþjónustu.„Vöxturinn hefur verið alltof hraður á undanförnum árum. Breytt landslag má fyrst og fremst rekja til þess að krónan hefur styrkst umtalsvert á undanförnum árum. Samhliða því hafa laun og tilkostnaður hækkað gríðarlega. Þegar krónan var veikari studdi hún við bætta samkeppnistöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Nú þegar krónan er sterkari hefur það þau áhrif að ferðamenn stytta dvöl sína. Iceland Travel hefur ávallt skipulagt ferðir hringinn í kringum landið.“„Áður fyrr fóru ferðamenn hringinn á 10-15 dögum. Þeir stoppuðu víða og skoðuðu landið gaumgæfilega. Nú ferðast þeir einkum um Suðurlandið á 4-6 dögum.“ „Landsbyggðin fer því einna verst út úr breyttu ferðamynstri. Verkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu er að mæta breyttri hegðun ferðamanna með breyttu vöruframboði sem er þá einkum styttri ferðir, sem eru á kostnað landsbyggðarinnar. Það munu áfram koma hópar til landsins og því eru mikil tækifæri fram undan fyrir okkur.“ Hvað finnst ferðamönnum um þetta vota og dapra sumar okkar? „Við fylgjumst grannt með ánægju okkar gesta og það er gaman að geta sagt frá því ferðamenn eru mjög ánægðir með Ísland og þá upplifun sem landið hefur upp á að bjóða. Við kynnum ekki Ísland sem sólarland heldur land með ægifagurri náttúru, heillandi menningu og stað sem hefur fjölmarga afþreyingarmöguleika.“Ferðamenn halda nú helst á Suðurland, þar sem meðal annars Reynifjöru er að finna.Vísir/vilhelmSkapast rými fyrir hvataferðir Talið berst að hvataferðum. „Þær hafa gengið ágætlega í ár og hafa staðist áætlanir. Við sjáum jafnvel vöxt á þeim vettvangi jafnvel þótt aðrir markaðir hafi gefið eftir. Það sem hefur háð þeim markaði á undan förnum árum er hve gistirými hefur verið takmarkað, sérstaklega yfir háönn fyrir stóra hópa. Það var flöskuhálsinn því hótelin hafa verið uppbókuð. Nú er hins vegar samdráttur í skipulögðum hópferðum og því hefur skapast rými fyrir stærri hvataferðahópa. Við getum loksins svarað kalli markaðarins. Það eru nokkur hótel sem eru með yfir 200 herbergi og geta tekið við þessum gestum. Almennt séð eru þetta fjögurra stjörnu hótel og þau eru allnokkur hérlendis. Sá hópur er ágætlega borgandi og kýs hátt þjónustustig.“ Fram hefur komið í fjölmiðlum að samkvæmt samantekt Iceland Luxury, sem er meðal annars í eigu Icelandair Group, Bláa lónsins og Landsbankans, eru tekjur af ferðamanni í lúxusferð hérlendis að meðaltali sexfalt meiri á gistinótt en af hefðbundnum ferðamönnum. Slíkir fágætisferðamenn eyði um 200 þúsund krónum á dag en hefðbundnir ferðamenn 34.500 krónum með flugi og gistingu. Þeir gista þó skemur hér á landi. Tíu starfsmenn Nine Worlds þjóna lúxusferðamönnum „Við stofnuðum Nine Worlds fyrir röskum þremur árum sem þjónustar fágætisferðamenn. Í upphafi vorum við með einn og hálfan starfsmann í vinnu en nú eru þeir orðnir tíu. Við byrjuðum á núlli og reksturinn hefur gengið prýðilega,“ segir Hörður. „Sá markaður er duttlungafullur og tekur ákvarðanir um komu með skömmum fyrirvara. Mögulega er beðið um tilboð í dag og þeir vilja koma í næstu viku.“Óttast þú launaskrið í ferðaþjónustu í komandi kjaraviðræðum? „Nei. Rekstrarskilyrði í ferðaþjónustu hafa verið erfið síðustu tvö ár með vaxtarverkjum og styrkingu krónunnar, það er því þörf á meiri hagræðingu í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja. Laun í ferðaþjónustu eru komin að þolmörkum. Það væri ekki nema aðrar atvinnugreinar geti boðið mun betur en við. Vinnuafl fer þangað sem best er boðið hverju sinni.“ Iceland Travel og rútufyrirtækið Gray Line skoðuðu sameiningu sem hætt var við. Hafið þið áhuga á að taka þátt í yfirvofandi samrunum í ferðaþjónustu?„Það kann vel að vera. Það er mikilvægt að vera opinn fyrir því ef tækifærið kemur. Núna er fókusinn fyrst og fremst á að gera betur í rekstrinum.“ Eru líkur á að ferðamönnum til Íslands muni fækka vegna dýrtíðar? „Það þarf ekki að vera en samsetning ferðamanna gæti breyst. Eins og áður hefur komið fram hefur dvalartími þeirra styst og þeir eyða minna. En ferðamenn hafa enn áhuga á að heimsækja landið. Vefurinn okkar er gríðarlega mikið notaður og 170 þúsund manns fylgja okkur á samfélagsmiðlinum Instagram. Rúmlega 40 þúsund manns fylgja okkur á Facebook. Það er því mikill áhugi á Íslandi og enn eru mikil tækifæri í íslenskri ferðaþjónustu.“ Hvernig hefur rekstur Iceland Travel gengið? „Rekstur hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við höfum vaxið um 20-30 prósent á ári í takt við aukinn ferðamannstraum til landsins. Sá vöxtur var ekki nógu arðbær á árunum 2016 og 2017. Það má rekja til mikils álags og of mikils vaxtar. Það vantaði jafnvægi í reksturinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15 Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00 Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Segja Ísland orðið of dýrt og fækka starfsfólki hótelsins Hjón sem reka sveitahótel á Austurlandi hafa fækkað starfsfólki um þrjátíu prósent vegna samdráttar í sumar og samkeppni frá Airbnb. 4. júlí 2018 20:15
Fyrstu merki samdráttar í ferðaþjónustu Verðfall hlutabréfa í Icelandair Goup eru fyrstu staðfestu merki um samdrátt í ferðaþjónustu að mati prófessors í hagfræði við HÍ. Framkvæmdastjóri SAF segir tíma samþjöppunar fram undan. 15 milljarðar af markaðsvirði Icelandair þurrkuðust út í gær. 10. júlí 2018 06:00
Kallar á frekari uppstokkun Sú aðferðafræði Icelandair Group að bíða og vona að fargjöld hækki hefur gengið sér til húðar, að sögn greinanda Landsbankans. Hlutabréfaverð fyrirtækisins lækkaði um fjórðung í gær eftir afkomuviðvörun. 10. júlí 2018 07:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00