Ætla að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2018 11:20 Formennirnir eru afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn Fréttablaðið/Ernireyjolfsson/Eyþór Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október. Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hafa ákveðið að sniðganga miðstjórnarfundi ASÍ. Þetta kemur fram í bréfi sem Sólveig og Ragnar skrifuðu til miðstjórnar Alþýðusambands Íslands. Miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag klukkan 12.30 og ljóst er að Sólveig og Ragnar verða ekki þar. Í bréfinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að formennirnir séu afar ósáttir með vinnubrögð miðstjórnar ASÍ og að framganga þeirra á fundi 6. júní síðastliðinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Sólveig og Ragnar eru áheyrnarfulltrúar á miðstjórnarfundum sem þýðir að þau geta setið fundi, lagt fram tillögur en þau hafa ekki rétt til að greiða atkvæði. Á síðasta miðstjórnarfundi báru Sólveig og Ragnar fram tillögu þess efnis að umdeildar auglýsingar ASÍ yrðu teknar út birtingu en Sigurður Bessason, fyrrverandi formaður Eflingar, lagði í kjölfarið fram frávísunartillögu sem meirihluti miðstjórnar ASÍ samþykkti sem þýðir að tillaga þeirra fékk ekki efnislega meðferð. Að sögn Sólveigar og Ragnars sýni sú ákvörðun að ekki sé vilji til að vinna með nýju fólki með nýjar áherslur. Sólveig og Ragnar eru formenn tveggja stærstu stéttarfélaga innan ASÍ. „Af orðræðunni innan miðstjórnar ASÍ að dæma er ljóst að áfram verður farið í einu og öllu eftir þeim áherslum og þeirri aðferðarfræði sem forseti ASÍ hefur boðað og miðstjórn ASÍ samþykkt í formi nýafstaðinnar myndbandaherferðar,“ segir í bréfi formannanna.Myndböndin sem formennirnir vísa í er auglýsingaherferð á vegum ASÍ. Í einu myndbandinu er meðal annars sagt: „Meira er nefnilega stundum minna“. Ragnar Þór lýsti yfir vanþóknun sinni á stöðuuppfærslu á dögunum. Hann telur auglýsingaherferðina beinast gegn nýju fólki í hreyfingunni og þar á meðal sjálfum sér. „Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn. Það sem er enn dapurlegra er að herferðin gæti verið skrifuð af viðsemjendum okkar sem sitja sjálfsagt skellihlæjandi með hendur í skauti á meðan forseti ASÍ sólundar sjóðum félagsmanna sinna í áróður gegn eigin fólki“ Sólveig og Ragnar sjá ekki ástæðu til þess að sitja fundi með núverandi miðstjórn ASÍ og ætla þess í stað að vinna að áherslumálum sínum utan ASÍ fram að næsta þingi Alþýðusambandsins sem verður haldið í haust, 24-26. október.
Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 „Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51 Ólga innan VR með vinnubrögð formannsins Ekki einhugur um vantraust á forseta ASÍ 25. maí 2018 19:00 Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51
„Þetta er bara eitthvað sem varð að gera“ Ragnar Þór segir að kjör hans og Sólveigar Önnu sé ákall félagsmanna um stefnubreytingu. 28. maí 2018 15:51
Gylfi segir Ragnar Þór skrumskæla sannleikann Gylfi Arnbjörnsson telur Ragnar Þór Ingólfsson hafa rangt við í andstöðu við sig. 25. maí 2018 15:58