Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. júní 2018 06:00 Stöðvaskylda leigubifreiða verður afnumin. Vísir/vilhelm Fyrirhugaðar eru umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi leigubifreiða hér á landi. Meðal annars stendur til að afnema fjöldatakmarkanir akstursleyfa í stéttinni og stöðvaskyldu leigubifreiðastjóra. Undirbúningur við gerð slíks frumvarps er hafinn en stefnt er að því að leggja það fram á haustþingi 2019. „Fyrst og fremst er stefnt að því að afnema kvóta á fjölda akstursleyfa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vinnsla við lagabreytinguna sé á algjöru frumstigi. „Kynningin í samráðsgáttinni á þessu stigi er til að kynna helstu niðurstöður og fyrstu skref vinnunnar. Einnig til að fá viðbrögð og sjónarhorn frá sem flestum áður en vinna við smíði frumvarps fer í gang næsta haust,“ segir Sigurður. „Ég get ekki sagt til um hvort þetta sé skref í rétta átt fyrr en endanlegt plagg liggur fyrir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, en hún var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um aukið frelsi á leigubílamarkaði. „Það sem ég sé ekki í þessum frumdrögum, og þykir verra, er að hvergi er minnst á tækninýjungar í sambandi við gjaldtöku. Ef stjórnvöld ætla að halda sínu striki og gera það að skilyrði að leigubílar hafi löggilta gjaldmæla þá verður það aðgangshindrun fyrir aðila sem vilja nota snjalltækni í rekstri sínum,“ segir Hanna. Tilefni endurskoðunarinnar á lögunum er tvíþætt. Annars vegar er það frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og hins vegar rökstutt álit sömu stofnunar gagnvart Noregi. Löggjöf þar í landi var um margt svipuð því sem þekkist hér en í áliti ESA voru alvarlegar athugasemdir gerðar við aðgangshindranir að norskum leigubílamarkaði.Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í pontu á málþingi leigubílstjóra í fyrra.Á haustmánuðum 2017 skipaði þáverandi samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, starfshóp sem var falið að gera tillögur að endurskoðun á rekstrarumhverfinu hér á landi. Í niðurstöðum hópsins var lagt til að fjöldatakmarkanir í formi atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs yrðu afnumdar. Þá var einnig lagt til að starfsemi leigubifreiða verði háð starfsleyfi og rekstrarleyfi. Rekstrarleyfishafi muni taka á sig þær skyldur sem nú hvíla á leigubifreiðastöðvum en þær fela meðal annars í sér að bifreiðin sé með gilda skoðun, hafi fullnægjandi tryggingar og uppfylli aðrar kröfur sem gerðar séu til hennar. Fyrirhugaðar breytingar voru kynntar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að til að hljóta starfsleyfi verði ökumaður að hafa viðeigandi ökuréttindi, gott orðspor, vera minnst 21 árs gamall, vera við góða heilsu og hafa haft ökuréttindi B í minnst þrjú ár. Stefnt er að því að falla frá efri aldursmörkum leigubifreiðastjóra. Skilyrðin fyrir rekstrarleyfi yrðu þau sömu og fyrir starfsleyfi. Aðspurður um það hvort fyrirhugað sé að gjaldmælar verði skilyrði segir Sigurður að það liggi ekki fyrir á þessu stigi málsins. Evróputilskipunin sem um ræðir snúist fyrst og fremst um réttindi og öryggi neytenda og notenda. Ráðuneytið muni bíða eftir viðbrögðum við kynningunni og muni útfæra reglurnar nánar þegar þær liggja fyrir. Hægt er að senda inn athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar í samráðsgáttinni til 19. júlí. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. 14. júlí 2017 19:41 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Fyrirhugaðar eru umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi leigubifreiða hér á landi. Meðal annars stendur til að afnema fjöldatakmarkanir akstursleyfa í stéttinni og stöðvaskyldu leigubifreiðastjóra. Undirbúningur við gerð slíks frumvarps er hafinn en stefnt er að því að leggja það fram á haustþingi 2019. „Fyrst og fremst er stefnt að því að afnema kvóta á fjölda akstursleyfa,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra. Vinnsla við lagabreytinguna sé á algjöru frumstigi. „Kynningin í samráðsgáttinni á þessu stigi er til að kynna helstu niðurstöður og fyrstu skref vinnunnar. Einnig til að fá viðbrögð og sjónarhorn frá sem flestum áður en vinna við smíði frumvarps fer í gang næsta haust,“ segir Sigurður. „Ég get ekki sagt til um hvort þetta sé skref í rétta átt fyrr en endanlegt plagg liggur fyrir,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, en hún var fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um aukið frelsi á leigubílamarkaði. „Það sem ég sé ekki í þessum frumdrögum, og þykir verra, er að hvergi er minnst á tækninýjungar í sambandi við gjaldtöku. Ef stjórnvöld ætla að halda sínu striki og gera það að skilyrði að leigubílar hafi löggilta gjaldmæla þá verður það aðgangshindrun fyrir aðila sem vilja nota snjalltækni í rekstri sínum,“ segir Hanna. Tilefni endurskoðunarinnar á lögunum er tvíþætt. Annars vegar er það frumkvæðisathugun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og hins vegar rökstutt álit sömu stofnunar gagnvart Noregi. Löggjöf þar í landi var um margt svipuð því sem þekkist hér en í áliti ESA voru alvarlegar athugasemdir gerðar við aðgangshindranir að norskum leigubílamarkaði.Ástgeir Þorsteinsson, formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, í pontu á málþingi leigubílstjóra í fyrra.Á haustmánuðum 2017 skipaði þáverandi samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, starfshóp sem var falið að gera tillögur að endurskoðun á rekstrarumhverfinu hér á landi. Í niðurstöðum hópsins var lagt til að fjöldatakmarkanir í formi atvinnuleyfa til leigubifreiðaaksturs yrðu afnumdar. Þá var einnig lagt til að starfsemi leigubifreiða verði háð starfsleyfi og rekstrarleyfi. Rekstrarleyfishafi muni taka á sig þær skyldur sem nú hvíla á leigubifreiðastöðvum en þær fela meðal annars í sér að bifreiðin sé með gilda skoðun, hafi fullnægjandi tryggingar og uppfylli aðrar kröfur sem gerðar séu til hennar. Fyrirhugaðar breytingar voru kynntar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær. Fyrirhugað er að til að hljóta starfsleyfi verði ökumaður að hafa viðeigandi ökuréttindi, gott orðspor, vera minnst 21 árs gamall, vera við góða heilsu og hafa haft ökuréttindi B í minnst þrjú ár. Stefnt er að því að falla frá efri aldursmörkum leigubifreiðastjóra. Skilyrðin fyrir rekstrarleyfi yrðu þau sömu og fyrir starfsleyfi. Aðspurður um það hvort fyrirhugað sé að gjaldmælar verði skilyrði segir Sigurður að það liggi ekki fyrir á þessu stigi málsins. Evróputilskipunin sem um ræðir snúist fyrst og fremst um réttindi og öryggi neytenda og notenda. Ráðuneytið muni bíða eftir viðbrögðum við kynningunni og muni útfæra reglurnar nánar þegar þær liggja fyrir. Hægt er að senda inn athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar í samráðsgáttinni til 19. júlí.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. 14. júlí 2017 19:41 Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25
Samgönguráðherra telur nauðsynlegt að auka frjálsræði í leigubílaakstri Í dag eru 589 leigubílaleyfi í umferð á Íslandi. Í drögum að reglugerð Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra er gert ráð fyrir að þeim verði fjölgað um 90 á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi og um tíu samanlagt á Akureyri og í Árborg. 14. júlí 2017 19:41
Ráðherra bað „Frjálsmund“ um að hætta til að fá sinn mann inn Jóhannes Stefánsson segist hafa verið ósammála fulltrúum leigubílstjóra í öllu en þeir hafi færst nær eftir því sem leið á vinnu starfshóps um leigubifreiðamarkað. 26. febrúar 2018 15:45