Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson skrifar 20. júní 2018 07:00 Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil og þörf umræða stendur nú yfir um þær hættur sem villtum laxastofnum og náttúru landsins stafar af norskum eldislaxi sem alinn er í sjókvíum. Meðal annars hafa Dýraverndunarsamtök Íslands stigið fram og réttilega fordæmt meðferð eldislaxa í sjókvíum og vísa í því sambandi til gríðarlegs laxadauða í eldi hjá Arnarlaxi á dögunum. Samtökin hafa einnig gagnrýnt meðferð stangveiðimanna við fluguveiðar á villtum laxi og þá aðferð að „veiða og sleppa“ laxi. Við sem stundum stangveiði getum alveg skilið að þessi tiltekna aðferð veki spurningar um dýravelferð. Það að veiða og sleppa laxi þarfnast því frekari útskýringar enda ólíku saman að jafna, annars vegar því markmiði að halda dýri á lífi með sem minnstum skaða, og hins vegar sjókvíaeldi þar sem um og yfir 20 prósent af fiski lifir ekki af aðstæðurnar sem skepnunum eru búnar. Að veiða og sleppa er aðeins einn kafli – mikilvægur þó – í sögunni af því hvernig stangveiðimönnum tókst með harðfylgi að snúa við þróun sem stefndi villtum íslenskum laxastofnum í mikla hættu. Þeirri baráttu er hvergi nærri lokið. Áform um stórfellt laxeldi í sjókvíum eru stórkostleg ógn við innlenda laxastofna.Hlutverk stangveiðimanna Á sínum tíma voru stangveiðimenn undir forystu Orra Vigfússonar og NASF að baki því að netaveiðum á laxi í sjó var hætt við Færeyjar og Grænland, en þar var ætisslóð villtra laxa yfir vetrarmánuðina. Þessi veiði hafði mjög mikil og neikvæð áhrif á laxastofna og heimtur úr sjó. Stangveiðimenn sömdu líka um að netaveiðum á laxi yrði hætt við ósa helstu laxveiðiáa Íslands. Netaveiði hafði höggvið stór skörð í villta laxastofna. Þúsundir laxa rötuðu til dæmis í net í Hvítá og Ölfusá á leið sinni í bergvatnsárnar. Enn er ósamið um Ölfusá en samningar eru í gildi um kaup á óveiddum fiski í Hvítá svo net fara ekki þar niður. Það var flestum þeim sem stunda stangveiði og láta sig varða náttúru og umhverfi ljóst að það eitt að stöðva netaveiðar myndi ekki duga til ef rétta ætti við stofnana. Lax var enn veiddur í miklum mæli á stöng um land allt. Öll lögleg veiðarfæri voru leyfð, fluga, maðkur og spúnn. Á þessum árum þótti ekkert eðlilegra en að veiða mikið og drepa allt. Umræða um annað þótti framandi. Það var um og upp úr síðustu aldamótum að loks voru stigin stór skref í þá átt að tryggja hóflega nýtingu í stangveiði í ám landsins. Stærsti áfanginn í því verndarstarfi var þegar sátt náðist um að stöðva svokallaðar maðkaopnanir. Á þessum árum var veitt á maðk framan af sumri, fluguveiði tók við yfir hásumarið og svo var aftur veitt á maðk seinni hluta veiðitímabilsins. Maðkopnanirnar tóku skelfilegan toll af ánum. Hundruð laxa voru drepin í helstu ám landsins á örfáum dögum á hverju ári. Löxum gefið líf Þessi veiðiskapur heyrir nú sem betur fer sögunni til. Fluguveiði er nú allsráðandi, nýting stofnanna er hófleg og stórum hluta veiddra laxa er gefið líf. Veiðimálastofnun lagði til fyrir um áratug að sleppa skyldi öllum laxi 70 cm og stærri. Staða tveggja ára laxins var þá orðin mjög slæm og hann nánast horfinn úr veiði víða um land. Þessi aðgerð hefur skilað sér svo um munar. Tveggja ára laxinn er nú að koma hratt og örugglega til baka. Sést það hvað best í borgfirsku ánum þar sem hlutdeild stórlaxa hefur farið úr því að vera innan við 10 prósent (2004-2010) í 25-30 prósent (2013-2015). Í fyrra veiddist mesti fjöldi stórlaxa síðan 1990. Skylduslepping er á öllum laxi yfir 70 cm í öllum helstu ám landsins. Það er undantekningarlaust virt. Öllum stórlaxi er því sleppt ósködduðum út í náttúruna í sjálfbærum ám landsins. Með því að veiða og sleppa er hægt að sjá til þess að nægur lax verði eftir í ánum í lok veiðitíma til að styðja við góða hrygningu að hausti. Sjálfbærni stofnanna er því tryggð. Ábyrgð okkar er mikil. Ísland er síðasta vígi Atlantshafslaxins. Honum hefur verið eytt víðast annars staðar, eða stofnarnir eiga mjög undir högg að sækja. Þar á meðal skerðir erfðablöndunin við eldislax mjög getu þeirra til að komast af í náttúrunni.Höfundur er flugstjóri, stangveiðimaður og einn af stofnendum The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar