Borga umsækjendum fyrir að hætta við Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. ágúst 2018 20:00 Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður. Hælisleitendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umsækjendur um alþjóðlega vernd sem draga umsókn sína til baka geta fengið allt að þúsund evra styrk frá íslenska ríkinu verði ný reglugerð að veruleika. Dómsmálaráðherra segir slíka styrki geta sparað ríkissjóði umtalsverða fjármuni til lengri tíma litið. Reglugerðin er nú til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda. Dómsmálaráðherra segir um að ræða eðlilegan hluta samnings íslenska ríkisins við Alþjóðafólksflutningastofnunina svokölluðu, sem eftir atvikum aðstoðar við flutning umsækjenda úr landi. „Öll nágrannaríki okkar veita þessa styrki og þeir hafa bæði orðið þess valdandi að það er dregið úr kostnaði við brottvísun stuðlað að frjálsri heimför manna og það hefur verið sóst eftir þessu líka frá hælisleitendum þegar liggur fyrir að þeir fá ekki hæli,“ segir Sigríður.Allt að 125 þúsund krónur á núvirði Um er að ræða bæði ferðastyrk og svonefndar enduraðlögunarstyrk, sem ætlaður er til að aðstoða einstakling við að koma undir sig fótunum í fyrra heimaríki sínu. Einungis þeir sem koma frá tilteknum ríkjum eiga möguleika á styrknum, sem getur í heild numið allt að þúsund evrum á mann – eða um 125 þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Sigríður segir um að ræða ríki sem erfitt sé fyrir íslensk yfirvöld að brottvísa fólki til, t.a.m. vegna skorts á samningum við þarlend stjórnvöld. „Við töldum rétt að hafa þarna líka einstaklinga sem falla undir Dyflinnarreglugerðina, kjósi þeir það, að snúa aftur til síns heima og ljúka þannig umsókn sinni hér í Evrópu,“ segir Sigríður.Ódýrara að borga fólki fyrir að fara Hún á ekki von á að veiting styrkja af þessu tagi verði til þess að fólk komi gagngert til landsins til að draga umsókn sína til baka og þiggja styrk. „Það er eitthvað sem við auðvitað skoðuðum sérstaklega og hvernig reynslan er í öðrum ríkjum, en með hliðsjón af því er fjárhæð styrksins ákveðin.“ Hún segir það ódýrara fyrir íslenska ríkið að greiða fólki styrk fyrir að fara úr landi, heldur en að það dvelji hér um einhverja hríð og bíði úrlausnar í sínum málum. „Styrkurinn er mishár eftir því um hvaða lönd er að ræða, en hann er svona helmingur á við þann kostnað sem ríkið þarf að bera við mánaðardvöl hælisleitanda sem dvelur hér alla jafna,“ segir Sigríður.
Hælisleitendur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira