Lífið

Hörkupartý í Hörpunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluverður fjöldi mætti í Hörpunni í gær.
Töluverður fjöldi mætti í Hörpunni í gær.
Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax hafa undirritað samstarfssamning á Kolabrautinni í Hörpu við hátíðlega athöfn í gær. Landsliðið og fagmenn þess munu nota hágæða afurðir úr laxeldi Arnarlax við æfingar og keppni. Íslenski laxinn hefur nú þegar skapað sér sterka ímynd á alþjóðlegum mörkuðum fyrir framúrskarandi gæði.

„Það er skemmtilegt fyrir landsliði að fá laxinn í liðið.  Hann hefur fjölbreyta notkunarmöguleika reyktur og grafinn yfir að vera háklassa aðalréttur á matseðlum veitingahúsa. Vinsæll í sushirétti í því margbreytilega formi. Við þekkjum afurðir Arnarlax vel og það er fyrsta flokks lax sem verður spennandi að vinna með,“ segir Hafliði Halldórsson framkvæmdastjóri Kokkalandsliðsins.

„Samstarf okkar við Klúbb matreiðslumeistara á Íslandi og Kokklandsliðið er spennandi verkefni og jafnframt viðurkenning á gæðum afurða okkar sem við erum mjög stolt af,“ segir Kristian Matthíasson forstjóri Arnarlax.

Kokkalandsliðið keppir á heimsmeistaramóti í matreiðslu sem fram fer í Lúxemborg í nóvember. Liðið er skipað ungum fagmönnum sem taka þátt í því að þróa íslenskt eldhús og kynna íslenskt hráefni fyrir erlendum fagmönnum í greininni.  Liðið er á lokaspretti í sínum 18 mánaða undirbúningi.

Hér að neðan að neðan má sjá myndir sem teknar voru í teiti sem haldið var í Hörpunni í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.