Grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli fær ekki að fara úr landi Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2018 09:02 Lögregla segir málið afar umfangsmikið. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér. Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð um farbann yfir erlendum karlmanni sem grunaður er um að gegna lykilhlutverki við framkvæmd á innflutningi umtalsverðs magns fíkniefna hingað til lands. Er grunur um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi hér á landi. Fimm voru handteknir í maí og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þrír sæta enn farbanni. Málið varðar rannsókn lögreglu á fíkniefnainnflutningi eftir að lögreglan stöðvaði sendingu á leið til landsins. Búið var að koma fyrir umfangsmiklu magni harðra fíkniefna í sendingunni. Var sendingin merkt móttakanda og fylgdist lögreglan með honum af þeim sökum.Heildarmagn innan við fimm kíló Samkvæmt heimildum Vísis er heildarmagn efnanna innan við fimm kíló en efnin voru flutt til landsins í botnstykki neðan á kassa undir verkfæri. Staðið var að innflutningnum með svipuðum hætti. Önnur sendingin kom frá Bandaríkjunum en hin Þýskalandi. Móttakandinn tók við sendingunni og ók síðan botnstykkinu utan af henni, hvar fíkniefnin höfðu verið geymd upphaflega, að verkstæði hvar sá sem var úrskurðaður var í farbann hélt til ásamt tveimur sakborningum. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að koma botnstykkinu í skrúfustykki á verstæði, greinilega í þeim tilgangi að sögn lögreglu til að skrúfa í sundur botnstykkið og nálgast efnin.Fleiri botnstykki á verkstæðinu Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að á verkstæðinu hafi fundist önnur eins botnstykki og því hafi lögregla rökstuddan grun um að fleiri fíkniefnasendingar hafi borist hingað til lands fyrir atbeina sömu aðila og sambærilegum aðferðum beitt. Sá sem var úrskurðaður í farbann var upphaflega gert að sæta gæsluvarðhaldi ásamt fjórum öðrum sakborningum allt til 24. maí. Tveimur sakborningum var sleppt úr haldi nokkru áður en gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rann út. Sá sem var úrskurðaður í farbann, auk hinna tveggja sakborninga málsins, séu aftur á móti taldir leika lykilhlutverk við framkvæmd innflutningsins. Sæta þeir enn farbanni og má telja líklegt að áfram verði fallist á þá kröfu lögreglustjórans enda málði umfangsmikið og teygir sig til nokkurra landa. Málið er umfangsmikið að mati lögreglu og strax kviknaði grunur um að sendingin væri angi af skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og að fleiri sendingar hefðu borist með sambærilegum hætti í gegnum tíðina en sú ályktun var dregin út frá því að sams konar grind hafi verið að finna hvort tveggja á heimili eins sakborninganna sem og á framangreindu verkstæði. Lögreglan segir afar ótrúverðugar skýringar hafi verið gefnar á tilurð þessara grinda.Ósamræmi í framburði Þá telur hún einnig mikið ósamræmi ríkja í framburði aðila. Ljóst sé að lögregla standi frammi fyrir afar umfangsmikilli gagnaöflun og úrvinnslu og sé rannsókn ekki enn að fullu lokið en nokkur skýr mynd sé komin á málið. Lögreglan telur hættu á að maðurinn muni koma sér úr landi þar sem hann er ekki íslenskur ríkisborgari og með takmarkaðri tengsl við land og þjóð en gengur og gerist. Sætir maðurinn því farbanni allt til miðvikudagsins 26. september.Úrskurð Landsréttar má lesa hér.
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Sjá meira