Sala á bönkunum mun taka tíu ár Hörður Ægisson skrifar 11. júlí 2018 09:00 Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, segir að vegna markaðsaðstæðna erlendis hafi komið til skoðunar að hætta við útboðið á síðustu stundu og bíða betri tíma. . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR AR Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafnar þeirri skoðun, sem er um margt útbreidd á meðal stórra íslenskra fjárfesta, að þeir erlendu fjárfestingarsjóðir sem keyptu megnið af bréfunum sem voru seld í nýafstöðnu hlutafjárútboði, hafi ekki raunverulegan áhuga á því að taka stöðu með bankanum til lengri tíma. Hann segist hafa „góða tilfinningu“ fyrir því að mikill meirihluti þeirra tuttugu sjóða sem bættust í hluthafahópinn horfi á kaupin sem langtímafjárfestingu. Í ítarlegu viðtali við Markaðinn, þar sem Höskuldur fer yfir aðdraganda og niðurstöðu útboðs Arion banka, sem er næststærsta skráning í sögu Kauphallarinnar hér á landi, viðurkennir hann hins vegar að bankinn hefði viljað að Kaupþing, seljandi bréfanna, hefði úthlutað stærri hlut til íslenskra fjárfesta. Ákvörðun um að gera það ekki hafi „truflað viðskiptasamband bankans eitthvað“ og sé „neikvæður vinkill á annars mjög vel heppnuðu útboði“. Hann býst við því að tekin verði ákvörðun innan ekki langs tíma um að hefja opið söluferli á meirihluta í Valitor, verðmætasta dótturfélagi bankans, og niðurstaða þeirrar vinnu gæti mögulega legið fyrir á næsta ári. Áform stærri hóps hluthafa fyrr á árinu um að aðgreina Valitor frá samstæðunni í formi arðgreiðslu til eigenda voru dregin til baka vegna andstöðu stjórnvalda sem töldu slíka ráðstöfun fela í sér orðsporsáhættu. Höskuldur segir aðspurður að niðurstaða hlutafjárútboðsins, þar sem um 29 prósenta hlutur var seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár, hafi komið honum „þægilega á óvart“ enda hafi hin mikla eftirspurn verið talsvert umfram væntingar hans þó að hann hafi verið bjartsýnn á niðurstöðuna. „Frá því að söluferlið hófst fyrir um tveimur árum höfum við átt um tvö hundruð fundi með fjárfestum í Bandaríkjunum og Evrópu og okkar tilfinning var orðin mjög jákvæð þegar við lögðum af stað í þetta ferli í maí. Mér fannst hins vegar umhverfið hérna heima ekki vera eins bjartsýnt og margir virtust hafa efasemdir um að það væri í alvöru til staðar breiður áhugi erlendra aðila á að fjárfesta í Arion banka eða íslensku efnahagsumhverfi yfirhöfuð. Niðurstaða útboðsins leiddi annað í ljós en það lá líka fyrir að það var verið að bjóða hlut í bankanum á hagstæðu verði miðað við þau viðskipti sem höfðu átt sér stað fyrr á árinu og tiltölulega lítið magn.“ Þegar Höskuldur er beðinn um að lýsa því hvernig útboðsferlið hafi gengið fyrir sig segir hann að greinendur frá átta fjárfestingarbönkum, sem voru söluráðgjafar Kaupþings og framkvæmdu greiningar á Arion banka, hafi byrjað á því að standa fyrir söluherferð þar sem þeir hittu mörg hundruð fjárfesta um allan heim. „Út frá því,“ útskýrir hann, „verður síðan til þrengri hópur fjárfesta sem ég og Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, hittum á þeim tveimur vikum sem sjálft útboðið stóð yfir. Við áttum þá fundi með um hundrað fjárfestum, mest erlendum, og við fundum strax fyrir miklum áhuga sem stigmagnaðist dag frá degi.“Aldrei meiri þekking á Íslandi Höskuldur segir að það hafi ávallt verið sýn stjórnenda bankans að hann yrði skráður á markað hér heima og erlendis. „Þegar nýir stjórnendur koma að Kaupþingi í ársbyrjun 2016 hlustuðu þeir á þessa sýn okkar en vildu engu að síður sannreyna hlutina sjálfir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Um mitt árið 2016 stöndum við síðan að fyrstu kynningunum vegna mögulegrar sölu á hlutafé í bankanum, þar sem við hittum um þrjátíu fjárfesta, og eftir það verður til þessi sameiginlega sýn okkar og eiganda bankans um að slík skráning á markað væri gerleg. Þá hefst vinna við að undirbúa bankann fyrir skráningu, hvar sé best að fara með hann á markað og í hvaða skrefum. Það gleymist stundum að við höfum ekki aðeins verið að selja bankann heldur ekki síður Ísland. Fyrstu fundirnir fóru því að mestu í að útskýra landið. Þá nutum við þess, sem hefur verið vanmetið að mínu viti, hvað meðvitund alls konar erlendra fjárfesta um Ísland hefur aukist stórkostlega eftir efnahagshrunið.“ „Þetta er hins vegar áhugi af allt öðrum toga en var fyrir 2008 þegar samskiptin voru í gegnum örfáa erlenda fjárfestingarbanka. Það sem gerðist, þegar ýmsir alþjóðlegir bankar, fjárfestar og sjóðir lenda í erfiðleikum með eignir sínar hér á landi eftir bankahrunið, var að þá brugðust þeir við með því að senda margt af sínu besta fólki til að greiða úr hlutunum. Það sem við í bankanum höfum upplifað svo lengi er að stór hópur fjárfesta hefur við þá vinnu öðlast meiri þekkingu á íslensku efnahagsumhverfi en nokkurn tíma áður. Það er sumpart grunnurinn að því hvað útboðið á Arion banka tókst vel.“ Aðspurður hvort hann telji að söluferlið eigi eftir að koma íslenskum stjórnvöldum að gagni þegar hafist verður handa við selja hluti í hinum bönkunum segir Höskuldur að það eigi eftir nýtast öllum sem á eftir koma. „Það er út af fyrir sig ákvörðun fyrir marga þessa sjóði að leggja sig eftir því að vilja fylgjast með og kynnast íslensku efnahagslífi. Við höfum einnig litið svo á að þetta þurfi ekki að einskorðast við sölu ríkisins á bönkunum. Sá fjölbreytti fjárfestahópur sem við erum núna að fá að bankanum er stærri en áður hefur sést í íslensku fyrirtæki. Við bindum því vonir við að margir þessara fjárfesta kunni í framhaldi að hafa áhuga á að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum hér á landi.“„Meðan ég hef stuðning eigenda og stjórnar hyggst ég halda áfram að byggja upp góðan banka.“FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURVoru næstum hættir viðVerðbilið í útboðinu var nokkuð lægra en búist hafði verið við. Helgast það ekki meðal annars af því að slíkt var talið nauðsynlegt, einkum í ljósi óróa á erlendum mörkuðum, ætti á annað borð að takast að fá nægjanlegan fjölda erlendra fjárfesta til að sýna útboðinu áhuga? „Við getum sagt að við höfum tvisvar áður verið í startholunum með að tilkynna um útboð og skráningu á bankanum sem síðan gekk ekki eftir. Það sem ég er búinn að læra er að þetta snýst oft ekki aðeins um það sem er að gerast í bankanum heldur ekki síður það sem er að gerast í kringum okkur, hvort sem það er á Ítalíu eða í Bandaríkjunum, og þegar við fórum í gang núna þá leit markaðurinn erlendis ekkert sérlega vel út. Talsverður hluti af þeim útboðum sem tilkynnt hafði verið um í Evrópu frá því í janúar hafði verið dreginn til baka vegna markaðsaðstæðna. Við veltum því þess vegna fyrir okkur, eigendurnir sérstaklega, hvort við ættum að bíða enn betri tíma. Það var hins vegar ákveðið að fara út og okkur tókst að hitta á rétta verðið þótt það megi alltaf deila um hvort það hafi verið of lágt. Kaupþing ákveður þá strategíu að selja lítinn hlut í útboðinu. Það er yfirlýst markmið félagsins að losa um allan hlut sinn í bankanum – hann er núna um 33 prósent – og hefðu aðstæður á markaði verið hagstæðari hefði það örugglega viljað selja enn meira í þetta sinn. En það er tekin ákvörðun um að selja fremur minni hlut til að hámarka líkurnar á því að útboðið verði árangursríkt þannig að allur hluturinn seljist og að það takist að fá inn í hluthafahópinn tiltekna tegund fjárfesta sem leitast var eftir. Það er meðal annars ástæða þess hvað hefur verið lögð mikil áhersla á að rækta þann kaupendahóp sem hefur orðið til í útboðinu af því að það er talið að hann geti stutt við öflugan eftirmarkað og aukið líkur þeirra sem vilja selja sig út, fyrst og fremst Kaupþings, á að það geti gerst með góðum hætti og þá væntanlega á betri verðum.“Frá því að bankinn var skráður hefur verið sáralítil velta með bréf félagsins í Kauphöllinni hér heima. Eru það ekki vonbrigði eða var það fyrirsjáanlegt vegna þess hversu lítið framboð er af bréfum til sölu eins og sakir standa? „Ég held að við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma. Það er alveg ljóst að meirihluti eftirspurnarinnar í útboðinu kom að utan og stærstur hluti þeirra valdi að kaupa bréf sem skráð eru í Svíþjóð. Ég tel að það eigi eftir að verða meira jafnræði milli kauphallanna síðar meir hvað þetta varðar en það er rétt að hafa í huga að þeir erlendu aðilar í hluthafahópnum, sem eru vanir að eiga viðskipti í gegnum íslensku kauphöllina, eru núna með söluhömlur á bréf sín í bankanum í sex mánuði.“ Flestir sjóðirnir langtímafjárfestar Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Landsdowne, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Nærri tuttugu nýir erlendir fjárfestingarsjóðir bættust við hluthafahópinn, en í flestum tilfellum keyptu sjóðirnir hver um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents hlut í bankanum. Aðspurður segist Höskuldur ekki taka undir skoðun sumra, einkum innlendra fjárfesta, sem efast stórlega um að þessi hópur erlendra sjóða hugsi fjárfestingu sína í bankanum til lengri tíma. „Nei, ég er ekki sammála þeirri skoðun. Við getum sagt að tæplega 70 prósent þeirra erlendu sjóða sem keyptu í útboðinu megi flokka sem langtímafjárfesta á meðan um 25 prósent séu vogunarsjóðir sem kunni í sumum tilfellum að horfa til skemmri tíma. Aðrir fjárfestar voru einkaaðilar. Nú hef ég hitt,“ útskýrir Höskuldur, „mikið af þessum fjárfestum og ég hef góða tilfinningu fyrir því að drjúgur hluti þeirra sé að horfa á þessi kaup til lengri tíma.“Þegar litið er yfir núverandi hluthafa bankans, þar sem hlutur innlendra fjárfesta er hverfandi, er þá ekki erfitt að sjá hvaða fjárfestar eigi að leiða hluthafahóp bankans?„Nú er það svo að það er ólíkt á milli skráðra félaga hversu stórir einstakir hluthafar eru í þeim hópi. Ef litið er til sænska bankans Nordea, svo dæmi sé tekið, þá er þar að finna einn fjárfesti með rúmlega 20 prósenta hlut, Sampo, og hið sama á við um Danske bank þar sem A.P. Möller leiðir hluthafahópinn með sambærilegan eignarhlut. Aðrir hluthafar eiga umtalsvert minna. Þeir erlendu fjárfestar sem keyptu samanlagt nærri 30 prósenta hlut í Arion banka í fyrra eiga sumir hverjir nokkuð stóran hlut og þá verðum við að átta okkur á því að þessum eigendaumskiptum er ekki lokið.“Þrennt kemur til greina varðandi eignarhaldið á Valitor.Vísir/StefánEru að fjárfesta í ÍslandiLágt verð í útboðinu endurspeglaði einkum lága arðsemi af rekstri bankans síðustu misseri. Bankinn hefur sett sér það markmið að ná henni upp í 10 prósent. Hvernig hyggist þið gera það og innan hvaða tíma? „Arion banki er gríðarlega vel fjármagnaður með nærri 24 prósenta eiginfjárhlutfall. Það sem við höfum útskýrt gagnvart fjárfestum er að til að koma arðseminni úr rúmlega sex prósentum í tíu prósent sé forgangsatriði að minnka eigið fé bankans og greiða það út til hluthafa yfir tíma. Þar höfum við talað um fjögur til fimm ár. Þetta er hægt að gera með arðgreiðslum, kaupum á eigin bréfum og síðan breyttri samsetningu eigin fjár með útgáfu víkjandi bréfa. Sum skref er að hægt að taka tiltölulega hratt en önnur taka lengri tíma.“ „Í öðru lagi stefnum við að því að útlánavöxtur bankans aukist í takt við hagvöxt á Íslandi og þar erum við að einblína á innanlandsmarkaðinn. Það er eitthvað sem ég gerði ekki ráð fyrir í byrjun þessa söluferlis, að fjárfestar hafa áhuga á að dreifa áhættu sinni sjálfir á milli landa og eru því að horfa til þess að fjárfesta í íslenska markaðnum. Þeir eru síður að horfa til þess að bankinn auki umsvif sín erlendis. Það var því í sjálfu sér sölupunktur að bankinn starfar nánast einungis á íslenskum markaði. Þá þurfum við að minnka kostnaðarhlutfall bankans, sem er núna 59 prósent en bankinn hefur sett sér það markmið að það lækki í um það bil 50 prósent, með hagræðingaraðgerðum. Á fundum með fjárfestum var mikil áhersla lögð á það að fá að vita hvað við værum að gera í stafrænni þróun. Allir eru að vinna í þessu en bara sumum bönkum er að takast að koma fram með lausnir sem hafa áhrif á tekju- og kostnaðarhliðina. Ólíkt því sem við erum vanir hér heima voru þessir erlendu fjárfestar afar vel upplýstir um hvað þetta skiptir miklu máli fyrir framtíð bankareksturs.“ „Okkur í Arion banka hefur þannig tekist að umbylta íbúðalánakerfinu á Íslandi, með því að stytta þann tíma sem það tekur að sækja um lán úr tíu dögum í þrjár mínútur, sem um leið er að skapa nýjar tekjur og gera okkur mögulegt að draga úr kostnaði. Þá erum við að ráðast í miklar breytingar á starfsemi útibúa bankans sem fækkar um fjögur á árinu og eru núna tuttugu talsins. Við erum ekki með sérstaka áherslu á að fækka þeim frekar en þau eru að breytast mjög mikið. Fyrir fimm árum störfuðu þannig tólf manns í hefðbundnu útibúi en í dag er sá fjöldi kominn niður átta. Í sumum útibúum, meðal annars í Garðabæ og Hótel Sögu í Vesturbænum, verða aðeins þrír til fjórir starfsmenn samhliða því að þau fara úr því að vera í 200 til 300 fermetra húsnæði í 50 fermetra. Þarna skapast mikil tækifæri við að minnka rekstrarkostnað en að sama skapi viðhalda og jafnvel auka þjónustu bankans með nýrri nálgun.“ Ójafn leikur Eitt af því sem bankarnir hafa kvartað mjög undan um langt skeið eru hinir sértæku skattar, einkum hinn svonefndi bankaskattur sem leggst á skuldir fjármálastofnana, sem hafa valdið því að arðsemin er talsvert minni en ella. Höskuldur svarar því til að væri ekki fyrir bankaskattinn væri arðsemin um 1,5 til 2 prósentustigum hærri. „Keppinautar bankans á markaði, svo sem erlendir bankar og lífeyrissjóðir, sæta engri sambærilegri álagningu á sína fjármögnun og því er leikurinn ójafn. Þetta var eitt af því neikvæðasta við rekstrarumhverfi bankans að mati fjárfesta og þeir töldu að þarna væri gríðarlegur markaðsbrestur og mismunun gagnvart ólíkum sparnaðarleiðum fjárfesta og almennings. Það væri vitlaust gefið og menn höfðu ekki mikla tiltrú, eins og er ásetningur stjórnvalda, á að það verði staðið við fyrirheit um að lækka skattinn.“En segjum að bankaskatturinn yrði afnuminn um næstu áramót. Getur þú fullyrt að það myndi skila sér nánast að fullu til baka í bættum lánskjörum fyrirtækja og heimila? „Við höfum hingað til ekki velt þessu nema að litlu leyti út í verðlagið þar sem bankaskatturinn átti að vera skammtímaúrræði til að fjármagna leiðréttingaraðgerðir ríkis ins sem nú er lokið. Því er það ekki svo að ef skatturinn færi þá myndi það skila sér að fullu í lægri vöxtum en slík ráðstöfun yrði til þess að styðja við okkar viðleitni til að geta boðið heimilum og fyrirtækjum hagstæðari kjör. Það er augljóst að þarna er ríkið, sem á tvo af þessum þremur bönkum, að skjóta sig í fótinn.“Íslenskir fjárfestar fengu aðeins að kaupa samanlagt nærri þriðjung af þeim 29 prósenta hlut sem var seldur í útboðinuVísir/eyþórRíkið stoppaði arðgreiðsluáformEitt af því sem kom til skoðunar í aðdraganda útboðsins var að aðskilja Valitor, verðmætasta dótturfélag bankans, frá samstæðunni með því að greiða verulegan hluta í félaginu út í formi arðgreiðslu til hluthafa. Hefði slík ráðstöfun ekki hjálpað í útboðinu með því að bæta kennitölur bankans? „Það er tvennt sem þarf að huga að í þessu samhengi. Fyrst ber að nefna að við höfum að undanförnu verið að sjá gríðarlega dýnamík erlendis í tengslum við kaup og sölur á félögum eins og Valitor. Verðlagning á slíkum fyrirtækjum hefur verið mjög há sem helgast einkum af því að fjárfestar sjá mikil tækifæri í þeim breytingum sem eru að verða í greiðslumiðlun. Þá eru mörg þessara fyrirtækja, ef þau eru með góðar lausnir eða markaðssetningu, að stækka ört og fjárfestar eru því að kaupa þann vöxt. En vegna þess að Valitor er inni í bankasamstæðunni höfðu eigendur bankans áhyggjur af því að það myndi ekki fást rétt verðlagning á félaginu í útboðinu enda eru miklu hærri margfaldarar á fyrirtækjum í greiðslumiðlun en í bankastarfsemi.“ „Hinn drifkrafturinn er að Valitor hefur verið að vaxa mjög hratt erlendis á síðustu árum. Þeirri sókn hefur fylgt mikill kostnaður, sem væntingar eru um að muni skila sér í auknum tekjum síðar meir, sem hefur haft neikvæð áhrif á kostnaðarhlutfall samstæðunnar. Það eru fimm ár síðan það var ákveðið að fara í þennan alþjóðlega vöxt og þá sögðum við að ef það gengi vel þá kæmi að þeim tímapunkti að bankinn væri ekki heppilegasti eigandinn að félaginu. Hann getur stutt fjárhagslega við Valitor en bankinn hefur lítið annað fram að færa. Við fórum vel yfir þetta með fjárfestum en sú aðgreining sem var til skoðunar í aðdraganda útboðsins var lögð á hilluna af því að það reyndist ekki vera samstaða um að fara þá leið.“ Réð ekki andstaða stjórnvalda, meðal annars Bankasýslunnar og FME, þar mestu um? „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Það var lögð mikil áhersla á að það yrði að vera breið samstaða um þessa ráðstöfun. Ríkið lagðist hins vegar gegn þessu þar sem það taldi að þetta hefði í för með sér orðsporsáhættu. Stjórnin ákvað því að fara ekki fram með þessa tillögu.“ Sala á Valitor í vændumHafðir þú skilning á þeirri afstöðu stjórnvalda? Eða fannst þér hún stafa af misskilningi? „Ef ríkið hefur af þessu áhyggjur þá má segja að það eitt og sér skapi orðsporsáhættu. Stjórnin lagði sem fyrr segir á það mikla áherslu að það yrði að vera samstaða um þetta mál sem ekki reyndist síðan vera. Það var stærri hópur hluthafa sem hefði viljað styðja framgöngu þessa máls en þegar það kom á daginn að það var andstaða við að fara þessa leið þá var það einnig þeirra afstaða að láta ekki á það reyna. Það sem við höfum kynnt núna er að í gangi er strategísk skoðun á því hvernig best sé að haga eignarhaldi Valitor. Þar kemur þrennt til greina. Bankinn haldi áfram að styðja við Valitor en samkvæmt núgildandi viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir því að félagið fari að skila verulega til bankans innan fárra ára. Í öðru lagi að félagið verði aðgreint frá samstæðunni í formi arðgreiðslu til hluthafa, sem er ólíklegt sökum flækjustigs eftir skráningu. Og í þriðja lagi að selja fyrirtækið að hluta eða í heild, til þriðja aðila. Þá værum við væntanlega að horfa til þess að selja meirihluta í félaginu þar sem fengnir væru fjárfestar sem myndu leiða alþjóðlegan vöxt og viðgang Valitors. Bankinn kynni þó að hafa áhuga á því að halda eftir hlut í félaginu og þannig geta fengið hlutdeild í mögulegri virðisaukningu þess í framtíðinni, en bankinn hefur mikla trú á félaginu.“Er þess vegna ekki líklegast að tekin verði ákvörðun um að hefja opið söluferli á meirihluta í félaginu innan tíðar, mögulega strax á þessu ári? „Við ætlum að ná áttum hvað þetta varðar í sumar en ég held að það muni draga til tíðinda innan næstu 12 til 18 mánaða. Það er ekki ósennilegt að niðurstaða þeirrar vinnu feli í sér ákvörðun um að selja stóran hluta í Valitor og það ætti þá að gerast innan þessa tímaramma.“Ef við víkjum í lokin að framtíð þinni. Með nýjum fjárfestum í hluthafahópnum, ásamt því að Kaupþing og Taconic Capital fá nú í fyrsta sinn atkvæðisrétt, eru fyrirséðar talsverðar breytingar á stjórninni. Hvernig meturðu þína stöðu í ljósi þessa? „Ég er búinn að stýra bankanum í átta ár ásamt góðu samstarfsfólki sem ég fékk til liðs við mig. Fara með hann frá því að vera mjög laskaður í gegnum skuldaúrvinnsluferli, byggja upp nýja innviði, nýtt stjórnkerfi, skila góðum arði og búa til viðskiptamódel og skýra aðgreiningu frá hinum bönkunum þar sem Arion banki hefur verið leiðandi í stafrænni þróun með það að markmiði að mæta breyttum þörfum okkar viðskiptavina. Núna höfum við farið í gegnum árangursríkt söluferli með skráningu á markað hérlendis og erlendis og skýrt framtíðarsýn bankans fyrir erlendum og innlendum fjárfestum. Ég er bara fullur eftirvæntingar fyrir framhaldinu og það er margt spennandi fram undan. Á meðan ég hef stuðning eigenda og stjórnar hyggst ég halda áfram að byggja upp góðan banka. Bankinn er núna að fara að starfa í nýju umhverfi og ég er jákvæður fyrir því og við sjáum síðan bara hvað setur.“ Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00 Bankar látnir bera hluta kostnaðarins Bankarnir þurfa samkvæmt nýjum reglum að bera stærri hluta kostnaðarins við að halda úti stórum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn telur áhrif reglnanna á tekjur bankanna fremur lítil. Bankarnir segja breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir bankakerfið 11. júlí 2018 08:00 Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hafnar þeirri skoðun, sem er um margt útbreidd á meðal stórra íslenskra fjárfesta, að þeir erlendu fjárfestingarsjóðir sem keyptu megnið af bréfunum sem voru seld í nýafstöðnu hlutafjárútboði, hafi ekki raunverulegan áhuga á því að taka stöðu með bankanum til lengri tíma. Hann segist hafa „góða tilfinningu“ fyrir því að mikill meirihluti þeirra tuttugu sjóða sem bættust í hluthafahópinn horfi á kaupin sem langtímafjárfestingu. Í ítarlegu viðtali við Markaðinn, þar sem Höskuldur fer yfir aðdraganda og niðurstöðu útboðs Arion banka, sem er næststærsta skráning í sögu Kauphallarinnar hér á landi, viðurkennir hann hins vegar að bankinn hefði viljað að Kaupþing, seljandi bréfanna, hefði úthlutað stærri hlut til íslenskra fjárfesta. Ákvörðun um að gera það ekki hafi „truflað viðskiptasamband bankans eitthvað“ og sé „neikvæður vinkill á annars mjög vel heppnuðu útboði“. Hann býst við því að tekin verði ákvörðun innan ekki langs tíma um að hefja opið söluferli á meirihluta í Valitor, verðmætasta dótturfélagi bankans, og niðurstaða þeirrar vinnu gæti mögulega legið fyrir á næsta ári. Áform stærri hóps hluthafa fyrr á árinu um að aðgreina Valitor frá samstæðunni í formi arðgreiðslu til eigenda voru dregin til baka vegna andstöðu stjórnvalda sem töldu slíka ráðstöfun fela í sér orðsporsáhættu. Höskuldur segir aðspurður að niðurstaða hlutafjárútboðsins, þar sem um 29 prósenta hlutur var seldur á genginu 0,67 fyrir hverja krónu eigin fjár, hafi komið honum „þægilega á óvart“ enda hafi hin mikla eftirspurn verið talsvert umfram væntingar hans þó að hann hafi verið bjartsýnn á niðurstöðuna. „Frá því að söluferlið hófst fyrir um tveimur árum höfum við átt um tvö hundruð fundi með fjárfestum í Bandaríkjunum og Evrópu og okkar tilfinning var orðin mjög jákvæð þegar við lögðum af stað í þetta ferli í maí. Mér fannst hins vegar umhverfið hérna heima ekki vera eins bjartsýnt og margir virtust hafa efasemdir um að það væri í alvöru til staðar breiður áhugi erlendra aðila á að fjárfesta í Arion banka eða íslensku efnahagsumhverfi yfirhöfuð. Niðurstaða útboðsins leiddi annað í ljós en það lá líka fyrir að það var verið að bjóða hlut í bankanum á hagstæðu verði miðað við þau viðskipti sem höfðu átt sér stað fyrr á árinu og tiltölulega lítið magn.“ Þegar Höskuldur er beðinn um að lýsa því hvernig útboðsferlið hafi gengið fyrir sig segir hann að greinendur frá átta fjárfestingarbönkum, sem voru söluráðgjafar Kaupþings og framkvæmdu greiningar á Arion banka, hafi byrjað á því að standa fyrir söluherferð þar sem þeir hittu mörg hundruð fjárfesta um allan heim. „Út frá því,“ útskýrir hann, „verður síðan til þrengri hópur fjárfesta sem ég og Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs bankans, hittum á þeim tveimur vikum sem sjálft útboðið stóð yfir. Við áttum þá fundi með um hundrað fjárfestum, mest erlendum, og við fundum strax fyrir miklum áhuga sem stigmagnaðist dag frá degi.“Aldrei meiri þekking á Íslandi Höskuldur segir að það hafi ávallt verið sýn stjórnenda bankans að hann yrði skráður á markað hér heima og erlendis. „Þegar nýir stjórnendur koma að Kaupþingi í ársbyrjun 2016 hlustuðu þeir á þessa sýn okkar en vildu engu að síður sannreyna hlutina sjálfir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Um mitt árið 2016 stöndum við síðan að fyrstu kynningunum vegna mögulegrar sölu á hlutafé í bankanum, þar sem við hittum um þrjátíu fjárfesta, og eftir það verður til þessi sameiginlega sýn okkar og eiganda bankans um að slík skráning á markað væri gerleg. Þá hefst vinna við að undirbúa bankann fyrir skráningu, hvar sé best að fara með hann á markað og í hvaða skrefum. Það gleymist stundum að við höfum ekki aðeins verið að selja bankann heldur ekki síður Ísland. Fyrstu fundirnir fóru því að mestu í að útskýra landið. Þá nutum við þess, sem hefur verið vanmetið að mínu viti, hvað meðvitund alls konar erlendra fjárfesta um Ísland hefur aukist stórkostlega eftir efnahagshrunið.“ „Þetta er hins vegar áhugi af allt öðrum toga en var fyrir 2008 þegar samskiptin voru í gegnum örfáa erlenda fjárfestingarbanka. Það sem gerðist, þegar ýmsir alþjóðlegir bankar, fjárfestar og sjóðir lenda í erfiðleikum með eignir sínar hér á landi eftir bankahrunið, var að þá brugðust þeir við með því að senda margt af sínu besta fólki til að greiða úr hlutunum. Það sem við í bankanum höfum upplifað svo lengi er að stór hópur fjárfesta hefur við þá vinnu öðlast meiri þekkingu á íslensku efnahagsumhverfi en nokkurn tíma áður. Það er sumpart grunnurinn að því hvað útboðið á Arion banka tókst vel.“ Aðspurður hvort hann telji að söluferlið eigi eftir að koma íslenskum stjórnvöldum að gagni þegar hafist verður handa við selja hluti í hinum bönkunum segir Höskuldur að það eigi eftir nýtast öllum sem á eftir koma. „Það er út af fyrir sig ákvörðun fyrir marga þessa sjóði að leggja sig eftir því að vilja fylgjast með og kynnast íslensku efnahagslífi. Við höfum einnig litið svo á að þetta þurfi ekki að einskorðast við sölu ríkisins á bönkunum. Sá fjölbreytti fjárfestahópur sem við erum núna að fá að bankanum er stærri en áður hefur sést í íslensku fyrirtæki. Við bindum því vonir við að margir þessara fjárfesta kunni í framhaldi að hafa áhuga á að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum hér á landi.“„Meðan ég hef stuðning eigenda og stjórnar hyggst ég halda áfram að byggja upp góðan banka.“FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGURVoru næstum hættir viðVerðbilið í útboðinu var nokkuð lægra en búist hafði verið við. Helgast það ekki meðal annars af því að slíkt var talið nauðsynlegt, einkum í ljósi óróa á erlendum mörkuðum, ætti á annað borð að takast að fá nægjanlegan fjölda erlendra fjárfesta til að sýna útboðinu áhuga? „Við getum sagt að við höfum tvisvar áður verið í startholunum með að tilkynna um útboð og skráningu á bankanum sem síðan gekk ekki eftir. Það sem ég er búinn að læra er að þetta snýst oft ekki aðeins um það sem er að gerast í bankanum heldur ekki síður það sem er að gerast í kringum okkur, hvort sem það er á Ítalíu eða í Bandaríkjunum, og þegar við fórum í gang núna þá leit markaðurinn erlendis ekkert sérlega vel út. Talsverður hluti af þeim útboðum sem tilkynnt hafði verið um í Evrópu frá því í janúar hafði verið dreginn til baka vegna markaðsaðstæðna. Við veltum því þess vegna fyrir okkur, eigendurnir sérstaklega, hvort við ættum að bíða enn betri tíma. Það var hins vegar ákveðið að fara út og okkur tókst að hitta á rétta verðið þótt það megi alltaf deila um hvort það hafi verið of lágt. Kaupþing ákveður þá strategíu að selja lítinn hlut í útboðinu. Það er yfirlýst markmið félagsins að losa um allan hlut sinn í bankanum – hann er núna um 33 prósent – og hefðu aðstæður á markaði verið hagstæðari hefði það örugglega viljað selja enn meira í þetta sinn. En það er tekin ákvörðun um að selja fremur minni hlut til að hámarka líkurnar á því að útboðið verði árangursríkt þannig að allur hluturinn seljist og að það takist að fá inn í hluthafahópinn tiltekna tegund fjárfesta sem leitast var eftir. Það er meðal annars ástæða þess hvað hefur verið lögð mikil áhersla á að rækta þann kaupendahóp sem hefur orðið til í útboðinu af því að það er talið að hann geti stutt við öflugan eftirmarkað og aukið líkur þeirra sem vilja selja sig út, fyrst og fremst Kaupþings, á að það geti gerst með góðum hætti og þá væntanlega á betri verðum.“Frá því að bankinn var skráður hefur verið sáralítil velta með bréf félagsins í Kauphöllinni hér heima. Eru það ekki vonbrigði eða var það fyrirsjáanlegt vegna þess hversu lítið framboð er af bréfum til sölu eins og sakir standa? „Ég held að við þurfum að horfa á þetta yfir lengri tíma. Það er alveg ljóst að meirihluti eftirspurnarinnar í útboðinu kom að utan og stærstur hluti þeirra valdi að kaupa bréf sem skráð eru í Svíþjóð. Ég tel að það eigi eftir að verða meira jafnræði milli kauphallanna síðar meir hvað þetta varðar en það er rétt að hafa í huga að þeir erlendu aðilar í hluthafahópnum, sem eru vanir að eiga viðskipti í gegnum íslensku kauphöllina, eru núna með söluhömlur á bréf sín í bankanum í sex mánuði.“ Flestir sjóðirnir langtímafjárfestar Nöfn þeirra erlendu sjóða sem fjárfestu í Arion banka hafa enn ekki birst á hluthafalista bankans – fyrir utan sjóði í stýringu Landsdowne, Miton og Eaton Vance sem eiga samanlagt nærri sex prósenta hlut – en eignarhlutur þeirra er í dag skráður í vörslu bandarískra fjárfestingarbanka. Nærri tuttugu nýir erlendir fjárfestingarsjóðir bættust við hluthafahópinn, en í flestum tilfellum keyptu sjóðirnir hver um sig á bilinu um 0,5 til 1 prósents hlut í bankanum. Aðspurður segist Höskuldur ekki taka undir skoðun sumra, einkum innlendra fjárfesta, sem efast stórlega um að þessi hópur erlendra sjóða hugsi fjárfestingu sína í bankanum til lengri tíma. „Nei, ég er ekki sammála þeirri skoðun. Við getum sagt að tæplega 70 prósent þeirra erlendu sjóða sem keyptu í útboðinu megi flokka sem langtímafjárfesta á meðan um 25 prósent séu vogunarsjóðir sem kunni í sumum tilfellum að horfa til skemmri tíma. Aðrir fjárfestar voru einkaaðilar. Nú hef ég hitt,“ útskýrir Höskuldur, „mikið af þessum fjárfestum og ég hef góða tilfinningu fyrir því að drjúgur hluti þeirra sé að horfa á þessi kaup til lengri tíma.“Þegar litið er yfir núverandi hluthafa bankans, þar sem hlutur innlendra fjárfesta er hverfandi, er þá ekki erfitt að sjá hvaða fjárfestar eigi að leiða hluthafahóp bankans?„Nú er það svo að það er ólíkt á milli skráðra félaga hversu stórir einstakir hluthafar eru í þeim hópi. Ef litið er til sænska bankans Nordea, svo dæmi sé tekið, þá er þar að finna einn fjárfesti með rúmlega 20 prósenta hlut, Sampo, og hið sama á við um Danske bank þar sem A.P. Möller leiðir hluthafahópinn með sambærilegan eignarhlut. Aðrir hluthafar eiga umtalsvert minna. Þeir erlendu fjárfestar sem keyptu samanlagt nærri 30 prósenta hlut í Arion banka í fyrra eiga sumir hverjir nokkuð stóran hlut og þá verðum við að átta okkur á því að þessum eigendaumskiptum er ekki lokið.“Þrennt kemur til greina varðandi eignarhaldið á Valitor.Vísir/StefánEru að fjárfesta í ÍslandiLágt verð í útboðinu endurspeglaði einkum lága arðsemi af rekstri bankans síðustu misseri. Bankinn hefur sett sér það markmið að ná henni upp í 10 prósent. Hvernig hyggist þið gera það og innan hvaða tíma? „Arion banki er gríðarlega vel fjármagnaður með nærri 24 prósenta eiginfjárhlutfall. Það sem við höfum útskýrt gagnvart fjárfestum er að til að koma arðseminni úr rúmlega sex prósentum í tíu prósent sé forgangsatriði að minnka eigið fé bankans og greiða það út til hluthafa yfir tíma. Þar höfum við talað um fjögur til fimm ár. Þetta er hægt að gera með arðgreiðslum, kaupum á eigin bréfum og síðan breyttri samsetningu eigin fjár með útgáfu víkjandi bréfa. Sum skref er að hægt að taka tiltölulega hratt en önnur taka lengri tíma.“ „Í öðru lagi stefnum við að því að útlánavöxtur bankans aukist í takt við hagvöxt á Íslandi og þar erum við að einblína á innanlandsmarkaðinn. Það er eitthvað sem ég gerði ekki ráð fyrir í byrjun þessa söluferlis, að fjárfestar hafa áhuga á að dreifa áhættu sinni sjálfir á milli landa og eru því að horfa til þess að fjárfesta í íslenska markaðnum. Þeir eru síður að horfa til þess að bankinn auki umsvif sín erlendis. Það var því í sjálfu sér sölupunktur að bankinn starfar nánast einungis á íslenskum markaði. Þá þurfum við að minnka kostnaðarhlutfall bankans, sem er núna 59 prósent en bankinn hefur sett sér það markmið að það lækki í um það bil 50 prósent, með hagræðingaraðgerðum. Á fundum með fjárfestum var mikil áhersla lögð á það að fá að vita hvað við værum að gera í stafrænni þróun. Allir eru að vinna í þessu en bara sumum bönkum er að takast að koma fram með lausnir sem hafa áhrif á tekju- og kostnaðarhliðina. Ólíkt því sem við erum vanir hér heima voru þessir erlendu fjárfestar afar vel upplýstir um hvað þetta skiptir miklu máli fyrir framtíð bankareksturs.“ „Okkur í Arion banka hefur þannig tekist að umbylta íbúðalánakerfinu á Íslandi, með því að stytta þann tíma sem það tekur að sækja um lán úr tíu dögum í þrjár mínútur, sem um leið er að skapa nýjar tekjur og gera okkur mögulegt að draga úr kostnaði. Þá erum við að ráðast í miklar breytingar á starfsemi útibúa bankans sem fækkar um fjögur á árinu og eru núna tuttugu talsins. Við erum ekki með sérstaka áherslu á að fækka þeim frekar en þau eru að breytast mjög mikið. Fyrir fimm árum störfuðu þannig tólf manns í hefðbundnu útibúi en í dag er sá fjöldi kominn niður átta. Í sumum útibúum, meðal annars í Garðabæ og Hótel Sögu í Vesturbænum, verða aðeins þrír til fjórir starfsmenn samhliða því að þau fara úr því að vera í 200 til 300 fermetra húsnæði í 50 fermetra. Þarna skapast mikil tækifæri við að minnka rekstrarkostnað en að sama skapi viðhalda og jafnvel auka þjónustu bankans með nýrri nálgun.“ Ójafn leikur Eitt af því sem bankarnir hafa kvartað mjög undan um langt skeið eru hinir sértæku skattar, einkum hinn svonefndi bankaskattur sem leggst á skuldir fjármálastofnana, sem hafa valdið því að arðsemin er talsvert minni en ella. Höskuldur svarar því til að væri ekki fyrir bankaskattinn væri arðsemin um 1,5 til 2 prósentustigum hærri. „Keppinautar bankans á markaði, svo sem erlendir bankar og lífeyrissjóðir, sæta engri sambærilegri álagningu á sína fjármögnun og því er leikurinn ójafn. Þetta var eitt af því neikvæðasta við rekstrarumhverfi bankans að mati fjárfesta og þeir töldu að þarna væri gríðarlegur markaðsbrestur og mismunun gagnvart ólíkum sparnaðarleiðum fjárfesta og almennings. Það væri vitlaust gefið og menn höfðu ekki mikla tiltrú, eins og er ásetningur stjórnvalda, á að það verði staðið við fyrirheit um að lækka skattinn.“En segjum að bankaskatturinn yrði afnuminn um næstu áramót. Getur þú fullyrt að það myndi skila sér nánast að fullu til baka í bættum lánskjörum fyrirtækja og heimila? „Við höfum hingað til ekki velt þessu nema að litlu leyti út í verðlagið þar sem bankaskatturinn átti að vera skammtímaúrræði til að fjármagna leiðréttingaraðgerðir ríkis ins sem nú er lokið. Því er það ekki svo að ef skatturinn færi þá myndi það skila sér að fullu í lægri vöxtum en slík ráðstöfun yrði til þess að styðja við okkar viðleitni til að geta boðið heimilum og fyrirtækjum hagstæðari kjör. Það er augljóst að þarna er ríkið, sem á tvo af þessum þremur bönkum, að skjóta sig í fótinn.“Íslenskir fjárfestar fengu aðeins að kaupa samanlagt nærri þriðjung af þeim 29 prósenta hlut sem var seldur í útboðinuVísir/eyþórRíkið stoppaði arðgreiðsluáformEitt af því sem kom til skoðunar í aðdraganda útboðsins var að aðskilja Valitor, verðmætasta dótturfélag bankans, frá samstæðunni með því að greiða verulegan hluta í félaginu út í formi arðgreiðslu til hluthafa. Hefði slík ráðstöfun ekki hjálpað í útboðinu með því að bæta kennitölur bankans? „Það er tvennt sem þarf að huga að í þessu samhengi. Fyrst ber að nefna að við höfum að undanförnu verið að sjá gríðarlega dýnamík erlendis í tengslum við kaup og sölur á félögum eins og Valitor. Verðlagning á slíkum fyrirtækjum hefur verið mjög há sem helgast einkum af því að fjárfestar sjá mikil tækifæri í þeim breytingum sem eru að verða í greiðslumiðlun. Þá eru mörg þessara fyrirtækja, ef þau eru með góðar lausnir eða markaðssetningu, að stækka ört og fjárfestar eru því að kaupa þann vöxt. En vegna þess að Valitor er inni í bankasamstæðunni höfðu eigendur bankans áhyggjur af því að það myndi ekki fást rétt verðlagning á félaginu í útboðinu enda eru miklu hærri margfaldarar á fyrirtækjum í greiðslumiðlun en í bankastarfsemi.“ „Hinn drifkrafturinn er að Valitor hefur verið að vaxa mjög hratt erlendis á síðustu árum. Þeirri sókn hefur fylgt mikill kostnaður, sem væntingar eru um að muni skila sér í auknum tekjum síðar meir, sem hefur haft neikvæð áhrif á kostnaðarhlutfall samstæðunnar. Það eru fimm ár síðan það var ákveðið að fara í þennan alþjóðlega vöxt og þá sögðum við að ef það gengi vel þá kæmi að þeim tímapunkti að bankinn væri ekki heppilegasti eigandinn að félaginu. Hann getur stutt fjárhagslega við Valitor en bankinn hefur lítið annað fram að færa. Við fórum vel yfir þetta með fjárfestum en sú aðgreining sem var til skoðunar í aðdraganda útboðsins var lögð á hilluna af því að það reyndist ekki vera samstaða um að fara þá leið.“ Réð ekki andstaða stjórnvalda, meðal annars Bankasýslunnar og FME, þar mestu um? „Jú, ég held að það sé óhætt að segja það. Það var lögð mikil áhersla á að það yrði að vera breið samstaða um þessa ráðstöfun. Ríkið lagðist hins vegar gegn þessu þar sem það taldi að þetta hefði í för með sér orðsporsáhættu. Stjórnin ákvað því að fara ekki fram með þessa tillögu.“ Sala á Valitor í vændumHafðir þú skilning á þeirri afstöðu stjórnvalda? Eða fannst þér hún stafa af misskilningi? „Ef ríkið hefur af þessu áhyggjur þá má segja að það eitt og sér skapi orðsporsáhættu. Stjórnin lagði sem fyrr segir á það mikla áherslu að það yrði að vera samstaða um þetta mál sem ekki reyndist síðan vera. Það var stærri hópur hluthafa sem hefði viljað styðja framgöngu þessa máls en þegar það kom á daginn að það var andstaða við að fara þessa leið þá var það einnig þeirra afstaða að láta ekki á það reyna. Það sem við höfum kynnt núna er að í gangi er strategísk skoðun á því hvernig best sé að haga eignarhaldi Valitor. Þar kemur þrennt til greina. Bankinn haldi áfram að styðja við Valitor en samkvæmt núgildandi viðskiptaáætlun er gert ráð fyrir því að félagið fari að skila verulega til bankans innan fárra ára. Í öðru lagi að félagið verði aðgreint frá samstæðunni í formi arðgreiðslu til hluthafa, sem er ólíklegt sökum flækjustigs eftir skráningu. Og í þriðja lagi að selja fyrirtækið að hluta eða í heild, til þriðja aðila. Þá værum við væntanlega að horfa til þess að selja meirihluta í félaginu þar sem fengnir væru fjárfestar sem myndu leiða alþjóðlegan vöxt og viðgang Valitors. Bankinn kynni þó að hafa áhuga á því að halda eftir hlut í félaginu og þannig geta fengið hlutdeild í mögulegri virðisaukningu þess í framtíðinni, en bankinn hefur mikla trú á félaginu.“Er þess vegna ekki líklegast að tekin verði ákvörðun um að hefja opið söluferli á meirihluta í félaginu innan tíðar, mögulega strax á þessu ári? „Við ætlum að ná áttum hvað þetta varðar í sumar en ég held að það muni draga til tíðinda innan næstu 12 til 18 mánaða. Það er ekki ósennilegt að niðurstaða þeirrar vinnu feli í sér ákvörðun um að selja stóran hluta í Valitor og það ætti þá að gerast innan þessa tímaramma.“Ef við víkjum í lokin að framtíð þinni. Með nýjum fjárfestum í hluthafahópnum, ásamt því að Kaupþing og Taconic Capital fá nú í fyrsta sinn atkvæðisrétt, eru fyrirséðar talsverðar breytingar á stjórninni. Hvernig meturðu þína stöðu í ljósi þessa? „Ég er búinn að stýra bankanum í átta ár ásamt góðu samstarfsfólki sem ég fékk til liðs við mig. Fara með hann frá því að vera mjög laskaður í gegnum skuldaúrvinnsluferli, byggja upp nýja innviði, nýtt stjórnkerfi, skila góðum arði og búa til viðskiptamódel og skýra aðgreiningu frá hinum bönkunum þar sem Arion banki hefur verið leiðandi í stafrænni þróun með það að markmiði að mæta breyttum þörfum okkar viðskiptavina. Núna höfum við farið í gegnum árangursríkt söluferli með skráningu á markað hérlendis og erlendis og skýrt framtíðarsýn bankans fyrir erlendum og innlendum fjárfestum. Ég er bara fullur eftirvæntingar fyrir framhaldinu og það er margt spennandi fram undan. Á meðan ég hef stuðning eigenda og stjórnar hyggst ég halda áfram að byggja upp góðan banka. Bankinn er núna að fara að starfa í nýju umhverfi og ég er jákvæður fyrir því og við sjáum síðan bara hvað setur.“
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Arion banka Tengdar fréttir Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00 Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00 Bankar látnir bera hluta kostnaðarins Bankarnir þurfa samkvæmt nýjum reglum að bera stærri hluta kostnaðarins við að halda úti stórum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn telur áhrif reglnanna á tekjur bankanna fremur lítil. Bankarnir segja breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir bankakerfið 11. júlí 2018 08:00 Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Stoðir keyptu í Arion banka fyrir um milljarð Stoðir eru stærstu íslensku einkafjárfestarnir með 0,6 prósent. Skráðu sig fyrir um 100 milljónum hluta en fengu 12 milljónir. Félagið Vogun, sem Kristján Loftsson og fjölskylda stýra, keypti í Arion banka fyrir um 600 milljónir króna. 27. júní 2018 06:00
Auka hlutafé Valitors um 750 milljónir Hlutafé Valitors hf. verður aukið um 750 milljónir. Lögmaður Datacell og Sunshine Press Productions segir félagið hafa þurft að forða sér frá kyrrsetningu með því að hækka hlutaféð. Forstjóri Valitors segir hækkunina í takt við áætlanir. 11. júlí 2018 06:00
Bankar látnir bera hluta kostnaðarins Bankarnir þurfa samkvæmt nýjum reglum að bera stærri hluta kostnaðarins við að halda úti stórum gjaldeyrisforða. Seðlabankinn telur áhrif reglnanna á tekjur bankanna fremur lítil. Bankarnir segja breytingarnar hafa í för með sér kostnaðarauka fyrir bankakerfið 11. júlí 2018 08:00
Næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands Hlutabréf Arion banka voru tekin til viðskipta samtímis í kauphöllunum á Reykjavík og Stokkhólmi í morgun. Skráning Arion banka er næststærsta skráning í sögu Kauphallar Íslands og fyrsta samhliða tvískráning á mörkuðum Nasdaq á Norðurlöndunum í meira en áratug. 15. júní 2018 11:44