Heyra mátti upphaf skotárásarinnar í beinni útsendingu: „Allir voru grátandi og öskrandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. ágúst 2018 19:45 Skotárásin var gerð í Jacksonville í Flórída. Vísir/AP Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Talið er að minnst fjórir séu látnir og sjö séu særðir eftir að árásarmaður hóf skotárás á tölvuleikjamóti í Jacksonville í Flórída í Bandaríkjunum í dag. Vitni segir að mikil ringulreið hafi skapast á vettvangi. Lögreglan í Jacksonville staðfestir að árásarmaðurinn hafi látist í árásinni en óvíst sé hvort fleiri hafi átt þátt í henni. Verið var að keppa í tölvuleiknum Madden 2018 og var mótinu streymt beint á netinu. Á myndbandi sem tekið var úr beinu útsendingunni og dreift hefur verið á samfélagsmiðlum má heyra þegar skothríðin hefst og mikil ringulreið skapast. Biðlar lögreglan til allra í nágrenni við árásarstaðinn að halda sig eins langt í burtu frá staðnum og hægt er auk þess sem að allir sem kunni að vera í felum á árásarstaðnum hafa verið beðnir um að láta vita af sér svo lögregla geti sótt viðkomandi. „Ég henti mér niður og skreið inn á baðherbergi,“ segir Ryen Alemon í samtali við CNN en hann varð vitni að árásinni. Hann segir að um 40-50 manns hafi verið samankomnir til að fylgjast með tölvuleikjamótinu.„Ég var þarna kannski í tíu mínútur og allt róaðist frekar fljótt en allir voru grátandi og öskrandi. Ég hljóp bara út og það voru allir hlaupandi út um allt,“ sagði Alemon við CNN."Everybody was crying, yelling": Florida video game tournament shooting witness describes how he crawled into the bathroom to hide as shots rang out https://t.co/6ez7u5WoCNpic.twitter.com/uL0JUakmwB — CNN (@CNN) August 26, 2018Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira