Afsakið, má bjóða þér að gerast drusla? Hópur skipuleggjenda Druslugöngunnar skrifar 27. júlí 2018 07:00 Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn munum við ganga druslugöngu, rétt eins og alla laugardaga fyrir verslunarmannahelgi síðan 2011. Druslugangan er samstaða með þolendum kynferðisofbeldis og vettvangur til að fá stuðning, sýna stuðning og berjast gegn nauðgunarmenningu í samfélaginu. Af hverju ættir þú að ganga með okkur?Vegna þess að við erum ennþá ófær um að kenna ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í kynlegum samskiptum hvað er rétt og rangt. Kynfræðsla er gamaldags, íhaldssöm og við reynum að smætta fræðslu um samskipti í kynlífi niður í já og nei í stað þess að kenna samskiptin. Samþykki í kynlífi er flóknara fyrirbæri (en samt svo auðvelt) og við þurfum að miðla því til unga fólksins okkar. Því á meðan við gerum það ekki, eru óteljandi einstaklingar að brjóta á og fara yfir mörk annarra, og óteljandi einstaklingar sem brotið er á.Vegna þess að við eigum ekki nægilega fjölþætt og viðeigandi úrræði fyrir þolendur innan kerfisins.Vegna þess að samkvæmt ársskýrslu Stígamóta fyrir 2017 komu 484 ný mál inn á borð. Þrátt fyrir að við séum að verða betri í að tala um ofbeldi þá hefur okkur ekki miðað áfram í að koma í veg fyrir að einstaklingar brjóti af sér eða að þolendum fjölgi.Vegna þess að í vetur stigu hundruð kvenna fram og lýstu ofbeldi og áreitni sem þær verða fyrir innan sinna starfsstétta og umhverfis. Vandinn er raunverulegur og hefur áhrif á okkur öll. Druslugangan er verkfæri okkar til að sýna öllum þessum konum samstöðu, sýna að við trúum þeim og stöndum með þeim.Úr Druslugöngunni í fyrra.Mynd/Þorri LíndalVegna þess að við búum ennþá við þann raunveruleika að nauðgunarmenning lifir í öllum kimum samfélagsinsVegna þess að við þurfum ennþá að berjast fyrir því og þrýsta á að stafrænt kynferðisofbeldi verði skilgreint í hegningarlögum. Meðan það er ekki gert erum við verkfæralaus innan lagarammans til að takast á við slík brot.Vegna þess að við þurfum að krefjast úrbóta innan réttarvörslukerfisins. Á meðan kerfið er ennþá eins gerendavænt og raun ber vitni náum við ekki að tryggja réttlæti fyrir þolendur.Vegna þess að ofbeldi gegn karlmönnum er að miklu leyti ósýnilegt og skaðlegar hugmyndir samfélagsins um karlmennsku koma enn í veg fyrir að karlmenn þori að stíga fram.Vegna þess að við sem þolendur, við sem aðstandendur og við sem samfélag þurfum að standa saman og sýna að við afneitum nauðgunarmenningu og munum ekki stöðva baráttuna fyrr en við höfum náð að uppræta hana. Við sem höfum tækifæri til að ganga druslugöngu eigum einnig að standa upp og ganga fyrir þau sem ekki geta það.Vegna þess að enn þann dag í dag erum við að rembast við að rétta af þá hugsanavillu að þolendur séu á einhvern hátt ábyrgir fyrir því ofbeldi sem þau verða fyrir. Hvernig gerist þú drusla? Að vera drusla þýðir að standa með þolendum, standa með sjálfum/sjálfri/sjálfu þér, með því að eiga líkama þinn og mótmæla ofbeldi. Vertu drusla, stattu upp gegn ofbeldi og taktu afstöðu með þolendum. Sjáumst á laugardaginn klukkan 14.00 við Hallgrímskirkju.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar