Innlent

Öll bílastæði full við Keflavíkurflugvöll

Sylvía Hall skrifar
Ómögulegt er að fá stæði á Keflavíkurflugvelli næstu daga.
Ómögulegt er að fá stæði á Keflavíkurflugvelli næstu daga. Isavia
„Það er bara allt fullt í langtímastæðin hjá okkur og sömu sögu er að segja um skammtímastæðin“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Mikill fjöldi Íslendinga eyðir páskunum erlendis í ár.

Langtímastæðin á Keflavíkurflugvelli fylltust í gær og skammtímastæðin hafa verið full síðan á miðvikudag. Margir nýttu sér þann valmöguleika að bóka stæðin fyrir fram eftir að ljóst varð að stæðin myndu fyllast yfir páskana. Guðjón ráðleggur fólki að nýta sér aðra ferðamáta til að koma sér upp á flugvöll þar sem vonlaust sé að fá stæði.

Langtímabílastæði við flugvöllinn eru á þriðja þúsund, en Guðjón segir að mikil áhersla sé lögð á að auka stæðafjölda á næstu árum samhliða stækkun flugvallarins.

„Á næstu árum eru að fara af stað gríðarlega miklar framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll og þar á meðal í tengslum við bílastæðin. Þetta tímabil er náttúrulega toppurinn á hverju ári.“

Um það bil 60 þúsund Íslendingar fóru til útlanda yfir páskana í fyrra og var ferðamet slegið. Guðjón telur ekki ólíklegt að fleiri séu erlendis í ár og að met síðasta árs verði slegið þessa páskana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×