Loka Reykjadal vegna aurbleytu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. mars 2018 15:58 Lokunarbeiðnin kom frá landeigendum á svæðinu. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“ Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira