Loka Reykjadal vegna aurbleytu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. mars 2018 15:58 Lokunarbeiðnin kom frá landeigendum á svæðinu. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira