Loka Reykjadal vegna aurbleytu Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. mars 2018 15:58 Lokunarbeiðnin kom frá landeigendum á svæðinu. Umhverfisstofnun Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur ákveðið að loka svæði í Reykjadal í Ölfusi vegna aurbleytu en sökum veðrabreytinga, hlýinda og vætu í göngustíg er álag á stíginn og umhverfi hans mikið. Lokunin er gerð til að vernda gróður og landslag umhverfis göngustíginn. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að stofnunin hafi tekið upp lokunarbeiðni sveitarfélagsins Ölfuss, Hveragerðis og landeigenda á svæðinu. „Það kom beiðni frá þessum aðilum að við myndum fara í skyndilokun á þessu svæði vegna ástandsins á því. Við sendum því starfsmann frá okkur til að gera úttekt á því og í kjölfar þess vorum við sammála þeirri beiðni sem kom frá landeiganda um að loka þessu,“ segir hann. Mikill fjöldi ferðamanna sem fara um svæðið hefur leitt til jarðvegsskemmda en vegfarendur fara einnig út fyrir stíginn þar sem svörðurinn er viðkvæmastur. „Fólk gengur út fyrir stíginn til að forðast leðjuna og þá breikkar stígurinn. Ástandið er í rauninni það slæmt að við þurfum að grípa til þessara ráðstafana en ef þetta fær að jafna sig geta aðstæður snúist við mjög fljótt,“ segir hann. Lokunin tekur gildi klukkan 10 á morgun en stefnt er að því að endurskoða lokunina innan tveggja vikna eða fyrr ef ástand breytist. „Við verðum með starfsmenn þarna á hverjum degi og munum meta ástandið frá degi til dags. Við vitum að þetta er ansi vinsæll áfangastaður og að margir vilja fara þarna og skoða. Þetta er því ekki gert af einhverri léttúð,“ segir Ólafur.Þriðja lokunin á einum mánuðiFyrr í mánuðinum var gripið til þeirra aðgerða að loka svæði við Fjaðrárgljúfur vegna ágangs ferðamanna. Þá ákvað Umhverfisstofnun að loka hluta af gönguleið um Fimmvörðuháls nærri Skógafossi vegna álags og hlýnandi veðurfars í síðustu viku. Ólafur segir að almennt sé ekki gripið oft til slíkra ráðstafana. „Þetta hefur ekki verið gert oft. Við erum með tvær lokanir í gangi núna, annars vegar við Skógafoss og hins vegar við Fjaðrárgljúfur. Það hefur verið gott veður undanfarna daga en klaki er alltaf talsverðan tíma að fara úr jörðu og þetta fer saman með miklum ágangi ferðamanna,“ segir hann. „Þar sem göngustígar og jörðin er ekki tilbúin til að taka á móti þessum fjölda ferðamanna getur ástandið orðið svona bágt eins og það er og við þurft að grípa til þessa úrræðis.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira