Innlent

Hvar er opið um páskana?

Sylvía Hall skrifar
Það er ekki allt lokað um páskana.
Það er ekki allt lokað um páskana. Vísir/Ernir/Vilhelm/GVA
Nú þegar páskahátíðin stendur yfir taka margir sér kærkomið frí og má búast við því að hefðbundinn opnunartími verslana og þjónustuaðila raskist víða. Það er þó liðin tíð að allt sé lokað og standa margar verslanir opnar yfir páskana og ýmis afþreying er í boði.

Matvöruverslanir

Verslanir Bónus eru lokaðar í dag, föstudaginn langa, og á páskadag. Opið er í völdum verslunum Krónunnar í dag og á páskadag en verslanir Hagkaups eru lokaðar báða dagana. Opið er allan sólarhringinn í verslunum Iceland yfir páskahátíðina og sömu sögu má segja um sólarhringsverslanir 10-11. Verslanir Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru lokaðar í dag en opið verður í Hrísalundi og á Ísafirði. Hefðbundinn opnunartími er í verslunum Víðis yfir alla páskana en lokað er í Costco og IKEA á föstudaginn langa og á páskadag.

 

Vínbúðir

Lokað er í öllum verslunum ÁTVR á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

 

Verslunarmiðstöðvar

Lokað er í Kringlunni, Smáralind og Firði á hátíðisdögum en opið á laugardag. 

Margir sundstaðir eru opnir yfir páskana.Vísir

Veitingastaðir, kaffhús og afþreying

Bíóhús bjóða upp á sýningatíma alla páskana og sömuleiðis verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla helgina frá 10-17. Sundstaðir víða um land eru opnir og hægt er að nálgast opnunartíma þeirra hér. Opið er í listasafni Reykjavíkur í dag en lokað verður á páskadag. Opnunartíma ýmissa veitingastaða, kaffihúsa og safna má finna hér.



Skemmtistaðir

Lög um opnun skemmtistaða yfir páskahátíðina kveða á um að skemmtistaðir séu lokaðir á föstudaginn langa til miðnættis og opna síðan aftur samkvæmt leyfi. Skemmtistaðir mega standa opnir til 03:00 aðfaranótt páskadags en loka yfir daginn til miðnættis. Annan í páskum er opið til 01:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×