Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 14:40 Framhjáhald Trump með Clifford á að hafa átt sér stað á sama tímabili og Playboy-fyrirsæta segist hafa verið með honum. Vísir/AFP Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45