Innlent

Segja engar grafir lagðar undir hótel

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag.
Forsvarsmenn framkvæmda á Landssímareitnum segja engar grafir verða lagðar undir hótel þar. Hópurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna mótmæla sem fóru fram í dag. Þar segir að þessum upplýsingum hafi ítrekað verið komið til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs, sem skipulögðu mótmælin, og að fornleifafræðingur hafi gert það sömuleiðis.

„Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar,“ segir í yfirlýsingunni

Þar segir einnig að fyrirhugaðar byggingar hafi verið í skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá 1987.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiddi mótmælin. Þar voru lesin upp nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem jarðsett voru í garðinum á árum áður. Hér að neðan má sjá frétt Stöðvar 2 um mótmælin í dag.

Hér er yfirlýsing forsvarsmanna framkvæmda á Landssímareitnum í heild sinni og myndir af deiliskipulaginu.

Í dag fóru fram mótmæli í Víkurgarði af hálfu hóps sem kallar sig Varðmenn Víkurgarðs. Er það í annað sinn sem hópurinn mótmælir byggingaráformum á Landssímareitnum. Í fréttatilkynningu frá mótmælendum segir að mótmælin séu til að koma í veg fyrir að „grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel.“ Jafnframt segir hópurinn að áform séu uppi um að hótel verði byggt í Víkurgarði, þar sem styttan af Skúla fógeta stendur nú.

Framkvæmdaaðilar hafa ítrekað bent á það opinberlega að engin byggingaráform eru fyrirhuguð í Víkurgarði. Það verða engar grafir lagðar undir hótel. Það verður engin bygging reist í Víkurgarði. Þetta getur hver sem er staðreynt með því að skoða deiliskipulagsuppdrætti, sem eru aðgengilegir á www.skipulag.is, sem og samþykkta aðaluppdrætti, sem eru aðgengilegir hjá þjónustuveri Reykjavíkurborgar.

Fyrirhugaðar byggingar á Landssímareitnum, þar sem Landssímahúsið stendur, hafa verið á skipulagsuppdráttum í rúma þrjá áratugi, eða frá árinu 1987. Þessum uppdráttum er hægt að fletta upp á netinu. Framkvæmdaaðilar hafa jafnframt góðfúslega og ítrekað komið þessum upplýsingum til forsvarsmanna Varðmanna Víkurgarðs. Þá hefur Vala Garðarsdóttir, fornleifafræðingur, bent forsvarsmönnum hópsins á þessar upplýsingar.

Aðaluppdráttur.
Deiliskipulag frá 1988.
Núgildandi deiliskipulag.

Tengdar fréttir

Leiðir mótmæli afkomendanna

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×