Erfitt fyrir fyrrverandi þingmenn að fá vinnu Sighvatur Jónsson skrifar 18. nóvember 2018 15:00 Eftir samtöl fréttastofu við hóp fyrrverandi þingmanna má skipta reynslusögum þeirra í þrennt. Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa horfið til fyrri starfa eftir þingmennsku. Í öðru lagi eru það þingmenn sem hafa ákveðið að prófa eitthvað nýtt eftir veruna á þingi, til dæmis fara í nám eða hefja eigin rekstur. Í þriðja lagi eru það fyrrverandi þingmenn sem hafa sótt um ýmis störf en ekki fengið. Þór Saari er lærður hagfræðingur.vísir/gva Á annað hundrað umsóknir Þór Saari hagræðingur sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Hann hætti á þingi fyrir fimm árum og segist haf sótt um vel á annað hundrað störf. „Ég hef ekki fengið starf ennþá, hef fengið nánast jafnmörg nei og ekki verið boðaður nema held ég í þrjú viðtöl,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Þór bendir á að burtséð frá áliti almennings á þingmönnum sé starfið þess eðlis að fólk öðlast reynslu og þekkingu sem það fær ekki á öðrum vinnustöðum. „Í tvö til þrjú ár eftir að ég hætti á þingi þá var ég mjög mikið að rekast á fyrrverandi samþingmenn sem voru enn atvinnulausir og stóðu allir í því nákvæmlega sama og ég, voru að leita sér að vinnu eða að búa sér til eitthvað sjálfir.“ Nám eða eigin rekstur Af samtölum fréttastofu við fyrrverandi þingmenn má greina að margir hafa gert breytingar eftir þingstörf. Sumir hafa farið í nám og aðrir hafið eiginn rekstur, í einhverjum tilfellum eftir að hafa gefist upp á atvinnuleit. Fæstir fyrrverandi þingmanna vildu koma fram undir nafni. Einn þeirra tók þannig til orða að fólk gengi ekki af þingi í betri störf. „Fólk þarf að búa til hluti sjálft.“ Annar fyrrverandi þingmaður segist vera sáttur við stöðuna þótt hann sé ekki í fastri vinnu. „Ég er ekki að leita að vinnu, það hentar mér vel að vera í ráðgjafastörfum.“ Sigmundur Ernir við störf í myndveri Hringbrautar.Vísir/Sighvatur Aftur í fjölmiðlana Margt fólk úr fjölmiðlum hefur tekið sæti á Alþingi. Sigmundur Ernir Rúnarsson var þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi árin 2009 til 2013. Aðspurður um hvernig hafi gengið að finna vinnu eftir veruna á þingi segir Sigmundur Ernir að hann hafi ekki tekið sénsinn og því stofnað sína eigin sjónvarpsstöð. Sigmundur Ernir starfar enn á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. „Æði margir kollegar mínir hafa átt erfitt með að komast að vinnu eftir að hafa setið inni, eins og sumir segja, á þingi.“ Karlar og fjórflokkurinn Fyrrverandi þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa nefnt ýmsar skýringar á því hversu erfitt sé að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig hafa þeir skýringar á því af hverju sumum hefur tekist það fyrr en öðrum. Nokkrir þingmenn nefna að fólk úr gömlu stjórnmálaflokkunum, hinum svonefnda „fjórflokki“, fái frekar störf en aðrir. Fyrrverandi þingmaður úr yngri stjórnmálaflokkunum segir þannig að „fjórflokkurinn hugsi um sína.“ Annar nefnir kynjamun og tekur svo til orða að „strákarnir hugsi um vinina.“ Ólína Þorvarðardóttir sinnir ýmsum verkefnum og segist vera hætt að sækja um störf að sinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fáir fastráðnir nokkrum árum síðar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur hætti á þingi fyrir fimm árum fyrir Samfylkinguna. Hún sat aftur á þingi árin 2015 og 2016 en að undanskildum þeim tíma á þingi hefur hún ekki verið í föstu starfi síðan hún hætti á þingi 2013. „Ég hef sótt um allmörg stórf án árangurs. Af þeim 20 þingmönnum sem hafa hætt eða fallið út af þingi frá því að ég sat á Alþingi þá eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa fengið fastráðningu.“ Ólína vinnur nú að ýmsum verkefnum sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur. Hún segist vera hætt að sækja um stöður að sinni eftir að hafa verið hafnað þrátt fyrir hæfni hennar og reynslu. Vísar hún þar meðal annars til umsóknar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, þar sem „karlmaður með réttu vinatengslin“ hlaut starfið, eins og hún tók til orða í færslu á Facebook.Rætt verður við fyrrverandi þingmenn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 og í beinni útsendingu á Vísi. Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Eftir samtöl fréttastofu við hóp fyrrverandi þingmanna má skipta reynslusögum þeirra í þrennt. Í fyrsta lagi eru það þeir sem hafa horfið til fyrri starfa eftir þingmennsku. Í öðru lagi eru það þingmenn sem hafa ákveðið að prófa eitthvað nýtt eftir veruna á þingi, til dæmis fara í nám eða hefja eigin rekstur. Í þriðja lagi eru það fyrrverandi þingmenn sem hafa sótt um ýmis störf en ekki fengið. Þór Saari er lærður hagfræðingur.vísir/gva Á annað hundrað umsóknir Þór Saari hagræðingur sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og Hreyfinguna. Hann hætti á þingi fyrir fimm árum og segist haf sótt um vel á annað hundrað störf. „Ég hef ekki fengið starf ennþá, hef fengið nánast jafnmörg nei og ekki verið boðaður nema held ég í þrjú viðtöl,“ segir Þór í samtali við fréttastofu. Þór bendir á að burtséð frá áliti almennings á þingmönnum sé starfið þess eðlis að fólk öðlast reynslu og þekkingu sem það fær ekki á öðrum vinnustöðum. „Í tvö til þrjú ár eftir að ég hætti á þingi þá var ég mjög mikið að rekast á fyrrverandi samþingmenn sem voru enn atvinnulausir og stóðu allir í því nákvæmlega sama og ég, voru að leita sér að vinnu eða að búa sér til eitthvað sjálfir.“ Nám eða eigin rekstur Af samtölum fréttastofu við fyrrverandi þingmenn má greina að margir hafa gert breytingar eftir þingstörf. Sumir hafa farið í nám og aðrir hafið eiginn rekstur, í einhverjum tilfellum eftir að hafa gefist upp á atvinnuleit. Fæstir fyrrverandi þingmanna vildu koma fram undir nafni. Einn þeirra tók þannig til orða að fólk gengi ekki af þingi í betri störf. „Fólk þarf að búa til hluti sjálft.“ Annar fyrrverandi þingmaður segist vera sáttur við stöðuna þótt hann sé ekki í fastri vinnu. „Ég er ekki að leita að vinnu, það hentar mér vel að vera í ráðgjafastörfum.“ Sigmundur Ernir við störf í myndveri Hringbrautar.Vísir/Sighvatur Aftur í fjölmiðlana Margt fólk úr fjölmiðlum hefur tekið sæti á Alþingi. Sigmundur Ernir Rúnarsson var þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Norðausturkjördæmi árin 2009 til 2013. Aðspurður um hvernig hafi gengið að finna vinnu eftir veruna á þingi segir Sigmundur Ernir að hann hafi ekki tekið sénsinn og því stofnað sína eigin sjónvarpsstöð. Sigmundur Ernir starfar enn á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. „Æði margir kollegar mínir hafa átt erfitt með að komast að vinnu eftir að hafa setið inni, eins og sumir segja, á þingi.“ Karlar og fjórflokkurinn Fyrrverandi þingmenn sem fréttastofa hefur rætt við hafa nefnt ýmsar skýringar á því hversu erfitt sé að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Einnig hafa þeir skýringar á því af hverju sumum hefur tekist það fyrr en öðrum. Nokkrir þingmenn nefna að fólk úr gömlu stjórnmálaflokkunum, hinum svonefnda „fjórflokki“, fái frekar störf en aðrir. Fyrrverandi þingmaður úr yngri stjórnmálaflokkunum segir þannig að „fjórflokkurinn hugsi um sína.“ Annar nefnir kynjamun og tekur svo til orða að „strákarnir hugsi um vinina.“ Ólína Þorvarðardóttir sinnir ýmsum verkefnum og segist vera hætt að sækja um störf að sinni.Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fáir fastráðnir nokkrum árum síðar Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóðfræðingur hætti á þingi fyrir fimm árum fyrir Samfylkinguna. Hún sat aftur á þingi árin 2015 og 2016 en að undanskildum þeim tíma á þingi hefur hún ekki verið í föstu starfi síðan hún hætti á þingi 2013. „Ég hef sótt um allmörg stórf án árangurs. Af þeim 20 þingmönnum sem hafa hætt eða fallið út af þingi frá því að ég sat á Alþingi þá eru þeir teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa fengið fastráðningu.“ Ólína vinnur nú að ýmsum verkefnum sem sjálfstætt starfandi fræðimaður og rithöfundur. Hún segist vera hætt að sækja um stöður að sinni eftir að hafa verið hafnað þrátt fyrir hæfni hennar og reynslu. Vísar hún þar meðal annars til umsóknar um starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, þar sem „karlmaður með réttu vinatengslin“ hlaut starfið, eins og hún tók til orða í færslu á Facebook.Rætt verður við fyrrverandi þingmenn í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30 og í beinni útsendingu á Vísi.
Alþingi Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þjóðgarðar Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira