Íslenski boltinn

Fyrirliðarnir báðir orðið bikarmeistarar en hvað gerist í kvöld?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fyrirliðar bæði Stjörnunnar og Breiðabliks sem mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld hafa báðir orðið bikarmeistarar og þeir segja tilfinninguna afar goða.

Flautað verður til leiks í kvöld klukkan 19.15 en upphitun Stöðvar 2 Sport hefst 30 mínútum fyrir leik. Baldur Sigurðsson hefur fjórum sinnum orðið bikarmeistari og kann vel við það.

„Þetta er skemmtilegasta sem þú gerir. Það er ekki hægt að gera upp á milli að vinna Íslandsmeistaratitil og bikarinn þrátt fyrir að það sé talað um þann stóra sem Íslandsmeistaratitil,” sagði Baldur.

„Umgjörðin í kringum þennan einstaka leik og spennan og fjölmiðlaumfjöllunin kringum þennan eina leik er þannig að þegar þú loksins stendur uppi sem sigurvegari eftir leikinn þá er það alltaf jafn gaman,” sem er klár í slaginn á morgun.

„Vissulega er ég búinn að sjá það fyrir mér en vissulega verður það erfitt. Við erum að spila gegn mjög góðu liði. Þeir koma eflaust brjálaðir að sýna að þeir eru betri en við eftir að við erum búnir að vinna þá í sumar.”

Gunnleifur Gunnleifsson, fyrirliði Blika, hefur í tvígang lyft bikarnum; með FH 2010 og svo með KR fyrir nítján árum síðan þar sem hann var varamarkvörður.

„Ég hef komið út sem sigurvegari í þessum bikarleikjum sem ég hef tekið þátt í. Ég þrái að vinna þennan,” sagði Gunnleifur.

„Við höfum tapað tvisvar fyrir þeim í sumar þar sem þeir hafa unnið verðskuldað þannig að við þurfum einhvernveginn að koma í veg fyrir þeirra styrkleika. Við stefnum á það,”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×