Mathallir fagna fleiri mathöllum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2018 11:13 Frá mathöllinni á Granda. Vísir/Vilhelm Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17. Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Aðstandendur mathallanna á Hlemmi og Granda óttast ekki aukna samkeppni í mathallageiranum á komandi misserum. Þvert á móti kalla þeir eftir fleiri mathöllum - ekki síst ef nýju staðirnir verða „trúir grundvallarhugmyndum götubitamenningar.“ Mikil gróska er í mathallarflóru landsmanna þessi misserin. Mathöllin á Hlemmi fagnaði í ágúst eins árs afmæli en auk hennar er starfrækt mathöll í húsi Sjávarklasans að Grandagarði. Þá greindi Vísir frá því á mánudag að til stendur að opna hið minnsta tvær nýjar mathallir á næstu mánuðum, aðra í Kringlunni og hina á Bíldshöfða. Þessi þróun á sér sterka skírskotun víða um heim, þar sem sambærilegir götubitastaðir njóta aukinna vinsælda. Þær eru raktar til ýmissa þátta, ekki síst hugarfarsbreytingar sem hefur orðið til matargerðar á undanförnum árum þar sem aukin krafa er gerð um „nálægð við matvælin.“ Þar að auki er kosturinn við götubitastaði sá með þeim gefst veitingamönnum kostur að opna nýja veitingabása talsvert lægra stofnframlag heldur en þekkist í hefðbundnum veitingarekstri.Grunnhugsjónin megi ekki glatast Aðstandendur Sjávarklasans, sem halda utan um rekstur mathallanna á Hlemmi og Granda, stendur ekki stuggur af hinum nýjum mathöllum sem fyrirhugaðar eru. Sjávarklasinn segist fagna auknum fjölbreytileika í flórunni og hvetur íslenskt athafnafólk til að efla götubitamenningu landsins enn frekar. Það sé þó mikilvægt, að mati Sjávarklasans, að nýju mathallirnar séu reknar með grundvallarhugmyndir götubitamenningar að leiðarljósi. „Í því felst að bróðurpartur staðanna sé í eigu einstaklinga sem sjálfir vinna við staðina, staðbundin hráefni séu nýtt, vörur komi beint frá býli eða vinnslu og gætt sé að umhverfisþáttum. Þá er mikilvægt að götubitastaðir leggi áherslu á fjölbreytni og ekki síður að efla íslenska götubitamenningu,“ segir í afmælisriti mathallarinnar á Hlemmi.Í ljósi aukinnar grósku í mathallarflórunni hafa Hlemmur og Grandi Mathöll boðað til málþings um götubitann, íslenska matarmenningu og framtíð mathalla hér á landi. „Markmiðið er að vekja athygli á þeim spennandi tækifærum sem íslenskir framleiðendur og frumkvöðlar standa frammi fyrir í ljósi breytinga á matarvenjum og hvernig Íslendingar geti nýtt sér eiginleika og sérstöðu landsins til að mæta, og jafnvel móta, kröfur neytenda framtíðarinnar,“ segir í tilkynningu frá mathöllunum. Málþingið fer fram þann 25. október við Grandabryggju og hefst klukkan 17.
Matur Neytendur Nýsköpun Tengdar fréttir Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30 Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54 Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Íslenska Twittersamfélagið sagði sama brandarann Eftir að fréttir bárust frá því í gær að sérstök Mathöll myndi opna í Kringlunni á næstunni virtust íslenskir tístarar margir hverjir uppgötva sama brandarann sem tengdist matartorgi af þessari tegund. 9. október 2018 12:30
Opna mathöll í Kringlunni Fyrirhugað er að Stjörnutorg fái andlitslyftingu í náinni framtíð. 8. október 2018 11:54
Culiacan á Bíldshöfða breyttist í mathöll Eigendur matsölustaðarins Culiacan leita nú að áhugasömu veitingafólki sem vill opna með þeim mathöll á Bíldshöfða í desember næstkomandi. 8. október 2018 16:45