Trúboðinn taldi sig vera handbendi guðs: „Ég velti fyrir mér hvort þetta sé síðasta sólsetrið sem ég sé“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 23:04 John Allen Chau er hér með Casey Prince í Cape Town í Suður-Afríku, nokkrum dögum áður en hann fór til North Sentinel. AP/Sarah Prince Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trúboðinn John Allen Chau óttaðist að deyja á eyjunni North Sentinel í Indlandshafi en taldi sig vera handbendi guðs. Hann var að endingu drepinn af meðlimum ættbálksins Sentinelese sem búa á eyjunni og hafa gert það nánast án samskipta við annað fólk í þúsundir ára. Chau fór þangað í trássi við lög Indlands og þrátt fyrir að hann gæti mögulega smitað alla íbúa eyjunnar af sjúkdómum sem þau eru ekki ónæm fyrir. Ferð Chau hefur vakið mikla reiði í Indlandi. Trúboðar eru oft litnir hornauga þar og gagnrýnendur Chau segja hann hafa verið sjálfselskan og hann hafi mögulega stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu. Samkvæmt lögum Indlands er bannað að fara að eyjunni og að fljúga yfir hana. Lögunum er ætlað að vernda ættbálkinn sem býr þar og lífshætti þeirra. Áður en Chau fór á land á eyjunni í síðasta sinn lét hann sjómennina sem komu honum þangað og hafa nú verið handteknir fá þrettán blaðsíður þar sem hann hafði skrifað um hvað á daga hans hafði drifið og hvað hann var að hugsa. Móðir Chau lét blaðamann Washington Post hafa eintök af dagbók þessari.Sjá einnig: Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Dagbókin sýnir að Chau var heltikinn af því að færa Sentinelese-fólkinu kristna trú.„Guð, er þessi eyja síðasta vígi Satans þar sem enginn hefur heyrt eða haft möguleika á því að heyra nafn þitt?,“ skrifaði Chau í dagbók sína. Skrif Chau sýna einnig fram á að hann vissi vel að það sem hann ætlaði sér var ólöglegt, þar sem hann skrifaði um hvernig guð hefði verndað hann og sjómennina frá skipum Landhelgisgæslu Indlands og öðrum laganna vörðum. Chau lýsti því hvernig hann reyndi að ná sambandi við eyjarskeggja með gjöfum og sálmasöng. Þá skrifaði hann einnig um það hvernig eyjarskeggjar tjáðu sig. Hann sagði tungumál þeirra felast í hátíðnihljóðum og miklum handahreyfingum. Fyrir síðustu ferð hans í land velti Chau vöngum yfir því hvort hann ætti að hætta við. Hann vildi ekki deyja en bað guð um að fyrirgefa hverjum þeim sem reyndu að drepa hann og þá sérstaklega þeim sem tækist það. Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn sem fluttu hann til eyjunnar, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður.
Asía Indland Tengdar fréttir Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00 Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. 22. nóvember 2018 18:00
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent